Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Árni Sæberg skrifar 16. október 2021 17:22 Theódór Skúli Sigurðsson er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Theódór Skúli Sigurðsson, barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum, skrifaði skoðanagrein á Vísi í dag þar sem hann fer hörðum orðum um yfirstjórn Landspítalans. Hann segir endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans ekki hafa farið framhjá nokkrum manni síðustu árin og að endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafi engum árangri skilað. Þá segir hann að upplifun Páls Matthíassonar, fyrrverandi forstjóra spítalans, og lýsingar hans af stöðu Landspítalans hafi verið í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Allsherjar uppstokkun sé þörf Theódór Skúli segir að vilji stjórnvöld á Íslandi raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum þurfi allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Óbreytt ástand sé einfaldlega ekki valkostur við núverandi aðstæður. „Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús,“ segir Theódór Skúli. Settur forstjóri hafi borið ábyrgð á Bráðamóttökunni Theódór Skúli segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, settan forstjóra Landspítalans hafa borið ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug. Að mati hans er því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans frá henni. Ærandi þögn um framtíð heilbrigðismála Theódór Skúli segir þá þögn sem ríkt hefur um framtíð heilbrigðismála vekja upp ótta um að öll kosningaloforð muni fljótt gleymast. Þá segir hann það vera mjög sérkennilegt hversu skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. „Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili,“ segir hann. Starf forstjóra sé það mikilvægasta í heilbrigðiskerfinu Theódór Skúli segir starf forstjóra Landspítalans vera mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins, á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Hann segir ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot ekki vera við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. „Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Theódór Skúli Sigurðsson, barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum, skrifaði skoðanagrein á Vísi í dag þar sem hann fer hörðum orðum um yfirstjórn Landspítalans. Hann segir endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans ekki hafa farið framhjá nokkrum manni síðustu árin og að endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafi engum árangri skilað. Þá segir hann að upplifun Páls Matthíassonar, fyrrverandi forstjóra spítalans, og lýsingar hans af stöðu Landspítalans hafi verið í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Allsherjar uppstokkun sé þörf Theódór Skúli segir að vilji stjórnvöld á Íslandi raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum þurfi allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Óbreytt ástand sé einfaldlega ekki valkostur við núverandi aðstæður. „Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús,“ segir Theódór Skúli. Settur forstjóri hafi borið ábyrgð á Bráðamóttökunni Theódór Skúli segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, settan forstjóra Landspítalans hafa borið ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug. Að mati hans er því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans frá henni. Ærandi þögn um framtíð heilbrigðismála Theódór Skúli segir þá þögn sem ríkt hefur um framtíð heilbrigðismála vekja upp ótta um að öll kosningaloforð muni fljótt gleymast. Þá segir hann það vera mjög sérkennilegt hversu skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. „Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili,“ segir hann. Starf forstjóra sé það mikilvægasta í heilbrigðiskerfinu Theódór Skúli segir starf forstjóra Landspítalans vera mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins, á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Hann segir ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot ekki vera við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. „Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira