Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni covid.is
562 eru nú í einangrun, samanborið við 520 í gær. 1.564 eru í sóttkví, en voru 1.475 í gær.
Af þeim sem greindust smitaðir í gær voru 44 bólusettir en 36 óbólusettir. Þá var 41 í sóttkví við greiningu eða 51 prósent. 39 manns voru utan sóttkvíar eða 49 prósent þeirra sem greindust.

Alls eru sjö manns á sjúkrahúsi, en enginn á gjörgæslu.
Alls hafa 12.703 manns nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru 33 látin.