Lífið

Hét áður Kanye West en nú ein­fald­lega Ye

Árni Sæberg skrifar
Ye hefur formlega lagt sínu gamla nafni.
Ye hefur formlega lagt sínu gamla nafni. Getty Images /Vanity Fair

Bandaríski rapparinn og tónskáldið Ye hét áður Kanye West en hefur nú hlotið blessun dómara í Los Angeles til þess breyta fullu nafni sínu í Ye.

Hann hafði gengið undir viðurnefninu Ye til fjölda ára en nú er það orðið lögformlegt nafn hans.

Í nafnabreytingarumsókn, sem tekin var til skoðunar hjá yfirvöldum í Los Angeles í Kaliforníu, vísar Ye til persónulegra ástæðna um hvers vegna hann vildi fá nafninu breytt.

„Mér skilst að „ye“ sé mest notaða orð Biblíunnar, og þar þýðir það „þú,“ sagði West árið 2018, þegar viðurnefnið var honum greinilega afar hugleikið, og vísaði þar væntanlega til enskrar þýðingar á bókinni góðu.

„Þannig að ég er þú, ég er við, það er við. Ég fór úr Kanye, sem þýðir sá eini, yfir í Ye – endurspeglun af því góða í okkur, því vonda í okkur, því ringlaða, öllu.“

Í frétt Deadline um málið segir að eiginkona Yes beri enn fyrrum ættarnafn hans. Hún heiti enn Kim Kardashian West þrátt fyrir þráláta orðróma um að þau séu að ganga í gegnum skilnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×