Sér mikinn hag í þéttara samstarfi Íslands og Grænlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 14:50 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að sjá samstarf Íslands og Grænlands blómstra. Vísir/Vilhelm Málefni Grænlands hafa verið áberandi á Hringborði Norðurslóða á Arctic Circle ráðstefnunni, sem fer fram í Hörpu þessa dagana, og verða það áfram í dag. Gríðarleg uppbygging á sér stað á innviðum í Grænlandi þar sem Íslendingar koma nokkuð við sögu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti í dag skýrslu sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið en Össur Skarphéðinsson leiddi vinnuna við gerð skýrslunnar. Guðlaugur segir ánægjulegt hve vel skýrslunni var tekið f Grænlendingum. „Það sem er ánægjulegt er ekki bara þessi skýrsla heldur er það þannig að unnið hefur verið eftir þeirri áætlun sem lagt var upp með. Það var lagt upp með það að þingið myndi samþykkja stefnu um málefni Íslands og Grænlands sem hefur verið gert,“ sagði Guðlaugur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Sömuleiðis höfum við skrifað undir, ég skrifaði undir með kollega mínum frá Grænlandi, rammasamning sem gengur út á það að fara yfir og framkvæma þær tillögur sem þarna eru. Síðan var auðvitða ákveðið að við myndum kynna þetta sérstaklega hér á þessum stað á þessum tíma. “ Hann segir ánægjulegt að sjá að metnaðarfull stefna um samskipti Íslands og Grænlands skuli vera að ganga eftir. „Þegar maður las þessa skýrslu þá er það fyrsta sem kom í hugann hjá mér að þarna er fullt af hlutum sem eru algjörlega sjálfsagðir en við höfum ekki verið að framkvæma. Þetta eru okkar náustu grannar og vinir, hagsmunir okkar fara algjörlega saman og það er svo sannarlega ekkert annað en ávinningur fyrir báð að vinna náið og þétt saman,“ segir Guðlaugur. Grænlendingar hafa undanfarið barist meira fyrir sjálfstæði sínu og segir Guðlaugur sama hver niðurstaða þess verði, áfram verði unnið þétt með Grænlendingum. „Þeir auðvitað ráða sínum málum og við skiptum okkur ekki af þeim en það er alveg sama hvaða ákvörðun þeir taka í sínum málum, við viljum vinna þétt með þeim. Við sjáum mikinn hag í því fyrir þá og okkur.“ Grænland Utanríkismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti í dag skýrslu sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið en Össur Skarphéðinsson leiddi vinnuna við gerð skýrslunnar. Guðlaugur segir ánægjulegt hve vel skýrslunni var tekið f Grænlendingum. „Það sem er ánægjulegt er ekki bara þessi skýrsla heldur er það þannig að unnið hefur verið eftir þeirri áætlun sem lagt var upp með. Það var lagt upp með það að þingið myndi samþykkja stefnu um málefni Íslands og Grænlands sem hefur verið gert,“ sagði Guðlaugur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Sömuleiðis höfum við skrifað undir, ég skrifaði undir með kollega mínum frá Grænlandi, rammasamning sem gengur út á það að fara yfir og framkvæma þær tillögur sem þarna eru. Síðan var auðvitða ákveðið að við myndum kynna þetta sérstaklega hér á þessum stað á þessum tíma. “ Hann segir ánægjulegt að sjá að metnaðarfull stefna um samskipti Íslands og Grænlands skuli vera að ganga eftir. „Þegar maður las þessa skýrslu þá er það fyrsta sem kom í hugann hjá mér að þarna er fullt af hlutum sem eru algjörlega sjálfsagðir en við höfum ekki verið að framkvæma. Þetta eru okkar náustu grannar og vinir, hagsmunir okkar fara algjörlega saman og það er svo sannarlega ekkert annað en ávinningur fyrir báð að vinna náið og þétt saman,“ segir Guðlaugur. Grænlendingar hafa undanfarið barist meira fyrir sjálfstæði sínu og segir Guðlaugur sama hver niðurstaða þess verði, áfram verði unnið þétt með Grænlendingum. „Þeir auðvitað ráða sínum málum og við skiptum okkur ekki af þeim en það er alveg sama hvaða ákvörðun þeir taka í sínum málum, við viljum vinna þétt með þeim. Við sjáum mikinn hag í því fyrir þá og okkur.“
Grænland Utanríkismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Sjá meira
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20
Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35
Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46