Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2021 09:37 Frá mótmælum kvenna gegn þungunarrofsbanninu í Houston í Texas í byrjun október. AP/Houston Chronicle/Melissa Phillip Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. Þungunarrof er í reynd bannað eftir sjöttu viku meðgöngu með lögum sem tóku gildi í Texas í byrjun september. Þrátt fyrir að slíkt bann hafi fram að þessu verið talið stríða gegn stjórnarskrá leyfði Hæstiréttur Bandaríkjanna lögunum að taka gildi vegna lagatæknilegra álitamála. Þingmenn í Texas sömdu lögin sérstaklega með það fyrir augum að erfitt yrði að fella þau úr gildi fyrir dómstólum. Það gerðu þeir með því að banna yfirvöldum í Texas að framfylgja banninu en fela í staðinn almennum borgurum að kæra hvern þann sem aðstoðar konu að fara í þungunarrof. Því sé óljóst hvenær og hvernig hægt sé að láta reyna á lögmæti laganna fyrir dómi. Málið hefur velkst um fyrir dómstólum undanfarnar vikur. Dómsmálaráðuneytið krafðist þess að lögin yrðu felld úr gildi tímabundið og féllst dómstóll á hana á dögunum. Annað dómstig felldi þann úrskurð úr gildi. Nú hefur alríkisáfrýjunardómstóll hafnað kröfu ráðuneytisins um að ógilding laganna verði staðfest, að sögn Washington Post. Reikna má með því að niðurstöðunni verði áfrýjað til hæstaréttar. Í millitíðinni hefur þungunarrof nær algerlega lagst af í Texas sem er eitt fjölmennasta ríki Bandaríkjanna þrátt fyrir að enginn dómstóll hafi enn tekið efnislega afstöðu til þess hvort að lögin standist stjórnarskrá. Dómafordæmi hæstaréttar hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs áður en fóstur er orðið lífvænlegt, venjulega fram að 22. til 24. viku meðgöngu. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofslögin taka aftur gildi í Texas Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum heimilaði í gær Texasríki að halda lögum um þungunarrof til streitu, en tveimur dögum áður hafði alríkisdómari fellt lögin úr gildi. 9. október 2021 11:37 Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Þungunarrof er í reynd bannað eftir sjöttu viku meðgöngu með lögum sem tóku gildi í Texas í byrjun september. Þrátt fyrir að slíkt bann hafi fram að þessu verið talið stríða gegn stjórnarskrá leyfði Hæstiréttur Bandaríkjanna lögunum að taka gildi vegna lagatæknilegra álitamála. Þingmenn í Texas sömdu lögin sérstaklega með það fyrir augum að erfitt yrði að fella þau úr gildi fyrir dómstólum. Það gerðu þeir með því að banna yfirvöldum í Texas að framfylgja banninu en fela í staðinn almennum borgurum að kæra hvern þann sem aðstoðar konu að fara í þungunarrof. Því sé óljóst hvenær og hvernig hægt sé að láta reyna á lögmæti laganna fyrir dómi. Málið hefur velkst um fyrir dómstólum undanfarnar vikur. Dómsmálaráðuneytið krafðist þess að lögin yrðu felld úr gildi tímabundið og féllst dómstóll á hana á dögunum. Annað dómstig felldi þann úrskurð úr gildi. Nú hefur alríkisáfrýjunardómstóll hafnað kröfu ráðuneytisins um að ógilding laganna verði staðfest, að sögn Washington Post. Reikna má með því að niðurstöðunni verði áfrýjað til hæstaréttar. Í millitíðinni hefur þungunarrof nær algerlega lagst af í Texas sem er eitt fjölmennasta ríki Bandaríkjanna þrátt fyrir að enginn dómstóll hafi enn tekið efnislega afstöðu til þess hvort að lögin standist stjórnarskrá. Dómafordæmi hæstaréttar hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs áður en fóstur er orðið lífvænlegt, venjulega fram að 22. til 24. viku meðgöngu.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofslögin taka aftur gildi í Texas Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum heimilaði í gær Texasríki að halda lögum um þungunarrof til streitu, en tveimur dögum áður hafði alríkisdómari fellt lögin úr gildi. 9. október 2021 11:37 Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Þungunarrofslögin taka aftur gildi í Texas Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum heimilaði í gær Texasríki að halda lögum um þungunarrof til streitu, en tveimur dögum áður hafði alríkisdómari fellt lögin úr gildi. 9. október 2021 11:37
Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. 7. október 2021 08:01