Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum heyrum við af ákvörðun heilbrigðisráðherra um afléttingar innanlands en Tvö þúsund mega koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími skemmtistaða lengist um klukkustund frá og með miðnætti í kvöld. Þá er stefnt að fullri afléttingu eftir fjórar vikur.

Við heyrum einnig í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni um þessa ákvörðun ráðherra og spyrjum hann út í tölur gærdagsins en í gær greindust áttatíu með kórónuveiruna innanlands sem er mesti fjöldi frá ágústlokum. 

Að auki verður rætt við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands sem var viðstaddur Sjávarútvegsdaginn sem fram fer í dag. Þá verður einnig rætt við formann undirbúningskjörbréfanefndar en nefndin er í dag í vettvangsferð í Borgarnesi þar sem hin umdeilda talning í Norðvesturkjördæmi fór fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×