Tilkynnti um fjögurra vikna útgöngubann og bað bólusetta afsökunar Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2021 10:53 Krisjanis Karins er forsætisráðherra Lettlands. Hann ávarpaði þjóð sína á mánudagskvöldið. Getty Forsætisráðherra Lettlands tilkynnti á mánudag um fjögurra vikna útgöngubann vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu síðustu daga. Á sama tíma bað hann bólusetta landsmenn afsökunar á að þurfa að grípa til þessara aðgerða, en bólusetningarhlutfall í Lettlandi er eitt það lægsta í ríkjum ESB. Forsætisráðherrann Krisjanis Karins sagði á fréttamannafundi að heilbrigðiskerfi landsins væri undir svo miklu álagi vegna faraldursins að stjórnvöld telji nauðsynlegt að grípa aftur til harðra aðgerða. Eina leiðin út úr stöðunni væri að koma á útgöngubanni og að bólusetja landsmenn í auknum mæli. Karins ávarpaði þjóð sína eftir neyðarfund ríkisstjórnarinnar á mánudaginn. Einungis 54 prósent fullorðinna í Lettlandi eru nú fullbólusettir og er hlutfallið umtalsvert lægra en meðalhlutfallið hjá ríkjum ESB, það er um 74 prósent. Karins nýtti tækifærið og bað bólusetta í landinu afsökunar á að þeir þurfi að leggja á sig þessar hertu aðgerðir. „Ég verð að biðja alla bólusetta afsökunar á að þeir þurfi að leggja á sig þessar byrðar. Og ég veit að það er erfitt. En þetta verður að vera svona, þar sem aðrar manneskjur er ekki bólusettar. Og ef við berum ekki þessar byrðar þá munum við öll líða fyrir,“ sagði Karins. Samkvæmt nýju reglunum verður skólum, veitingastöðum, verslunum og menningarstofnunum gert að loka. Einungis matvöruverslunum og apótekum verður heimilt að hafa opið. Þá verður útgöngubanni framfylgt milli átta á kvöldin og til fimm á morgnana. Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 1.313,8 í landinu, samanborið við 186,0 hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Forsætisráðherrann Krisjanis Karins sagði á fréttamannafundi að heilbrigðiskerfi landsins væri undir svo miklu álagi vegna faraldursins að stjórnvöld telji nauðsynlegt að grípa aftur til harðra aðgerða. Eina leiðin út úr stöðunni væri að koma á útgöngubanni og að bólusetja landsmenn í auknum mæli. Karins ávarpaði þjóð sína eftir neyðarfund ríkisstjórnarinnar á mánudaginn. Einungis 54 prósent fullorðinna í Lettlandi eru nú fullbólusettir og er hlutfallið umtalsvert lægra en meðalhlutfallið hjá ríkjum ESB, það er um 74 prósent. Karins nýtti tækifærið og bað bólusetta í landinu afsökunar á að þeir þurfi að leggja á sig þessar hertu aðgerðir. „Ég verð að biðja alla bólusetta afsökunar á að þeir þurfi að leggja á sig þessar byrðar. Og ég veit að það er erfitt. En þetta verður að vera svona, þar sem aðrar manneskjur er ekki bólusettar. Og ef við berum ekki þessar byrðar þá munum við öll líða fyrir,“ sagði Karins. Samkvæmt nýju reglunum verður skólum, veitingastöðum, verslunum og menningarstofnunum gert að loka. Einungis matvöruverslunum og apótekum verður heimilt að hafa opið. Þá verður útgöngubanni framfylgt milli átta á kvöldin og til fimm á morgnana. Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 1.313,8 í landinu, samanborið við 186,0 hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira