Tókst ekki að fá Diego Simeone til að svara gagnrýni Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 12:30 Knattspyrnustjórarnir Diego Simeone og Jürgen Klopp heilsast fyrir síðast leik milli sinna leikja. Getty/Nick Potts Atletico Madrid tekur á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld og blaðamann voru að reyna að veiða þjálfara spænska félagsins til skjóta til baka á þjálfara enska liðsins. Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var hins vegar í engu stuði til að hefja eitthvað orðastríð við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Atletico Madrid liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni vorið 2020 eftir 1-0 sigur í heimaleiknum og svo 3-2 sigur á Anfield í seinni leiknum þremur vikum síðar. Eftir þann leik þá gagnrýndi pirraður Klopp leikstíl Atletico liðsins. Jurgen Klopp explains his 'angry' criticism of Atletico Madrid and makes Diego Simeone claim #lfc https://t.co/8PWUk7jvfl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 18, 2021 „Ég er algjörlega ánægður með frammistöðuna. Það er svo erfitt að spila á móti svona liði. Ég skil ekki að lið með þessi gæði spili svona fótbolta. Ég skil það ekki en sigurvegarinn hefur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Jürgen Klopp í mars 2020 og hann hélt áfram: „Þegar ég sé leikmenn eins og (Marcos) Llorente, Koke og Saul. Þeir gætu verið að spila almennilegan fótbolta en þeir sitja djúpt á sínum vallarhelmingi og bíða eftir skyndisóknum. Þeir unnu okkur samt, við sættum okkur við það og óskum þeim til hamingju,“ sagði Klopp. Diego Simeone was asked about Jurgen Klopp's criticism of how his teams play football...He literally had nothing to say pic.twitter.com/v3OAvtXy8J— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 18, 2021 Argentínski þjálfarinn var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld og það stóð á svari. Simone brosti þegar hann var spurður um hvað hann vildi segja við Klopp og svaraði: „Ekkert,“ sagði Simone sem var líka duglegur að hrósa liði Liverpool. „Chelsea, City og Liverpool eru öll á frábærum stað. Það er gaman að sjá öll þessi þrjú lið spila,“ sagði Simone. „Liverpool liðið vinnur vel saman, pressar hátt upp á vellinum og nýtir sér svæðin vel á vellinum,“ sagði Simone. „Endurkoma (Virgil) van Dijk gerir þeim kleift að spila aftur sinn flotta varnarleik. Ég býst ekki við neinu öðru en mjög áköfu Liverpool liðið en við mun reyna að særa þá,“ sagði Simone. „Þegar þú mætir Liverpool þá er ljóst að þú mátt ekki vera of ákafur og verður svo að leita að tækifærum í leiknum,“ sagði Simone. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var hins vegar í engu stuði til að hefja eitthvað orðastríð við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Atletico Madrid liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni vorið 2020 eftir 1-0 sigur í heimaleiknum og svo 3-2 sigur á Anfield í seinni leiknum þremur vikum síðar. Eftir þann leik þá gagnrýndi pirraður Klopp leikstíl Atletico liðsins. Jurgen Klopp explains his 'angry' criticism of Atletico Madrid and makes Diego Simeone claim #lfc https://t.co/8PWUk7jvfl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 18, 2021 „Ég er algjörlega ánægður með frammistöðuna. Það er svo erfitt að spila á móti svona liði. Ég skil ekki að lið með þessi gæði spili svona fótbolta. Ég skil það ekki en sigurvegarinn hefur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Jürgen Klopp í mars 2020 og hann hélt áfram: „Þegar ég sé leikmenn eins og (Marcos) Llorente, Koke og Saul. Þeir gætu verið að spila almennilegan fótbolta en þeir sitja djúpt á sínum vallarhelmingi og bíða eftir skyndisóknum. Þeir unnu okkur samt, við sættum okkur við það og óskum þeim til hamingju,“ sagði Klopp. Diego Simeone was asked about Jurgen Klopp's criticism of how his teams play football...He literally had nothing to say pic.twitter.com/v3OAvtXy8J— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 18, 2021 Argentínski þjálfarinn var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld og það stóð á svari. Simone brosti þegar hann var spurður um hvað hann vildi segja við Klopp og svaraði: „Ekkert,“ sagði Simone sem var líka duglegur að hrósa liði Liverpool. „Chelsea, City og Liverpool eru öll á frábærum stað. Það er gaman að sjá öll þessi þrjú lið spila,“ sagði Simone. „Liverpool liðið vinnur vel saman, pressar hátt upp á vellinum og nýtir sér svæðin vel á vellinum,“ sagði Simone. „Endurkoma (Virgil) van Dijk gerir þeim kleift að spila aftur sinn flotta varnarleik. Ég býst ekki við neinu öðru en mjög áköfu Liverpool liðið en við mun reyna að særa þá,“ sagði Simone. „Þegar þú mætir Liverpool þá er ljóst að þú mátt ekki vera of ákafur og verður svo að leita að tækifærum í leiknum,“ sagði Simone.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira