Róleg helgi hjá björgunarsveitunum sem fóru snemma í vetrargírinn Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 23:42 Ekki var sérstakur viðbúnaður hjá sveitunum vegna veðursins í dag. Vísir/Vilhelm Rólegt hefur verið hjá björgunarsveitunum í dag þrátt fyrir slæmt veður og viðvaranir í sumum landshlutum. Alls hefur verið farið í tvö útköll um helgina og þar af eitt um áttaleytið í kvöld. Í báðum tilvikum þurfti að aðstoða ökumenn bifreiða voru fastir. „Að öðru leyti hefur þetta bara sloppið frekar vel,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Óhætt sé að segja að síðasti sólarhringur hafi gengið betur en útlit var fyrir og þá einkum á Suðurlandi þar víða var mjög hvasst og sterkar vindhviður. „Við bara fögnum því að fólk hefur sennilega farið varlega,“ bætir Davíð við. Björgunarsveitirnar búi nú að því að hafa fengið tvær góðar haustlægðir snemma á árinu en ofsaveður og appelsínugular viðvaranir voru í gildi fyrir hluta landsins í lok september. Þar með sé tryggt að sveitirnar séu komnar í vetrargírinn. „Þá fóru björgunarsveitir mjög víða um land að undirbúa búnaðinn fyrir veturinn svo við erum bara klár ef eitthvað bregður út af.“ Viðvaranir áfram í gildi og fólk beðið um að fara varlega Gul veðurviðvörun er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum vegna hvassviðris og snjókomu. Viðvörunin gildir á Suðurlandi fram á miðnætti en til tvö og þrjú í nótt á höfuðborgarsvæðinu og Suðausturlandi. Áfram er varað við veðri á Vestfjörðum fram til hádegis á mánudag þar sem nú er norðaustan hríð og 18 til 25 metrar á sekúndu. Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Aðstoðað fimmtán ökumenn á sama blettinum Á annan tug bíla hafa farið út af veginum við Reynisfjall í dag en mjög hvasst hefur verið á svæðinu. Fylgdarakstur er nú yfir fjallið en veginum verður lokað klukkan 21 vegna vonskuveðurs og ofankomu. 17. október 2021 19:47 Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Að öðru leyti hefur þetta bara sloppið frekar vel,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Óhætt sé að segja að síðasti sólarhringur hafi gengið betur en útlit var fyrir og þá einkum á Suðurlandi þar víða var mjög hvasst og sterkar vindhviður. „Við bara fögnum því að fólk hefur sennilega farið varlega,“ bætir Davíð við. Björgunarsveitirnar búi nú að því að hafa fengið tvær góðar haustlægðir snemma á árinu en ofsaveður og appelsínugular viðvaranir voru í gildi fyrir hluta landsins í lok september. Þar með sé tryggt að sveitirnar séu komnar í vetrargírinn. „Þá fóru björgunarsveitir mjög víða um land að undirbúa búnaðinn fyrir veturinn svo við erum bara klár ef eitthvað bregður út af.“ Viðvaranir áfram í gildi og fólk beðið um að fara varlega Gul veðurviðvörun er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum vegna hvassviðris og snjókomu. Viðvörunin gildir á Suðurlandi fram á miðnætti en til tvö og þrjú í nótt á höfuðborgarsvæðinu og Suðausturlandi. Áfram er varað við veðri á Vestfjörðum fram til hádegis á mánudag þar sem nú er norðaustan hríð og 18 til 25 metrar á sekúndu.
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Aðstoðað fimmtán ökumenn á sama blettinum Á annan tug bíla hafa farið út af veginum við Reynisfjall í dag en mjög hvasst hefur verið á svæðinu. Fylgdarakstur er nú yfir fjallið en veginum verður lokað klukkan 21 vegna vonskuveðurs og ofankomu. 17. október 2021 19:47 Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Aðstoðað fimmtán ökumenn á sama blettinum Á annan tug bíla hafa farið út af veginum við Reynisfjall í dag en mjög hvasst hefur verið á svæðinu. Fylgdarakstur er nú yfir fjallið en veginum verður lokað klukkan 21 vegna vonskuveðurs og ofankomu. 17. október 2021 19:47
Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29
Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23