Búin að vera að hamstra vörur síðan í sumar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 20:31 Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku. Vísir/Egill Kaupmaður í miðbænum segir vöruskort síðustu mánaða hafa verið gríðarlega áskorun. Hún hafi byrjað að hamstra vörur fyrr á árinu til að mæta eftirspurn í jólavertíðinni - og ráðleggur fólki að bíða ekki of lengi með jólainnkaupin. Það hefur komið sérfræðingum á óvart hversu þrálatur vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir af völdum kórónuveirufaraldursins hafa verið. Íslenskir neytendur hafa ekki farið varhluta af þessu - en staðan er misgóð eftir vöruflokkum. Ástandið hefur ekki og mun líklega ekki hafa áhrif á matvöruframboð en það hafa þó komið upp dæmi, gámaskortur í Kína olli því til dæmis á tímabili að það var vöntun á ákveðinni tegund af núðlusúpu. Fyrirtæki sem versla með innfluttar vörur frá Asíu hafa fundið hvað mest fyrir þessu; húsgagna- og fataverslanir til að mynda. En það eru ekki bara risar á borð við IKEA sem glíma við tómar hillur; Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku á Laugavegi fullyrðir að hreinlega allir í stéttinni finni fyrir vandanum. Stálskortur sé helsti steinn í hennar götu. „Við erum búin að vera að nota gott gengi síðasta árs til að byggja í haginn og höfum verið að hamstra í allt sumar og allt haust. Þegar eftirspurnin eykst svona mikið þá náttúrulega lætur eitthvað undan.“ Jólavertíðin í ár gæti því litast nokkuð af gámaskorti og brotalömum í flutningskeðjum úti í heimi - og gjafavöruúrval þannig kannski fábrotnara en oft áður. Ætti fólk að huga að jólagjafainnkaupum í fyrra fallinu? „Ég myndi alveg mæla með því og maður sér að fólk er alveg byrjað, það var einhver hérna í morgun sem kom og sagði: „Ég ætla að fá alla þessa ostaskera,“ og ég myndi alveg mæla með því að bíða ekki alveg fram á Þorláksmessu. En hjá okkur verður allavega eitthvað til, ég er búin að hamstra og hamstra og hamstra.“ Verslun Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11 Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Það hefur komið sérfræðingum á óvart hversu þrálatur vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir af völdum kórónuveirufaraldursins hafa verið. Íslenskir neytendur hafa ekki farið varhluta af þessu - en staðan er misgóð eftir vöruflokkum. Ástandið hefur ekki og mun líklega ekki hafa áhrif á matvöruframboð en það hafa þó komið upp dæmi, gámaskortur í Kína olli því til dæmis á tímabili að það var vöntun á ákveðinni tegund af núðlusúpu. Fyrirtæki sem versla með innfluttar vörur frá Asíu hafa fundið hvað mest fyrir þessu; húsgagna- og fataverslanir til að mynda. En það eru ekki bara risar á borð við IKEA sem glíma við tómar hillur; Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku á Laugavegi fullyrðir að hreinlega allir í stéttinni finni fyrir vandanum. Stálskortur sé helsti steinn í hennar götu. „Við erum búin að vera að nota gott gengi síðasta árs til að byggja í haginn og höfum verið að hamstra í allt sumar og allt haust. Þegar eftirspurnin eykst svona mikið þá náttúrulega lætur eitthvað undan.“ Jólavertíðin í ár gæti því litast nokkuð af gámaskorti og brotalömum í flutningskeðjum úti í heimi - og gjafavöruúrval þannig kannski fábrotnara en oft áður. Ætti fólk að huga að jólagjafainnkaupum í fyrra fallinu? „Ég myndi alveg mæla með því og maður sér að fólk er alveg byrjað, það var einhver hérna í morgun sem kom og sagði: „Ég ætla að fá alla þessa ostaskera,“ og ég myndi alveg mæla með því að bíða ekki alveg fram á Þorláksmessu. En hjá okkur verður allavega eitthvað til, ég er búin að hamstra og hamstra og hamstra.“
Verslun Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11 Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11
Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00