Framkvæmdum við nýja leikskólann með lerkiklæðningu og torf á þaki ljúki næsta haust Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2021 14:37 Húsin tvö sem fyrir eru verða nýtt eins og kostur er. Þá verður byggð ný tengibygging á milli þeirra. Leikskólinn verður hluti af Brákarborg og er gert ráð fyrir 120 nýjum leikskólaplássum. Reykjavíkurborg Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Kleppsveg 150-152, sem áður hýsti meðal annars arkitektastofu og kynlífstækjabúðina Adam & Evu, eru hafnar og er gert ráð fyrir að framkvæmdum við leikskólann ljúki fyrir næsta haust. Á vef Reykjavíkurborgar segir að ásýnd svæðisins muni gjörbreytast en til stendur að opna sex deilda leikskóla, með 120 leikskólaplássum, sem uppfylli allar nútímakröfur og verði prýði í hverfinu. Áður hafði verið greint frá því að leikskólinn yrði hluti af Brákarborg. Í minnisblaði umhverfis- og skipulagssviðs sem lagt var fyrir borgarráð í sumar kom fram að kaupverðið væri 625 milljónir króna og kostnaður við hönnun, eftirlit og breytingar á kjallara og lóð talinn vera um 600 milljónir. Eldri húsin nýtt eins og kostur er Húsin tvö sem fyrir eru verða nýtt „eins og kostur er“ og veðrur byggð ný tengibygging á milli þeirra. Fyrsti áfangi verður kláraður fyrir sumarið 2022, annar áfangi um sumarið og lokaáfanginn verður tilbúinn fyrir haustið. Reykjavíkurborg „Mannvirkin sem fyrir voru eru nýtt eins og hægt er og heldur andi húsanna sér að einhverju leyti. Heildstætt og náttúrulegt útlit einkennir byggingarnar. Klæðning úr lerki kemur utan á húsið sem virkar jafnframt eins og sólskermur til að minnka sólarálag á húsið. Torf verður á þakinu. Geymsluskúr á lóð verður klæddur með sama hætti. Hiti verður í gólfum. Innandyra eru lykilorðin ljósir litir og náttúruleg efni. Mikið verður um jarðtóna og náttúrulegan við, vel er hugað að hljóðvist en hljóðísog verður byggt inn í innréttingar. Lögð er áhersla á mjúka og stillanlega birtu. Reykjavíkurborg Hvað lóðina varðar er verið að gera eina heildstæða lóð úr því sem áður voru þrjár lóðir. Útgangspunkturinn er að reyna eftir fremsta megni að varðveita og halda í þau tré sem fyrir eru á svæðinu. Lóðin verður að sjálfsögðu afgirt eins og venja er með leikskólalóðir en eins og áður segir opin öllum utan starfstíma leikskólans. Nyrsti hlutinn er ekki síst hugsaður með hverfisgarðinn í huga en þar verður hóll, gróður og rólegt umhverfi með setbekkjum á meðan áherslan næst húsinu er á leiktæki,“ segir á vef borgarinnar. Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00 Verður hluti af leikskólanum Brákarborg Stefnt er að því að stjórnun og rekstur nýs leikskóla við Kleppsveg 150-152 muni heyri undir leikskólann Brákarborg sem er til húsa í Brákarsundi. 27. janúar 2021 10:26 Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin. 12. nóvember 2020 15:48 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Á vef Reykjavíkurborgar segir að ásýnd svæðisins muni gjörbreytast en til stendur að opna sex deilda leikskóla, með 120 leikskólaplássum, sem uppfylli allar nútímakröfur og verði prýði í hverfinu. Áður hafði verið greint frá því að leikskólinn yrði hluti af Brákarborg. Í minnisblaði umhverfis- og skipulagssviðs sem lagt var fyrir borgarráð í sumar kom fram að kaupverðið væri 625 milljónir króna og kostnaður við hönnun, eftirlit og breytingar á kjallara og lóð talinn vera um 600 milljónir. Eldri húsin nýtt eins og kostur er Húsin tvö sem fyrir eru verða nýtt „eins og kostur er“ og veðrur byggð ný tengibygging á milli þeirra. Fyrsti áfangi verður kláraður fyrir sumarið 2022, annar áfangi um sumarið og lokaáfanginn verður tilbúinn fyrir haustið. Reykjavíkurborg „Mannvirkin sem fyrir voru eru nýtt eins og hægt er og heldur andi húsanna sér að einhverju leyti. Heildstætt og náttúrulegt útlit einkennir byggingarnar. Klæðning úr lerki kemur utan á húsið sem virkar jafnframt eins og sólskermur til að minnka sólarálag á húsið. Torf verður á þakinu. Geymsluskúr á lóð verður klæddur með sama hætti. Hiti verður í gólfum. Innandyra eru lykilorðin ljósir litir og náttúruleg efni. Mikið verður um jarðtóna og náttúrulegan við, vel er hugað að hljóðvist en hljóðísog verður byggt inn í innréttingar. Lögð er áhersla á mjúka og stillanlega birtu. Reykjavíkurborg Hvað lóðina varðar er verið að gera eina heildstæða lóð úr því sem áður voru þrjár lóðir. Útgangspunkturinn er að reyna eftir fremsta megni að varðveita og halda í þau tré sem fyrir eru á svæðinu. Lóðin verður að sjálfsögðu afgirt eins og venja er með leikskólalóðir en eins og áður segir opin öllum utan starfstíma leikskólans. Nyrsti hlutinn er ekki síst hugsaður með hverfisgarðinn í huga en þar verður hóll, gróður og rólegt umhverfi með setbekkjum á meðan áherslan næst húsinu er á leiktæki,“ segir á vef borgarinnar.
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00 Verður hluti af leikskólanum Brákarborg Stefnt er að því að stjórnun og rekstur nýs leikskóla við Kleppsveg 150-152 muni heyri undir leikskólann Brákarborg sem er til húsa í Brákarsundi. 27. janúar 2021 10:26 Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin. 12. nóvember 2020 15:48 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00
Verður hluti af leikskólanum Brákarborg Stefnt er að því að stjórnun og rekstur nýs leikskóla við Kleppsveg 150-152 muni heyri undir leikskólann Brákarborg sem er til húsa í Brákarsundi. 27. janúar 2021 10:26
Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin. 12. nóvember 2020 15:48