Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2021 14:32 Steingrímur kominn í töðuilminn í heyskapnum á Gunnarsstöðum eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi. Einar Árnason Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum. „Ég bara rýk hér upp á vélar um leið og ég kem, ef þannig stendur á. Það er alveg yndislegt. Og finna töðuilminn. Það er bara hluti af tilverunni,“ segir Steingrímur þegar hann stígur af traktornum. Í þættinum Um land allt á Stöð 2, þeim fyrsta í nýrri þáttaröð, hittum við Steingrím á hans heimaslóðum. Steingrímur á unglingsárum bregður á leik á við gamla bæinn. Hérna er hann að herma eftir afabróður sínum, Friðrik Jónssyni á Flautafelli.Úr einkasafni Hann rifjar upp æskuna á Gunnarsstöðum og sýnir okkur átthagana og forna heiðabyggð þar sem forfeður hans bjuggu. Einnig er stiklað á stóru í æviferli hans sem stjórnmálamanns. „Þá afsalar þú þér talsverðu af frelsi þínu. Þú stjórnar því ekkert algerlega sjálfur hvernig þú verð þínum tíma eða hvað þú gerir,“ segir Steingrímur í þættinum. Steingrímur sýnir hvar heiðarbýlið Hávarðsstaðir stóð. Þaðan komu forfeður hans.Einar Árnason „Núna endurheimti ég þetta frelsi og fagna því að geta dregið mig af sviðinu og baksviðs og geta notið meiri tíma með fjölskyldu minni hér á Gunnarsstöðum og annarsstaðar þar sem ég hef gaman að því að vera. Ég vona að það gangi bara vel. Að maður fái ekki einhver fráhvarfseinkenni. En það verður að koma í ljós. Og náttúrlega óskar maður sér þess að manni endist aldur og heilsa til að njóta lífsins í einhver góð ár þegar atinu slotar,“ segir Steingrímur. Steingrímur við gamla bæinn á Gunnarsstöðum. Undir húsgaflinum situr eiginkonan, Bergný Marvinsdóttir, og prjónar.Einar Árnason Í þættinum er hann einnig spurður um hverju hann sjái mest eftir á ferlinum en einnig hverju hann sé stoltastur af. Svörin fást í þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir „Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. 12. júní 2021 22:17 „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. 7. júní 2021 22:54 Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
„Ég bara rýk hér upp á vélar um leið og ég kem, ef þannig stendur á. Það er alveg yndislegt. Og finna töðuilminn. Það er bara hluti af tilverunni,“ segir Steingrímur þegar hann stígur af traktornum. Í þættinum Um land allt á Stöð 2, þeim fyrsta í nýrri þáttaröð, hittum við Steingrím á hans heimaslóðum. Steingrímur á unglingsárum bregður á leik á við gamla bæinn. Hérna er hann að herma eftir afabróður sínum, Friðrik Jónssyni á Flautafelli.Úr einkasafni Hann rifjar upp æskuna á Gunnarsstöðum og sýnir okkur átthagana og forna heiðabyggð þar sem forfeður hans bjuggu. Einnig er stiklað á stóru í æviferli hans sem stjórnmálamanns. „Þá afsalar þú þér talsverðu af frelsi þínu. Þú stjórnar því ekkert algerlega sjálfur hvernig þú verð þínum tíma eða hvað þú gerir,“ segir Steingrímur í þættinum. Steingrímur sýnir hvar heiðarbýlið Hávarðsstaðir stóð. Þaðan komu forfeður hans.Einar Árnason „Núna endurheimti ég þetta frelsi og fagna því að geta dregið mig af sviðinu og baksviðs og geta notið meiri tíma með fjölskyldu minni hér á Gunnarsstöðum og annarsstaðar þar sem ég hef gaman að því að vera. Ég vona að það gangi bara vel. Að maður fái ekki einhver fráhvarfseinkenni. En það verður að koma í ljós. Og náttúrlega óskar maður sér þess að manni endist aldur og heilsa til að njóta lífsins í einhver góð ár þegar atinu slotar,“ segir Steingrímur. Steingrímur við gamla bæinn á Gunnarsstöðum. Undir húsgaflinum situr eiginkonan, Bergný Marvinsdóttir, og prjónar.Einar Árnason Í þættinum er hann einnig spurður um hverju hann sjái mest eftir á ferlinum en einnig hverju hann sé stoltastur af. Svörin fást í þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir „Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. 12. júní 2021 22:17 „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. 7. júní 2021 22:54 Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
„Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. 12. júní 2021 22:17
„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. 7. júní 2021 22:54
Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01