KR-ingar vonast eftir tugmilljóna rúsínu: „Á mjög erfitt með að halda með öðrum“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2021 11:01 Kári Árnason og Kjartan Henry Finnbogason í baráttunni í leiknum afdrifaríka í Frostaskjóli í haust. Kjartan segir að gaman verði að fylgjast með því þegar Kári og Sölvi Geir Ottesen spili kveðjuleik sinn á morgun. vísir/hulda margrét „Við getum sjálfum okkur um kennt um stöðuna en það gæti verið rúsína [í pylsuendanum],“ segir Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR. Mikið er í húfi fyrir KR-inga á morgun þegar Víkingur og ÍA mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta. KR endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Vegna þess að Ísland fær nú aðeins þrjú sæti í Evrópukeppnum á næsta tímabili í stað fjögurra áður fær KR því ekki Evrópusæti nema annað tveggja efstu liðanna (Víkingur og Breiðablik) verði bikarmeistari. Ef Íslandsmeistarar Víkings vinna á morgun eiga þeir í raun tvö Evrópusæti og annað þeirra færi þá til KR. Grunnt hefur virst á því góða á milli KR-inga og Víkinga í leikjum liðanna síðustu sumur og ekki er að heyra á Kjartani að hann hafi mikinn áhuga á að halda með Víkingi á morgun, né reyndar ÍA: „Ég held að ég hafi ekki lent í svona aðstöðu áður, alla vega ekki með KR, að þurfa að treysta svona á eitthvað annað. Það er leiðinlegt, því ég á mjög erfitt með að halda með öðrum en KR. Ég get annars ekki sagt að ég hafi pælt mikið í þessu. Þetta verður bara skemmtilegur leikur á morgun, mikil stemning og spennandi að sjá í hvernig standi menn eru eftir svona langa pásu,“ segir Kjartan sem ásamt Þórði Ingasyni, varamarkverði Víkings, var úrskurðaður í þriggja leikja bann eftir ryskingarnar í Frostaskjóli í haust þegar Víkingur og KR mættust. Gæti skilað KR yfir hundrað milljónum Miklir fjármunir geta verið í húfi fyrir félög vegna Evrópukeppni en það veltur á því hve langt þau komast. Breiðablik komst í 3. umferð Sambandsdeildarinnar í sumar og vann sér inn 850.000 evrur í verðlaunafé, sem í dag jafngildir tæplega 130 milljónum króna. „Við hefðum að sjálfsögðu bara viljað gera þetta á okkar forsendum. Það eru peningar, upplifun og tækifæri fyrir marga fólgin í því að spila í Evrópukeppni á næsta ári. Þetta hefði mikla þýðingu fyrir félagið, ekki síst fjárhagslega,“ segir Kjartan. Hann segist fyrst og fremst hlakka til að sjá skemmtilegan leik: Skálum kannski en þurfum að gera betur næst „Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá held ég bara ekki með neinum. Betra liðið má bara vinna en það yrði ekkert leiðinlegt ef að Víkingar tækju þetta. Ég mun örugglega horfa á leikinn. Það hefur verið mikil stemning í kringum Víkingsliðið og á sama tíma er ÍA allt í einu komið í einhvern svaka gír. Það verður líka gaman að sjá tvo svona stóra karaktera spila sinn síðasta leik, í Kára og Sölva. Það verður bara gaman að sjá íslenskan fótboltaleik og ef að þetta fellur Víkingsmegin þá kannski skálum við KR-ingar en annars þurfum við bara að gera betur á næsta tímabili,“ segir Kjartan. Íslensk félög þurfa sömuleiðis að gera betur í Evrópukeppnum því eftir dapran árangur síðustu ár missti Ísland eitt sæti. „Það er auðvitað ekki gott fyrir deildina að hún sé „rönkuð“ svona lágt. En mér finnst umgjörðin alltaf verða betri og betri, æfingarnar fleiri og meira „professional“, og það ætti að skila sér. Það tekur samt tíma. En við KR-ingar stefnum aldrei að því að verða í 3. sæti og getum sjálfum okkur um kennt hvernig fór á þessu tímabili,“ segir Kjartan. Bikarúrslitaleikur ÍA og Víkings hefst klukkan 15 á morgun á Laugardalsvelli. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 14.15. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. KR Víkingur Reykjavík ÍA Mjólkurbikarinn Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. 14. október 2021 19:01 Ferðast í sextán tíma af bekknum í bikarúrslitaleikinn Pablo Punyed er nú á heimleið frá El Salvador til Íslands og ætti að vera mættur í tæka tíð til að spila með Víkingi gegn ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn. 14. október 2021 07:31 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
KR endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Vegna þess að Ísland fær nú aðeins þrjú sæti í Evrópukeppnum á næsta tímabili í stað fjögurra áður fær KR því ekki Evrópusæti nema annað tveggja efstu liðanna (Víkingur og Breiðablik) verði bikarmeistari. Ef Íslandsmeistarar Víkings vinna á morgun eiga þeir í raun tvö Evrópusæti og annað þeirra færi þá til KR. Grunnt hefur virst á því góða á milli KR-inga og Víkinga í leikjum liðanna síðustu sumur og ekki er að heyra á Kjartani að hann hafi mikinn áhuga á að halda með Víkingi á morgun, né reyndar ÍA: „Ég held að ég hafi ekki lent í svona aðstöðu áður, alla vega ekki með KR, að þurfa að treysta svona á eitthvað annað. Það er leiðinlegt, því ég á mjög erfitt með að halda með öðrum en KR. Ég get annars ekki sagt að ég hafi pælt mikið í þessu. Þetta verður bara skemmtilegur leikur á morgun, mikil stemning og spennandi að sjá í hvernig standi menn eru eftir svona langa pásu,“ segir Kjartan sem ásamt Þórði Ingasyni, varamarkverði Víkings, var úrskurðaður í þriggja leikja bann eftir ryskingarnar í Frostaskjóli í haust þegar Víkingur og KR mættust. Gæti skilað KR yfir hundrað milljónum Miklir fjármunir geta verið í húfi fyrir félög vegna Evrópukeppni en það veltur á því hve langt þau komast. Breiðablik komst í 3. umferð Sambandsdeildarinnar í sumar og vann sér inn 850.000 evrur í verðlaunafé, sem í dag jafngildir tæplega 130 milljónum króna. „Við hefðum að sjálfsögðu bara viljað gera þetta á okkar forsendum. Það eru peningar, upplifun og tækifæri fyrir marga fólgin í því að spila í Evrópukeppni á næsta ári. Þetta hefði mikla þýðingu fyrir félagið, ekki síst fjárhagslega,“ segir Kjartan. Hann segist fyrst og fremst hlakka til að sjá skemmtilegan leik: Skálum kannski en þurfum að gera betur næst „Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá held ég bara ekki með neinum. Betra liðið má bara vinna en það yrði ekkert leiðinlegt ef að Víkingar tækju þetta. Ég mun örugglega horfa á leikinn. Það hefur verið mikil stemning í kringum Víkingsliðið og á sama tíma er ÍA allt í einu komið í einhvern svaka gír. Það verður líka gaman að sjá tvo svona stóra karaktera spila sinn síðasta leik, í Kára og Sölva. Það verður bara gaman að sjá íslenskan fótboltaleik og ef að þetta fellur Víkingsmegin þá kannski skálum við KR-ingar en annars þurfum við bara að gera betur á næsta tímabili,“ segir Kjartan. Íslensk félög þurfa sömuleiðis að gera betur í Evrópukeppnum því eftir dapran árangur síðustu ár missti Ísland eitt sæti. „Það er auðvitað ekki gott fyrir deildina að hún sé „rönkuð“ svona lágt. En mér finnst umgjörðin alltaf verða betri og betri, æfingarnar fleiri og meira „professional“, og það ætti að skila sér. Það tekur samt tíma. En við KR-ingar stefnum aldrei að því að verða í 3. sæti og getum sjálfum okkur um kennt hvernig fór á þessu tímabili,“ segir Kjartan. Bikarúrslitaleikur ÍA og Víkings hefst klukkan 15 á morgun á Laugardalsvelli. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 14.15. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
KR Víkingur Reykjavík ÍA Mjólkurbikarinn Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. 14. október 2021 19:01 Ferðast í sextán tíma af bekknum í bikarúrslitaleikinn Pablo Punyed er nú á heimleið frá El Salvador til Íslands og ætti að vera mættur í tæka tíð til að spila með Víkingi gegn ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn. 14. október 2021 07:31 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. 14. október 2021 19:01
Ferðast í sextán tíma af bekknum í bikarúrslitaleikinn Pablo Punyed er nú á heimleið frá El Salvador til Íslands og ætti að vera mættur í tæka tíð til að spila með Víkingi gegn ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn. 14. október 2021 07:31