„Mjög gaman að vera svona mikið bleikur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. október 2021 20:14 Þorgils Gunnarsson, starfsmaður BYKO, litaði meira að segja skeggið í tilefni dagsins. Fjölmargir landsmenn klæddust bleiku í dag í tilefni Bleika dagsins þar sem ætlunin er að sýna konum sem hafa greinst með krabbamein samstöðu. Mikil stemning var víða í samfélaginu. Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar, árlegs árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, og fer fram ár hvert í október. Á Bleika deginum er fólk hvatt til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma. Mikil stemning var víða í tilefni dagsins þar sem fjölmörg fyrirtæki, skólar og verslanir nýttu tækifærið til að skarta öllu því bleika sem þau áttu til í fataskápnum. Stemninginn var til að mynda frábær í BYKO Breidd í Kópvogi þar sem óhætt er að segja að allt hafi verið lagt í sölurnar. Starfsmenn klæddust þar allir bleiku og var til að mynda keppni milli deilda. „Við settum af stað í fyrra, á bleika deginum líka, keppni um bleikustu deildina, það er að segja hversu bleikir menn geta orðið og sameininguna í deildinni, og svo bleikustu einstaklingarnir,“ segir Kristján Birgisson, starfsmaður BYKO Breidd. „Menn eru að leggja dálítið í þetta.“ „Þetta er bæði gaman og hópefli fyrir fólkið í búðinni og svo til að sýna stuðning við konur þjóðarinnar,“ segir Kristján enn fremur. Samstaðan var mikil meðal starfsmanna sem fréttastofa ræddi við og sögðu þeir mikilvægt að sýna stuðning í verki. Kristján Birgisson segir daginn hafa verið skemmtilegan og keppnin gengið vel. Með bleikan hamar og litað skegg Þrátt fyrir að starfsmenn hafi fyrst og fremst klæðst bleiku í dag til að sýna samstöðu, er óhætt að segja að smá keppnisskap hafi verið í fólki. Einn bleikasti einstaklingurinn var meðal annars með bleikan hamar og bleikt málband til viðbótar við bleikan fatnað, bleika hárkollu, og bleikt skegg. „Þetta er búið að vera mjög gaman og bara mjög gaman að vera svona mikið bleikur og það vekur mikla athygli. Ég hef alltaf verið þannig að ég fer alla leið inn þegar ég geri eitthvað svona,“ segir Þorgils Gunnarsson, starfsmaður verslunarinnar, en hann fékk mikið hrós frá bæði starfsmönnum og viðskiptavinum fyrir klæðaburðinn í dag. Hrærð yfir stuðningnum Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir daginn hafa gengið vonum framar. Salan á Bleiku slaufunni hefur gengið mjög vel og er hún nánast uppseld á flestum sölustöðum. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Krabbameinsfélagið finnur fyrir alveg ótrúlegum stuðning og maður verður eiginlega bara svolítið væminn. Við erum alveg hrærð yfir þessum stuðningi og greinilegt að þjóðin hefur tekið til sín slagorðið; verum til, látum lífið ekki bara líða hjá og verum til taks fyrir allar þær konur sem greinast með krabbamein og fyrir fjölskyldur þeirra,“ segir Halla. „Það er bara um að gera núna að verða sér út um eitthvað bleikt til að skarta á næsta ári. Það veitir ekki af að lífga aðeins upp á skammdegið og sýna með því stuðning í verki,“ segir hún enn fremur. Hér fyrir neðan má finna myndir sem Krabbameinsfélagið fékk sent frá öðrum fyrirtækjum sem tóku þátt í bleika deginum. Ljóst er að gleðin var við völd víða. Heilbrigðismál Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar, árlegs árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, og fer fram ár hvert í október. Á Bleika deginum er fólk hvatt til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma. Mikil stemning var víða í tilefni dagsins þar sem fjölmörg fyrirtæki, skólar og verslanir nýttu tækifærið til að skarta öllu því bleika sem þau áttu til í fataskápnum. Stemninginn var til að mynda frábær í BYKO Breidd í Kópvogi þar sem óhætt er að segja að allt hafi verið lagt í sölurnar. Starfsmenn klæddust þar allir bleiku og var til að mynda keppni milli deilda. „Við settum af stað í fyrra, á bleika deginum líka, keppni um bleikustu deildina, það er að segja hversu bleikir menn geta orðið og sameininguna í deildinni, og svo bleikustu einstaklingarnir,“ segir Kristján Birgisson, starfsmaður BYKO Breidd. „Menn eru að leggja dálítið í þetta.“ „Þetta er bæði gaman og hópefli fyrir fólkið í búðinni og svo til að sýna stuðning við konur þjóðarinnar,“ segir Kristján enn fremur. Samstaðan var mikil meðal starfsmanna sem fréttastofa ræddi við og sögðu þeir mikilvægt að sýna stuðning í verki. Kristján Birgisson segir daginn hafa verið skemmtilegan og keppnin gengið vel. Með bleikan hamar og litað skegg Þrátt fyrir að starfsmenn hafi fyrst og fremst klæðst bleiku í dag til að sýna samstöðu, er óhætt að segja að smá keppnisskap hafi verið í fólki. Einn bleikasti einstaklingurinn var meðal annars með bleikan hamar og bleikt málband til viðbótar við bleikan fatnað, bleika hárkollu, og bleikt skegg. „Þetta er búið að vera mjög gaman og bara mjög gaman að vera svona mikið bleikur og það vekur mikla athygli. Ég hef alltaf verið þannig að ég fer alla leið inn þegar ég geri eitthvað svona,“ segir Þorgils Gunnarsson, starfsmaður verslunarinnar, en hann fékk mikið hrós frá bæði starfsmönnum og viðskiptavinum fyrir klæðaburðinn í dag. Hrærð yfir stuðningnum Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir daginn hafa gengið vonum framar. Salan á Bleiku slaufunni hefur gengið mjög vel og er hún nánast uppseld á flestum sölustöðum. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Krabbameinsfélagið finnur fyrir alveg ótrúlegum stuðning og maður verður eiginlega bara svolítið væminn. Við erum alveg hrærð yfir þessum stuðningi og greinilegt að þjóðin hefur tekið til sín slagorðið; verum til, látum lífið ekki bara líða hjá og verum til taks fyrir allar þær konur sem greinast með krabbamein og fyrir fjölskyldur þeirra,“ segir Halla. „Það er bara um að gera núna að verða sér út um eitthvað bleikt til að skarta á næsta ári. Það veitir ekki af að lífga aðeins upp á skammdegið og sýna með því stuðning í verki,“ segir hún enn fremur. Hér fyrir neðan má finna myndir sem Krabbameinsfélagið fékk sent frá öðrum fyrirtækjum sem tóku þátt í bleika deginum. Ljóst er að gleðin var við völd víða.
Heilbrigðismál Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira