Brooklyn sóttu James Harden sem tryggingu fyrir Kyrie Irving Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. október 2021 10:00 Brooklyn Nets eru með vel mannað lið EPA-EFE/Peter Foley Forráðamenn Brooklyn Nets í NBA deildinni lögðu hart að sér að sækja James Harden til liðsins. Ástæðan er sú að þeir treystu því ekki að Kyrie Irving myndi spila. Þetta segir körfuboltaskríbentinn Adrien Wojnarowski í hlaðvarpinu sínu, sem kom út um helgina. Wojnarowski, eða Woj, eins og hann er ávallt kallaður í körfuboltasamfélaginu hefur lengi verið starfsmaður ESPN samsteypunnar og er einn best tengdi körfuboltablaðamaður Bandaríkjanna. Samkvæmt honum var James Harden sóttur til þess að vera með tryggingu ef Kyrie Irving myndi taka upp á einhverju einkennilegu. Irving er einmitt þekktur fyrir ýmis furðuleg uppátæki og miklar jaðarskoðanir. Frægast er þegar Irving hélt því fram fullum fetum að jörðin væri flöt. Þá hefur Irving lýst yfir efasemdum um bólusetningar og lýst því yfir að hann sé talsmaður þeirra sem hafi ekki rödd en vilji ekki láta bólusetja sig. Kyrie Irving makes his return to TD Garden.Coverage of #Celtics-Nets begins at 7:30 p.m. on @NBCSBoston with Celtics Pregame Live! pic.twitter.com/7P82E6EqO9— Celtics on NBC Sports Boston (@NBCSCeltics) December 18, 2020 Sean Marks, framkvæmdastjóri Brooklyn Nets, gaf út í vikunni að það fái enginn að vera í hlutastarfi í liðinu en Irving, sem er óbólusettur, má ekki spila leiki í New York ríki eða í Kaliforníu. Liðið gæti þó átt í vandræðum með að skipta Irving í burtu því hann hefur látið hafa eftir sér að hann muni einfaldlega hætta í körfubolta. Brooklyn Nets teljast mjög sigurstranglegir í NBA deildinni þetta árið samkvæmt veðbönkum en það gæti sett strik í reikninginn ef Irving er ekki með liðinu. NBA deildin hefst næstkomandi þriðjudag, 19. október, með leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Sjá meira
Wojnarowski, eða Woj, eins og hann er ávallt kallaður í körfuboltasamfélaginu hefur lengi verið starfsmaður ESPN samsteypunnar og er einn best tengdi körfuboltablaðamaður Bandaríkjanna. Samkvæmt honum var James Harden sóttur til þess að vera með tryggingu ef Kyrie Irving myndi taka upp á einhverju einkennilegu. Irving er einmitt þekktur fyrir ýmis furðuleg uppátæki og miklar jaðarskoðanir. Frægast er þegar Irving hélt því fram fullum fetum að jörðin væri flöt. Þá hefur Irving lýst yfir efasemdum um bólusetningar og lýst því yfir að hann sé talsmaður þeirra sem hafi ekki rödd en vilji ekki láta bólusetja sig. Kyrie Irving makes his return to TD Garden.Coverage of #Celtics-Nets begins at 7:30 p.m. on @NBCSBoston with Celtics Pregame Live! pic.twitter.com/7P82E6EqO9— Celtics on NBC Sports Boston (@NBCSCeltics) December 18, 2020 Sean Marks, framkvæmdastjóri Brooklyn Nets, gaf út í vikunni að það fái enginn að vera í hlutastarfi í liðinu en Irving, sem er óbólusettur, má ekki spila leiki í New York ríki eða í Kaliforníu. Liðið gæti þó átt í vandræðum með að skipta Irving í burtu því hann hefur látið hafa eftir sér að hann muni einfaldlega hætta í körfubolta. Brooklyn Nets teljast mjög sigurstranglegir í NBA deildinni þetta árið samkvæmt veðbönkum en það gæti sett strik í reikninginn ef Irving er ekki með liðinu. NBA deildin hefst næstkomandi þriðjudag, 19. október, með leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Sjá meira