Búin að vera að hamstra vörur síðan í sumar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 20:31 Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku. Vísir/Egill Kaupmaður í miðbænum segir vöruskort síðustu mánaða hafa verið gríðarlega áskorun. Hún hafi byrjað að hamstra vörur fyrr á árinu til að mæta eftirspurn í jólavertíðinni - og ráðleggur fólki að bíða ekki of lengi með jólainnkaupin. Það hefur komið sérfræðingum á óvart hversu þrálatur vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir af völdum kórónuveirufaraldursins hafa verið. Íslenskir neytendur hafa ekki farið varhluta af þessu - en staðan er misgóð eftir vöruflokkum. Ástandið hefur ekki og mun líklega ekki hafa áhrif á matvöruframboð en það hafa þó komið upp dæmi, gámaskortur í Kína olli því til dæmis á tímabili að það var vöntun á ákveðinni tegund af núðlusúpu. Fyrirtæki sem versla með innfluttar vörur frá Asíu hafa fundið hvað mest fyrir þessu; húsgagna- og fataverslanir til að mynda. En það eru ekki bara risar á borð við IKEA sem glíma við tómar hillur; Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku á Laugavegi fullyrðir að hreinlega allir í stéttinni finni fyrir vandanum. Stálskortur sé helsti steinn í hennar götu. „Við erum búin að vera að nota gott gengi síðasta árs til að byggja í haginn og höfum verið að hamstra í allt sumar og allt haust. Þegar eftirspurnin eykst svona mikið þá náttúrulega lætur eitthvað undan.“ Jólavertíðin í ár gæti því litast nokkuð af gámaskorti og brotalömum í flutningskeðjum úti í heimi - og gjafavöruúrval þannig kannski fábrotnara en oft áður. Ætti fólk að huga að jólagjafainnkaupum í fyrra fallinu? „Ég myndi alveg mæla með því og maður sér að fólk er alveg byrjað, það var einhver hérna í morgun sem kom og sagði: „Ég ætla að fá alla þessa ostaskera,“ og ég myndi alveg mæla með því að bíða ekki alveg fram á Þorláksmessu. En hjá okkur verður allavega eitthvað til, ég er búin að hamstra og hamstra og hamstra.“ Verslun Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11 Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00 Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Það hefur komið sérfræðingum á óvart hversu þrálatur vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir af völdum kórónuveirufaraldursins hafa verið. Íslenskir neytendur hafa ekki farið varhluta af þessu - en staðan er misgóð eftir vöruflokkum. Ástandið hefur ekki og mun líklega ekki hafa áhrif á matvöruframboð en það hafa þó komið upp dæmi, gámaskortur í Kína olli því til dæmis á tímabili að það var vöntun á ákveðinni tegund af núðlusúpu. Fyrirtæki sem versla með innfluttar vörur frá Asíu hafa fundið hvað mest fyrir þessu; húsgagna- og fataverslanir til að mynda. En það eru ekki bara risar á borð við IKEA sem glíma við tómar hillur; Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku á Laugavegi fullyrðir að hreinlega allir í stéttinni finni fyrir vandanum. Stálskortur sé helsti steinn í hennar götu. „Við erum búin að vera að nota gott gengi síðasta árs til að byggja í haginn og höfum verið að hamstra í allt sumar og allt haust. Þegar eftirspurnin eykst svona mikið þá náttúrulega lætur eitthvað undan.“ Jólavertíðin í ár gæti því litast nokkuð af gámaskorti og brotalömum í flutningskeðjum úti í heimi - og gjafavöruúrval þannig kannski fábrotnara en oft áður. Ætti fólk að huga að jólagjafainnkaupum í fyrra fallinu? „Ég myndi alveg mæla með því og maður sér að fólk er alveg byrjað, það var einhver hérna í morgun sem kom og sagði: „Ég ætla að fá alla þessa ostaskera,“ og ég myndi alveg mæla með því að bíða ekki alveg fram á Þorláksmessu. En hjá okkur verður allavega eitthvað til, ég er búin að hamstra og hamstra og hamstra.“
Verslun Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11 Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00 Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11
Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00