Hærri lágmarkslaun þýða ekki færri störf Drífa Snædal skrifar 15. október 2021 11:30 Í vikunni voru nóbelsverðlaunin í hagfræði afhent þremur hagfræðingum sem hafa í rannsóknum sínum sýnt fram á að hækkun lágmarkslauna leiðir ekki sjálfkrafa til færri starfa. Kenningar meginstraumshagfræðinnar hafa byggt á þeirri hugmynd að betrumbætur á stöðu láglaunafólks og þeirra sem þurfa á tryggingakerfum að halda muni koma í bakið á þessum sömu hópum og hafa slæmar afleiðingar fyrir hagkerfið í heild sinni. Rannsóknir þremenninganna sýna fram á að svo er ekki og hafa þær nú hlotið æðstu viðurkenningu hagfræðinnar. Sérstaklega má nefna David Card sem hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á vinnumarkaðnum. Í rökstuðningi nefndarinnar er fjallað um tímamótarannsókn hans og Alan B. Krueger á áhrifum hækkunar lágmarkslauna og rannsókn hans á áhrifum fjölgunar aðflutts fólks á vinnumarkaðinn. Þar er staðfesting á því sem verkalýðshreyfingin hefur löngum haldið fram; að hækkun lágmarkslauna þýðir ekki endilega færri störf heldur styður slík hækkun við hagkerfið í heild. Sömuleiðis sýna rannsóknir að þau sem fyrir eru á vinnumarkaði, einkum og sér í lagi fólk sem elst upp í viðkomandi landi, geta haft hag af því að fleiri flytji til landsins og taki þátt á vinnumarkaðnum. Þessi lífseiga hugmynd um að útlendingar „steli störfum“ og leiði til atvinnuleysis og lægri launa á því ekki við rök að styðjast. Hér á landi getum við staðfest að þetta sé raunin. Að auki hefur Card rannsakað áhrif skólagöngu á stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og komist að raun um góður aðbúnaður og góð kennsla eru afar stórir áhrifavaldar á framtíðarmöguleika fólks á vinnumarkaði. Þetta er einnig staðfest í kringum okkur þar sem stór og öflug, opinber menntakerfi þar sem allir hafa jafna möguleika leiða til meiri hagsældar og betri almennra lífsgæða en önnur menntakerfi. Það sem vekur líka athygli við þessa verðlaunaútnefningu er að hún boðar vonandi nýja tíma í hagfræði enda er verið að skora ýmislegt sem við höfum litið á sem náttúrulögmál á hólm þessa dagana. Þar má nefna hvað hefur áhrif á verðbólgu, samspil launa og verðbólgu, eðli ríkisfjármála og hvernig má beita þeim í kreppum og svo mætti lengi telja. Það vekur því athygli að í sömu viku bárust einnig kunnugleg viðvörunarorð úr Seðlabankanum, sem varar líkt og oft áður við launahækkunum. Hins vegar mælist engin sérstök launadrifin verðbólga, heldur er verðbólga há sökum þess að húsnæðisverð hefur fengið að hækka í hæstu hæðir og of seint hefur verið brugðist við þróuninni. Þessi ákvörðun nóbelsverðlaunaakademíunnar er vonandi liður í því að vinda ofan af löngu úreltum hugmyndum um nauðsyn þess að halda launum niðri. Þær hugmyndir hafa reynst skaðlegar um heim allan og kostað milljónir lífsviðurværið og dregið úr lífsgæðum þorra almennings. Þessar hugmyndir lifa víða góðu lífi hér á landi í dag því miður, en nú er kominn tími á uppfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í vikunni voru nóbelsverðlaunin í hagfræði afhent þremur hagfræðingum sem hafa í rannsóknum sínum sýnt fram á að hækkun lágmarkslauna leiðir ekki sjálfkrafa til færri starfa. Kenningar meginstraumshagfræðinnar hafa byggt á þeirri hugmynd að betrumbætur á stöðu láglaunafólks og þeirra sem þurfa á tryggingakerfum að halda muni koma í bakið á þessum sömu hópum og hafa slæmar afleiðingar fyrir hagkerfið í heild sinni. Rannsóknir þremenninganna sýna fram á að svo er ekki og hafa þær nú hlotið æðstu viðurkenningu hagfræðinnar. Sérstaklega má nefna David Card sem hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á vinnumarkaðnum. Í rökstuðningi nefndarinnar er fjallað um tímamótarannsókn hans og Alan B. Krueger á áhrifum hækkunar lágmarkslauna og rannsókn hans á áhrifum fjölgunar aðflutts fólks á vinnumarkaðinn. Þar er staðfesting á því sem verkalýðshreyfingin hefur löngum haldið fram; að hækkun lágmarkslauna þýðir ekki endilega færri störf heldur styður slík hækkun við hagkerfið í heild. Sömuleiðis sýna rannsóknir að þau sem fyrir eru á vinnumarkaði, einkum og sér í lagi fólk sem elst upp í viðkomandi landi, geta haft hag af því að fleiri flytji til landsins og taki þátt á vinnumarkaðnum. Þessi lífseiga hugmynd um að útlendingar „steli störfum“ og leiði til atvinnuleysis og lægri launa á því ekki við rök að styðjast. Hér á landi getum við staðfest að þetta sé raunin. Að auki hefur Card rannsakað áhrif skólagöngu á stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og komist að raun um góður aðbúnaður og góð kennsla eru afar stórir áhrifavaldar á framtíðarmöguleika fólks á vinnumarkaði. Þetta er einnig staðfest í kringum okkur þar sem stór og öflug, opinber menntakerfi þar sem allir hafa jafna möguleika leiða til meiri hagsældar og betri almennra lífsgæða en önnur menntakerfi. Það sem vekur líka athygli við þessa verðlaunaútnefningu er að hún boðar vonandi nýja tíma í hagfræði enda er verið að skora ýmislegt sem við höfum litið á sem náttúrulögmál á hólm þessa dagana. Þar má nefna hvað hefur áhrif á verðbólgu, samspil launa og verðbólgu, eðli ríkisfjármála og hvernig má beita þeim í kreppum og svo mætti lengi telja. Það vekur því athygli að í sömu viku bárust einnig kunnugleg viðvörunarorð úr Seðlabankanum, sem varar líkt og oft áður við launahækkunum. Hins vegar mælist engin sérstök launadrifin verðbólga, heldur er verðbólga há sökum þess að húsnæðisverð hefur fengið að hækka í hæstu hæðir og of seint hefur verið brugðist við þróuninni. Þessi ákvörðun nóbelsverðlaunaakademíunnar er vonandi liður í því að vinda ofan af löngu úreltum hugmyndum um nauðsyn þess að halda launum niðri. Þær hugmyndir hafa reynst skaðlegar um heim allan og kostað milljónir lífsviðurværið og dregið úr lífsgæðum þorra almennings. Þessar hugmyndir lifa víða góðu lífi hér á landi í dag því miður, en nú er kominn tími á uppfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar