Stefnt að því að útrýma fæðingarfistli í Síerra Leóne á næstu árum Heimsljós 19. október 2021 13:43 Miðstöð Haikal í bænum Bo. Ísland undirbýr nú að auka samstarf við UNFPA með það að markmiði að útrýma fæðingarfistli í Síerra Leóne. Á síðasta ári fóru 129 konur og stúlkur í skurðaðgerð og eftirmeðferð vegna fæðingarfistils í Síerra Leóne fyrir tilstilli stuðnings Íslands við verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) gegn fistli. Hann er nánast óþekktur í samfélögum á Vesturlöndum en víða í fátækum ríkjum er hann yfirleitt ekki meðhöndlaður og jafnvel óþekkt að lækning sé til. Ísland undirbýr nú að auka samstarf við UNFPA með það að markmiði að útrýma fæðingarfistli í landinu á næstu árum. „Meginmarkmið verkefnisins er að stuðla að auknum lífsgæðum stúlkna og kvenna með aðgerðum sem draga úr hættu á og lækna fistil,“ segir Ásdís Bjarnadóttir sérfræðingur á alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Fistlinum hefur verið lýst sem örkumli kvenna, einkum ungra kvenna og stúlkna, sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn, en þær rifna illa með þeim afleiðingum að fistill myndast, til dæmis milli ristils og legganga, og þær geta þá ekki lengur haft stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt sem leiðir til þess að þær upplifa mikla skömm og víða er þeim útskúfað félagslega.“ Meðal samstarfsaðila er kvennamiðstöðin Aberdeen Women‘s Centre í Freetown þar sem boðið er upp á ókeypis skurðaðgerðir vegna fæðingafistils og endurhæfingu. Þar fengu fyrrnefndar 129 konur og stúlkur meðferð á síðasta ári. Barnahjónabönd eru algeng í Síerra Leóne og ótímabærar barneignir bein afleiðing þeirra. Það hefur í för með sér aukna hættu á fæðingarfistli en rúmlega 20 prósent kvenna sem fæða barn árlega í landinu eru yngri en 19 ára. Nákvæmar tölur um tíðni fæðingarfistils í Síerra Leóne eru ekki til en talið er að um 2.400 konur og stúlkur þjáist af fæðingarfistli þar. Nánar í pistli í Heimsljósi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Síerra Leóne Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent
Á síðasta ári fóru 129 konur og stúlkur í skurðaðgerð og eftirmeðferð vegna fæðingarfistils í Síerra Leóne fyrir tilstilli stuðnings Íslands við verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) gegn fistli. Hann er nánast óþekktur í samfélögum á Vesturlöndum en víða í fátækum ríkjum er hann yfirleitt ekki meðhöndlaður og jafnvel óþekkt að lækning sé til. Ísland undirbýr nú að auka samstarf við UNFPA með það að markmiði að útrýma fæðingarfistli í landinu á næstu árum. „Meginmarkmið verkefnisins er að stuðla að auknum lífsgæðum stúlkna og kvenna með aðgerðum sem draga úr hættu á og lækna fistil,“ segir Ásdís Bjarnadóttir sérfræðingur á alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Fistlinum hefur verið lýst sem örkumli kvenna, einkum ungra kvenna og stúlkna, sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn, en þær rifna illa með þeim afleiðingum að fistill myndast, til dæmis milli ristils og legganga, og þær geta þá ekki lengur haft stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt sem leiðir til þess að þær upplifa mikla skömm og víða er þeim útskúfað félagslega.“ Meðal samstarfsaðila er kvennamiðstöðin Aberdeen Women‘s Centre í Freetown þar sem boðið er upp á ókeypis skurðaðgerðir vegna fæðingafistils og endurhæfingu. Þar fengu fyrrnefndar 129 konur og stúlkur meðferð á síðasta ári. Barnahjónabönd eru algeng í Síerra Leóne og ótímabærar barneignir bein afleiðing þeirra. Það hefur í för með sér aukna hættu á fæðingarfistli en rúmlega 20 prósent kvenna sem fæða barn árlega í landinu eru yngri en 19 ára. Nákvæmar tölur um tíðni fæðingarfistils í Síerra Leóne eru ekki til en talið er að um 2.400 konur og stúlkur þjáist af fæðingarfistli þar. Nánar í pistli í Heimsljósi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Síerra Leóne Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent