Mættu bæði með bikarinn og brotna hurð á sigurhátíðina sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 15:30 Leikmenn Chicago Sky dansa af gleði á sigurhátíð sinni. AP/Matt Marton Chicago Sky varð WNBA-meistari í körfubolta á sunnudagskvöldið eftir sigur á Phoenix Mercury en liðsmenn Chicago liðsins héldu áfram að stríða tapsárum andstæðingum sínum þegar þær héldu sigurhátíð sína í gær. Chicago Sky mætti nefnilega með brotna hurð á sigurhátíðina sína. Eins og venjan er í Bandaríkjunum þá fara meistaraliðin út á meðal borgarbúa til að fagna titlinum og svo var einnig nú. Bikarinn var með eins og alltaf en þetta hlýtur að vera fyrsta hurðin sem fær að fara með. Diana Taurasi broke a door in the visiting locker room after Game 4 ...so the Sky brought it to their championship parade @HighlightHER(via @maggiehendricks, @BallySportsMW)(via @maggiehendricks) pic.twitter.com/W5ocIT4cb9— Bleacher Report (@BleacherReport) October 19, 2021 Heimildir bandarískra fjölmiðla er að þarna hafi verið á ferðinni hurðin sem stærsta stjarna Phoenix Mercury liðsins braut í svekkelsi sínu eftir tapið. Leikmenn Mercury voru mjög súrar eftir lokaleikinn þar sem þær misstu niður ellefu stiga forystu. Enginn þeirra mætti í viðtöl eftir leikinn. Sú sem á að hafa brotið hurðina er Diana Taurasi, sem er af flestum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður WNBA frá upphafi. The Sky brought out the same door Diana Taurasi reportedly broke in frustration after Game 4 as a guest during the team's championship parade https://t.co/zGbI9IOXHT— Sports Illustrated (@SInow) October 19, 2021 Hin 39 ára gamla Taurasi talaði ekki við fjölmiðla eftir leikinn en mætti á blaðamannafund daginn eftir. Þar játaði hún hvorki né neitaði að hafa brotið umrædda hurð í íþróttahöll Chicago Sky. „Það var fullt af hurðum þarna,“ sagði Taurasi. Hlutirnir gengu ekki nógu vel hjá Taurasi í lokaúrslitunum. Hún fékk tæknivillu í fyrsta leikhluta í lokaleiknum fyrir að klappa fyrir dómara. Hún hafði áður ýtt sama dómara í leik tvö, óvart að hennar mati, en fékk fyrir yfir þrjú hundruð þúsund króna sekt. Taurasi hitti aðeins úr 25 prósent skota sinna í þessum fjórða og síðasta leik og endaði með sextán stig og fjórar villur. NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Chicago Sky mætti nefnilega með brotna hurð á sigurhátíðina sína. Eins og venjan er í Bandaríkjunum þá fara meistaraliðin út á meðal borgarbúa til að fagna titlinum og svo var einnig nú. Bikarinn var með eins og alltaf en þetta hlýtur að vera fyrsta hurðin sem fær að fara með. Diana Taurasi broke a door in the visiting locker room after Game 4 ...so the Sky brought it to their championship parade @HighlightHER(via @maggiehendricks, @BallySportsMW)(via @maggiehendricks) pic.twitter.com/W5ocIT4cb9— Bleacher Report (@BleacherReport) October 19, 2021 Heimildir bandarískra fjölmiðla er að þarna hafi verið á ferðinni hurðin sem stærsta stjarna Phoenix Mercury liðsins braut í svekkelsi sínu eftir tapið. Leikmenn Mercury voru mjög súrar eftir lokaleikinn þar sem þær misstu niður ellefu stiga forystu. Enginn þeirra mætti í viðtöl eftir leikinn. Sú sem á að hafa brotið hurðina er Diana Taurasi, sem er af flestum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður WNBA frá upphafi. The Sky brought out the same door Diana Taurasi reportedly broke in frustration after Game 4 as a guest during the team's championship parade https://t.co/zGbI9IOXHT— Sports Illustrated (@SInow) October 19, 2021 Hin 39 ára gamla Taurasi talaði ekki við fjölmiðla eftir leikinn en mætti á blaðamannafund daginn eftir. Þar játaði hún hvorki né neitaði að hafa brotið umrædda hurð í íþróttahöll Chicago Sky. „Það var fullt af hurðum þarna,“ sagði Taurasi. Hlutirnir gengu ekki nógu vel hjá Taurasi í lokaúrslitunum. Hún fékk tæknivillu í fyrsta leikhluta í lokaleiknum fyrir að klappa fyrir dómara. Hún hafði áður ýtt sama dómara í leik tvö, óvart að hennar mati, en fékk fyrir yfir þrjú hundruð þúsund króna sekt. Taurasi hitti aðeins úr 25 prósent skota sinna í þessum fjórða og síðasta leik og endaði með sextán stig og fjórar villur.
NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum