Ástin blómstrar eftir Fyrsta blikið: „Eins og að vinna í lottóinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2021 10:30 Helga Guðmundsóttir og Garðar Ólafsson eru par eftir þátttöku þeirra í Fyrsta blikinu. Er hægt að finna ástina fyrir framan alþjóð? Það má með sanni segja það en þau Helga Guðmundsdóttir og Garðar Ólafsson kynntust í þættinum Fyrsta blikið á Stöð 2 þar sem þau fóru á stefnumót fyrir framan myndavélar. Áhorfendur fylgdust með neistum kvikna og þeir héldu sannarlega áfram að blossa þar sem Helga og Garðar eru í dag par. „Við hittumst á þessi deiti og það var mjög skemmtileg og hann fór svo til Köben morguninn eftir mjög snemma. Við vorum svo að texta í einhverja daga og ákváðum svo að hittast á tónleikum sem við gátum ekki farið á því hann var í sóttkví þegar hann kom heim en svo hittumst við í hjólatúr. Hann endaði síðan á því nokkrum vikum seinna að bjóða mér í mat,“ segir Helga í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parið byrjaði á því að fara í hjólatúr saman. „Við vönduðum okkur svolítið og vorum ekkert að fara hratt í hlutina,“ segir Garðar og bætir við: „Ég held að ég hafi verið búinn að fá mér eitt rauðvínsglas og skráð mig þá í þáttinn. Þetta var bara skyndiákvörðun og ég hugsaði síðan að maður gæti alltaf hætt við. Svo var ég valinn og það var tekið viðtal og ég varð forvitinn og ákvað að slá til.“ Alltaf að svæpa til vinstri „Þetta var töluvert meira skemmtilegt heldur en að fara á Tinder og ég var búinn að henda því út. Þetta var bara nýtt teik og skemmtilegt. Ég hafði svæpað svolítið oft til vinstri,“ segir Helga. En var þetta ást við fyrstu sýn? „Nei, kannski ekki ást við fyrstu sýn en áhugasöm við fyrstu sýn,“ segir Helga. „Mér fannst hún áhugaverð og vissi að ég myndi vilja hitta hana aftur eftir nokkrar mínútur. Svo um leið og við fórum að hittast þá gerðist þetta,“ segir Garðar. Ástin blómstrar svo sannarlega hjá Helgu og Garðari. Helga segist hafa séð strax að það væri mikið varið í þennan mann og vildi hún kynnast honum betur. „Ég bjóst aldrei við því að hitta mann í þessum þáttum og það var dóttir mín sem sagði mér að skrá mig til leiks,“ segir Helga. Héldu partí þegar þátturinn fór í loftið „Þetta er bara eins og að vinna í lottóinu og jafnvel betra,“ segir Garðar. Helga og Garðar fylgdust sannarlega með þættinum þegar hann fór í loftið og héldu áhorfsteiti til að fagna með vinum og fjölskyldu. „Það var bara æðisleg stemning. Allar mínar bestu vinkonur, dóttir mín, vinir hans og sonur Garðars, vinir hans og bróðir voru öll mætt. Fjölskyldum okkar líst rosalega vel á þetta og mamma er alltaf að segja við mig að ég megi ekki klúðra þessu,“ segir Helga. Parið fór saman í frí til Spánar á dögunum. Ekki var hægt að sýna opinberlega frá fríi þeirra á Spáni. „Við gátum ekki sett inn myndir af okkur saman út af þáttunum og fólk hélt bara að ég væri bara berrössuð á ströndinni alein,“ segir Helga. „Maður gat ekki verið að sýna frá því að við værum saman þarna úti og maður var bara úti einn í fríi. Það er gott að þetta sé búið og maður getur komið út úr skápnum með þetta allt saman,“ segir Garðar. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Ísland í dag Fyrsta blikið Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Áhorfendur fylgdust með neistum kvikna og þeir héldu sannarlega áfram að blossa þar sem Helga og Garðar eru í dag par. „Við hittumst á þessi deiti og það var mjög skemmtileg og hann fór svo til Köben morguninn eftir mjög snemma. Við vorum svo að texta í einhverja daga og ákváðum svo að hittast á tónleikum sem við gátum ekki farið á því hann var í sóttkví þegar hann kom heim en svo hittumst við í hjólatúr. Hann endaði síðan á því nokkrum vikum seinna að bjóða mér í mat,“ segir Helga í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parið byrjaði á því að fara í hjólatúr saman. „Við vönduðum okkur svolítið og vorum ekkert að fara hratt í hlutina,“ segir Garðar og bætir við: „Ég held að ég hafi verið búinn að fá mér eitt rauðvínsglas og skráð mig þá í þáttinn. Þetta var bara skyndiákvörðun og ég hugsaði síðan að maður gæti alltaf hætt við. Svo var ég valinn og það var tekið viðtal og ég varð forvitinn og ákvað að slá til.“ Alltaf að svæpa til vinstri „Þetta var töluvert meira skemmtilegt heldur en að fara á Tinder og ég var búinn að henda því út. Þetta var bara nýtt teik og skemmtilegt. Ég hafði svæpað svolítið oft til vinstri,“ segir Helga. En var þetta ást við fyrstu sýn? „Nei, kannski ekki ást við fyrstu sýn en áhugasöm við fyrstu sýn,“ segir Helga. „Mér fannst hún áhugaverð og vissi að ég myndi vilja hitta hana aftur eftir nokkrar mínútur. Svo um leið og við fórum að hittast þá gerðist þetta,“ segir Garðar. Ástin blómstrar svo sannarlega hjá Helgu og Garðari. Helga segist hafa séð strax að það væri mikið varið í þennan mann og vildi hún kynnast honum betur. „Ég bjóst aldrei við því að hitta mann í þessum þáttum og það var dóttir mín sem sagði mér að skrá mig til leiks,“ segir Helga. Héldu partí þegar þátturinn fór í loftið „Þetta er bara eins og að vinna í lottóinu og jafnvel betra,“ segir Garðar. Helga og Garðar fylgdust sannarlega með þættinum þegar hann fór í loftið og héldu áhorfsteiti til að fagna með vinum og fjölskyldu. „Það var bara æðisleg stemning. Allar mínar bestu vinkonur, dóttir mín, vinir hans og sonur Garðars, vinir hans og bróðir voru öll mætt. Fjölskyldum okkar líst rosalega vel á þetta og mamma er alltaf að segja við mig að ég megi ekki klúðra þessu,“ segir Helga. Parið fór saman í frí til Spánar á dögunum. Ekki var hægt að sýna opinberlega frá fríi þeirra á Spáni. „Við gátum ekki sett inn myndir af okkur saman út af þáttunum og fólk hélt bara að ég væri bara berrössuð á ströndinni alein,“ segir Helga. „Maður gat ekki verið að sýna frá því að við værum saman þarna úti og maður var bara úti einn í fríi. Það er gott að þetta sé búið og maður getur komið út úr skápnum með þetta allt saman,“ segir Garðar. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Ísland í dag Fyrsta blikið Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira