Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2021 11:28 Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook. Hann sér fyrir sér sýndarheim þar sem fólk hefur samskipti í gegnum fjölda mismunandi tækja á grundvelli sýndar- og gerviveruleikatækni. Vísir/EPA Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur talað um sýndarheiminn sem „fjölheim“ að það hugtak er fengið úr þrjátíu ára gamalli dystópískri skáldsögu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sýndarumhverfinu væri ætlað að herma eftir samskiptum í raunheimum. Notendur notuðu ýmis konar tæki til að lifa og hrærast í þeim heimi, þar á meðal sýndarveruleikagleraugu, tölvur, snjalltæki og leikjatölvur. Með sýndar- og gerviveruleikatækni vill Facebook að notendur upplifi meiri nærveru í fjarskiptum á tímum þar sem samskipti innan fyrirtækja og stofnana hafa að miklu leyti færst yfir á netið, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn umturnaði daglegu lífi fólks. „Fjölheimurinn hefur möguleika á að leysa úr læðingi ný skapandi, félagsleg og efnahagsleg tækifæri. Evrópubúar móta hann alveg frá upphafi,“ segir Facebook í bloggfærslu um verkefnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið segist ætla að vinna með öðrum fyrirtækum að þróun fjölheimsins og að enginn einn aðili muni stýra honum. Það lagði nýlega fimmtíu milljónir dollara, jafnvirði um 6,5 milljarða íslenskra króna, í frjáls félagasamtök sem eiga að taka þátt í að byggja fjölheiminn upp á „ábyrgan hátt“. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni undanfarin ár. Það hefur verið sakað um að grafa undan lýðræði og fjölmiðlum með því að skapa vettvang þar sem upplýsingafals og hatursorðræða fær að grassera án mikilla takmarkana. Þá lak uppljóstrari sem starfaði fyrir Facebook niðurstöðum innri rannsóknar sem sýndi að stjórnendur vissu að samfélagsmiðillinn Instagram hefði neikvæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Þeir aðhöfðust þó ekkert í því. Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur talað um sýndarheiminn sem „fjölheim“ að það hugtak er fengið úr þrjátíu ára gamalli dystópískri skáldsögu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sýndarumhverfinu væri ætlað að herma eftir samskiptum í raunheimum. Notendur notuðu ýmis konar tæki til að lifa og hrærast í þeim heimi, þar á meðal sýndarveruleikagleraugu, tölvur, snjalltæki og leikjatölvur. Með sýndar- og gerviveruleikatækni vill Facebook að notendur upplifi meiri nærveru í fjarskiptum á tímum þar sem samskipti innan fyrirtækja og stofnana hafa að miklu leyti færst yfir á netið, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn umturnaði daglegu lífi fólks. „Fjölheimurinn hefur möguleika á að leysa úr læðingi ný skapandi, félagsleg og efnahagsleg tækifæri. Evrópubúar móta hann alveg frá upphafi,“ segir Facebook í bloggfærslu um verkefnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið segist ætla að vinna með öðrum fyrirtækum að þróun fjölheimsins og að enginn einn aðili muni stýra honum. Það lagði nýlega fimmtíu milljónir dollara, jafnvirði um 6,5 milljarða íslenskra króna, í frjáls félagasamtök sem eiga að taka þátt í að byggja fjölheiminn upp á „ábyrgan hátt“. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni undanfarin ár. Það hefur verið sakað um að grafa undan lýðræði og fjölmiðlum með því að skapa vettvang þar sem upplýsingafals og hatursorðræða fær að grassera án mikilla takmarkana. Þá lak uppljóstrari sem starfaði fyrir Facebook niðurstöðum innri rannsóknar sem sýndi að stjórnendur vissu að samfélagsmiðillinn Instagram hefði neikvæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Þeir aðhöfðust þó ekkert í því.
Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira