Trump sparkar í látinn mann Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 14:02 Donald Trump (t.v.) nýtti andlát Colins Powell (t.h.) til að skjóta á hann, fjölmiðla og hófsama repúiblikana. EPA/samsett Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. Powell lést vegna fylgikvilla Covid-19 í gær, 84 ára að aldri. Hann var fyrsti blökkumaðurinn til að gegna embætti formanns hershöfðingjaráðs Bandaríkjanna og utanríkisráðherra. Powell var repúblikani og var utanríkisráðherra í fyrri ríkisstjórn George W. Bush frá 2001 til 2005. Þrátt fyrir aðkomu Powell að því að réttlæta seinna Íraksstríðið á fölskum forsendum árið 2003, sem hann kallaði sjálfur blett á ferli sínum, hafa jafningjar hans ausið yfir hann lofi eftir að fregnir af andláti hans spurðust. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lýsti honum sem fyrirmyndar föðurlandsvin í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Bush sagðist harmi sleginn yfir fráfalli Powell sem hann sagði hafa notið virðingar bæði heima fyrir og erlendis. Trump ákvað aftur á móti að nýta tækifærið til að sparka í Powell látinn og fá útrás fyrir beiskju yfir hvernig fjallað hefur verið um hann sjálfan í yfirlýsingu sem hann lét senda út í sínu nafni í dag. „Það er dásamlegt að sjá Colin Powell, sem gerði stór mistök með Írak og, eins og frægt er orðið, með svokölluð gereyðingarvopn, fá svona fallega meðferð hjá Falsfréttunum að sér látnum. Vona að það komi fyrir mig einhvern daginn,“ sagði í yfirlýsingu Trump. Given the chance to be gracious about someone s death, or say nothing at all, Trump takes a decidedly different route pic.twitter.com/HMgFAiiRcK— Maggie Haberman (@maggieNYT) October 19, 2021 Þó að Powell hafi verið repúblikani varð hann afhuga flokknum eftir að hann tók upp harðari og öfgakenndari stefnu á þessari öld. Þannig lýsti Powell yfir stuðningi við demókratann Obama í forsetakosningnum árið 2016 og við Hillary Clinton árið 2016. Það virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Trump. „Hann var klassískur RINO [Repúblikani aðeins að nafninu til], ef hann var það einu sinni, alltaf fyrstur til að ráðast á aðra repúblikana. Hann gerði fjölda mistaka en hvað um það, hvíli hann í friði!“ Donald Trump Bandaríkin Írak Tengdar fréttir Colin Powell látinn vegna Covid-19 Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. 18. október 2021 12:17 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Powell lést vegna fylgikvilla Covid-19 í gær, 84 ára að aldri. Hann var fyrsti blökkumaðurinn til að gegna embætti formanns hershöfðingjaráðs Bandaríkjanna og utanríkisráðherra. Powell var repúblikani og var utanríkisráðherra í fyrri ríkisstjórn George W. Bush frá 2001 til 2005. Þrátt fyrir aðkomu Powell að því að réttlæta seinna Íraksstríðið á fölskum forsendum árið 2003, sem hann kallaði sjálfur blett á ferli sínum, hafa jafningjar hans ausið yfir hann lofi eftir að fregnir af andláti hans spurðust. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lýsti honum sem fyrirmyndar föðurlandsvin í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Bush sagðist harmi sleginn yfir fráfalli Powell sem hann sagði hafa notið virðingar bæði heima fyrir og erlendis. Trump ákvað aftur á móti að nýta tækifærið til að sparka í Powell látinn og fá útrás fyrir beiskju yfir hvernig fjallað hefur verið um hann sjálfan í yfirlýsingu sem hann lét senda út í sínu nafni í dag. „Það er dásamlegt að sjá Colin Powell, sem gerði stór mistök með Írak og, eins og frægt er orðið, með svokölluð gereyðingarvopn, fá svona fallega meðferð hjá Falsfréttunum að sér látnum. Vona að það komi fyrir mig einhvern daginn,“ sagði í yfirlýsingu Trump. Given the chance to be gracious about someone s death, or say nothing at all, Trump takes a decidedly different route pic.twitter.com/HMgFAiiRcK— Maggie Haberman (@maggieNYT) October 19, 2021 Þó að Powell hafi verið repúblikani varð hann afhuga flokknum eftir að hann tók upp harðari og öfgakenndari stefnu á þessari öld. Þannig lýsti Powell yfir stuðningi við demókratann Obama í forsetakosningnum árið 2016 og við Hillary Clinton árið 2016. Það virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Trump. „Hann var klassískur RINO [Repúblikani aðeins að nafninu til], ef hann var það einu sinni, alltaf fyrstur til að ráðast á aðra repúblikana. Hann gerði fjölda mistaka en hvað um það, hvíli hann í friði!“
Donald Trump Bandaríkin Írak Tengdar fréttir Colin Powell látinn vegna Covid-19 Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. 18. október 2021 12:17 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Colin Powell látinn vegna Covid-19 Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. 18. október 2021 12:17