Ódæðismaðurinn í Kongsberg stakk lögreglu af meðan hún beið eftir hlífðarbúnaði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2021 23:31 Lögregla á vettvangi árásarinnar. Torstein Bøe/NTB via AP Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg í Noregi segir að ódæðismaðurinn sem myrti fimm manns í bænum hafi komist undan lögreglumönnunum sem fyrst urðu á vegi hans, á meðan þeir biðu eftir að fá hlífðarbúnað til þess að geta tekist betur á við árásarmanninn. NRK greinir frá en í frétt norska miðilsins fer Sæverud ítarlega yfir hvernig lögregluaðgerðin í Kongsberg gekk fyrir sig. Fimm létust og nokkrir særðust, þar á meðal lögreglumaður á frívakt sem staddur var í COOP Exta versluninni þar sem atlaga árásarmannsins, Danans Espens Andersens Bråthens hófst. Lögregla mætt fimm mínútum eftir að tilkynning barst Fyrsta tilkynning til lögreglu um málið barst 18.13 en aðeins fimm mínútum síðar voru tveir lögreglumenn mættir í verslunina. Einni mínútu áður hafði aðgerðarmiðstöð lögreglu ákveðið að tilkynningin væri nógu alvarleg til að skrá atvikið sem alvarlegt og lífshættulegt ástand. „Lögreglumennirnir mættu strax á svæðið, fóru inn í verslunina vopnaðir. Þar skýtur árásarmaðurinn tveimur örvum að þeim,“ hefur NRK eftir Sæverud. Árásarmaðurinn var vopnaður boga og örvum. Sagði Æskerud að lögreglumennirnir hafi ekki verið í aðstöðu til að koma skoti á árásarmanninn. Ör sem maðurinn skaut stendur út úr húsvegg í Kongsberg í gærkvöldi.Vísir/EPA „Á meðan lögreglumennirnir reyna að komast í betri stöðu til þess að gera eitthvað bíða þeir eftir að fá hlífðarbúnað sem leyfir þeim að glíma betur við aðstæðurnar, tekst árásarmanninum að komast út,“ sagði Sæverud. Segir lögreglustjórinn að árásarmanninum hafi einhvern veginn tekist að laumast út úr búðinni. Braust inn í íbúðarhús og myrti þar Greint hefur verið frá því að frá því að árásarmaðurinn komst undan fyrstu lögreglumönnunum hafi liðið hálftími þangað til hann var handsamaður. Á þessum háltíma myrti hann fimm manns. Segir Sæverud að hann hafi meðal annars brotist inn í íbúðarhús og framið morð þar. Ekki er vitað til þess að árásarmaðurinn hafi tengst þeim sem hann myrti á einhvern hátt, lögregla telur raunar að svo hafi ekki verið. Aðspurður um hvernig árásarmanninum hafi tekist að komast framhjá lögreglumönnum segist Sæverud ekki hafa svarið við því, en hann útskýrir þó að allan tímann á meðan ódæðismaðurinn hafi gengið laus hafi virk og umfangsmikil leit verið í gangi. „Ég hef reynt að útskýra þetta á eins opin og gagnsæan hátt og ég get. Þetta er flókin atburðarrás og við erum að rannsaka þetta. Við þurfum að rannsaka þetta gaumgæfilega.“ Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Tengdar fréttir Segja árásina hryðjuverk og hækka viðbúnaðarstig Norska lögreglan telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar. Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að baki árásinni en norsk yfirvöld óttast að fleiri árásir gegn almennum borgurum. 14. október 2021 19:08 Bogmaðurinn í Kongsberg nafngreindur Maðurinn sem myrti fimm og særði tvo alvarlega í Noregi í gærkvöldi heitir Espen Andersen Bråthen. Hann var handtekinn eftir árásina og er nú til rannsóknar hjá geðlæknum. 14. október 2021 13:23 Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48 Bogmaðurinn talinn hafa hneigst að öfgahyggju Norska lögreglan segir að danskur karlmaður sem myrti fimm manns og særði tvo til viðbótar með boga og örvum í bænum Kongsberg í Noregi í gærkvöldi hafi verið grunaður um að hneigjast að öfgahyggju. Fórnarlömbin voru fjórar konur og einn karlmaður á aldrinum fimmtíu til sjötíu ára. 14. október 2021 09:07 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
NRK greinir frá en í frétt norska miðilsins fer Sæverud ítarlega yfir hvernig lögregluaðgerðin í Kongsberg gekk fyrir sig. Fimm létust og nokkrir særðust, þar á meðal lögreglumaður á frívakt sem staddur var í COOP Exta versluninni þar sem atlaga árásarmannsins, Danans Espens Andersens Bråthens hófst. Lögregla mætt fimm mínútum eftir að tilkynning barst Fyrsta tilkynning til lögreglu um málið barst 18.13 en aðeins fimm mínútum síðar voru tveir lögreglumenn mættir í verslunina. Einni mínútu áður hafði aðgerðarmiðstöð lögreglu ákveðið að tilkynningin væri nógu alvarleg til að skrá atvikið sem alvarlegt og lífshættulegt ástand. „Lögreglumennirnir mættu strax á svæðið, fóru inn í verslunina vopnaðir. Þar skýtur árásarmaðurinn tveimur örvum að þeim,“ hefur NRK eftir Sæverud. Árásarmaðurinn var vopnaður boga og örvum. Sagði Æskerud að lögreglumennirnir hafi ekki verið í aðstöðu til að koma skoti á árásarmanninn. Ör sem maðurinn skaut stendur út úr húsvegg í Kongsberg í gærkvöldi.Vísir/EPA „Á meðan lögreglumennirnir reyna að komast í betri stöðu til þess að gera eitthvað bíða þeir eftir að fá hlífðarbúnað sem leyfir þeim að glíma betur við aðstæðurnar, tekst árásarmanninum að komast út,“ sagði Sæverud. Segir lögreglustjórinn að árásarmanninum hafi einhvern veginn tekist að laumast út úr búðinni. Braust inn í íbúðarhús og myrti þar Greint hefur verið frá því að frá því að árásarmaðurinn komst undan fyrstu lögreglumönnunum hafi liðið hálftími þangað til hann var handsamaður. Á þessum háltíma myrti hann fimm manns. Segir Sæverud að hann hafi meðal annars brotist inn í íbúðarhús og framið morð þar. Ekki er vitað til þess að árásarmaðurinn hafi tengst þeim sem hann myrti á einhvern hátt, lögregla telur raunar að svo hafi ekki verið. Aðspurður um hvernig árásarmanninum hafi tekist að komast framhjá lögreglumönnum segist Sæverud ekki hafa svarið við því, en hann útskýrir þó að allan tímann á meðan ódæðismaðurinn hafi gengið laus hafi virk og umfangsmikil leit verið í gangi. „Ég hef reynt að útskýra þetta á eins opin og gagnsæan hátt og ég get. Þetta er flókin atburðarrás og við erum að rannsaka þetta. Við þurfum að rannsaka þetta gaumgæfilega.“
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Tengdar fréttir Segja árásina hryðjuverk og hækka viðbúnaðarstig Norska lögreglan telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar. Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að baki árásinni en norsk yfirvöld óttast að fleiri árásir gegn almennum borgurum. 14. október 2021 19:08 Bogmaðurinn í Kongsberg nafngreindur Maðurinn sem myrti fimm og særði tvo alvarlega í Noregi í gærkvöldi heitir Espen Andersen Bråthen. Hann var handtekinn eftir árásina og er nú til rannsóknar hjá geðlæknum. 14. október 2021 13:23 Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48 Bogmaðurinn talinn hafa hneigst að öfgahyggju Norska lögreglan segir að danskur karlmaður sem myrti fimm manns og særði tvo til viðbótar með boga og örvum í bænum Kongsberg í Noregi í gærkvöldi hafi verið grunaður um að hneigjast að öfgahyggju. Fórnarlömbin voru fjórar konur og einn karlmaður á aldrinum fimmtíu til sjötíu ára. 14. október 2021 09:07 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Segja árásina hryðjuverk og hækka viðbúnaðarstig Norska lögreglan telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar. Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að baki árásinni en norsk yfirvöld óttast að fleiri árásir gegn almennum borgurum. 14. október 2021 19:08
Bogmaðurinn í Kongsberg nafngreindur Maðurinn sem myrti fimm og særði tvo alvarlega í Noregi í gærkvöldi heitir Espen Andersen Bråthen. Hann var handtekinn eftir árásina og er nú til rannsóknar hjá geðlæknum. 14. október 2021 13:23
Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48
Bogmaðurinn talinn hafa hneigst að öfgahyggju Norska lögreglan segir að danskur karlmaður sem myrti fimm manns og særði tvo til viðbótar með boga og örvum í bænum Kongsberg í Noregi í gærkvöldi hafi verið grunaður um að hneigjast að öfgahyggju. Fórnarlömbin voru fjórar konur og einn karlmaður á aldrinum fimmtíu til sjötíu ára. 14. október 2021 09:07