Ástardrama skekur sænska skíðaskotfimiliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2021 11:01 Jesper Nelin og Hanna Öberg kyssast á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang 2018. Þau eru ekki lengur par en leituðu ekki langt yfir skammt að nýjum mökum. getty/Nils Petter Nilsson Ástardramatík hefur raskað jafnvæginu innan sænska landsliðsins í skíðaskotfimi. Hanna Öberg og Jesper Nelin voru eitt af þekktustu pörum vetraríþróttanna. Öberg vann meðal annars til gullverðlauna í einstaklingskeppni skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang fyrir þremur árum. Á sömu leikum var Nelin hluti af sænska liðinu sem vann gull í boðhlaupskeppninni. Leiðir skildu hjá Öberg og Nelin síðasta sumar. Dramatíkin var þá bara rétt að byrja. Öberg byrjaði nefnilega með Martin Ponsiluoma, félaga Nelins í sænska landsliðinu. „Við vorum mjög þétt og samheldið lið. En það er ekki þannig lengur,“ sagði Nelin við Aftonbladet. Ponsiluoma hætti með kærustu sinni, Fanny Johansson, eftir HM í Pokljuka í Slóveníu fyrr á þessu ári og tók saman við Öberg. Skömmu síðar fóru sænsku skíðaskotfimiskapparnir á mót í Tékklandi. Martin Ponsiluoma mundar byssuna á HM í Pokljuka í Slóveníu.getty/Sven Hoppe „Þar var glundroði. Mér leið ekki vel. Það er ekki algengt að vinur þinn byrji með fyrrverandi kærustu þinni. En eftir á að hyggja skil ég það,“ sagði Nelin. „Þetta hefur verið sérstakt en svona er þetta núna. Ég held að öllum finnist þetta ganga ágætlega en ég veit ekki hvort við Martin getum aftur orðið vinir.“ Dramatíkinni var langt því frá lokið því Nelin og Johannsson heilluðust af hvort öðru og eru nú par. Öberg telur að þessi ástarþríhyrningur hafi ekki skapað sundrungu innan sænska skíðaskotfimisliðsins. „Lífið heldur áfram og samband okkar Jespers er gott eins og sakir standa. Mér finnst þetta ganga vel og við erum öll fagfólk þegar við erum saman í landsliðinu,“ sagði Öberg. Skíðaíþróttir Svíþjóð Ástin og lífið Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Sjá meira
Hanna Öberg og Jesper Nelin voru eitt af þekktustu pörum vetraríþróttanna. Öberg vann meðal annars til gullverðlauna í einstaklingskeppni skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang fyrir þremur árum. Á sömu leikum var Nelin hluti af sænska liðinu sem vann gull í boðhlaupskeppninni. Leiðir skildu hjá Öberg og Nelin síðasta sumar. Dramatíkin var þá bara rétt að byrja. Öberg byrjaði nefnilega með Martin Ponsiluoma, félaga Nelins í sænska landsliðinu. „Við vorum mjög þétt og samheldið lið. En það er ekki þannig lengur,“ sagði Nelin við Aftonbladet. Ponsiluoma hætti með kærustu sinni, Fanny Johansson, eftir HM í Pokljuka í Slóveníu fyrr á þessu ári og tók saman við Öberg. Skömmu síðar fóru sænsku skíðaskotfimiskapparnir á mót í Tékklandi. Martin Ponsiluoma mundar byssuna á HM í Pokljuka í Slóveníu.getty/Sven Hoppe „Þar var glundroði. Mér leið ekki vel. Það er ekki algengt að vinur þinn byrji með fyrrverandi kærustu þinni. En eftir á að hyggja skil ég það,“ sagði Nelin. „Þetta hefur verið sérstakt en svona er þetta núna. Ég held að öllum finnist þetta ganga ágætlega en ég veit ekki hvort við Martin getum aftur orðið vinir.“ Dramatíkinni var langt því frá lokið því Nelin og Johannsson heilluðust af hvort öðru og eru nú par. Öberg telur að þessi ástarþríhyrningur hafi ekki skapað sundrungu innan sænska skíðaskotfimisliðsins. „Lífið heldur áfram og samband okkar Jespers er gott eins og sakir standa. Mér finnst þetta ganga vel og við erum öll fagfólk þegar við erum saman í landsliðinu,“ sagði Öberg.
Skíðaíþróttir Svíþjóð Ástin og lífið Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Sjá meira