Rússar íhuga að loka öllu í viku vegna Covid-bylgju Þorgils Jónsson skrifar 20. október 2021 13:19 Grafalvarlegt ástand er í Covid-málum í Rússlandi þessa dagana. Á myndinni sjást heilbrigðisstarfsmenn á sjúkrahúsi í Moskvu sinna sjúklingi. Aldrei hafa fleiri Rússar látist af völdum Covid-19 á einum degi heldur en í gær, en samkvæmt opinberum tölum létust 1.028 manns. Alls hafa 226.353 látist af völdum Covid-19 í Rússlandi frá upphafi faraldursins, sem er það langmesta meðal Evrópuríkja og í fimmta sæti á heimsvísu, á eftir Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Mexíkó. Rúmar átta milljónir Rússa hafa smitast af Covid-19. Tatyana Golikova aðstoðarforsætisráðherra viðraði í dag þá hugmynd að bregðast við þessari skæðu bylgju með því að lýsa því yfir að fólk haldi sig heima í eina viku frá og með 30. október næstkomandi, en þegar eru fjórir opinberir frídagar í þeirri viku. Tillagan hefur þó ekki verið samþykkt af Vladimir Putin forseta. Samkvæmt frétt AP hefur smitum fjölgað verulega síðustu vikur og er nú í áður óþekktum hæðum. Þar er talið ríkja almennt sinnuleysi gagnvart einstaklingsbundnum sóttvörnum og stjórnvöld hafa heykst á að herða sóttvarnarreglur. Þá vekur athygli hversu dræm þátttaka hefur verið í bólusetningum í Rússlandi. Þar er einungis tæpur þriðjungur landsmanna, um 45 milljónir af 146 milljónum, er fullbólusettur, þrátt fyrir að Rússland hafi verið fyrsta ríkið í heiminum til að samþykkja notkun bóluefnis, og enginn hörgull er á framboði á bóluefni. Bólusetningahik almennings er að hluta til rakið til óljósra skilaboða frá stjórnvöldum, sem hafa, á vettvangi ríkisfjölmiðla, lofsamað hið rússneska Sputnik V en grafið undan öðrum bóluefnum. Staðan í mörgum héruðum Rússlands er háalvarleg, og sumsstaðar hefur almenn heilbrigðisþjónusta jafnvel verið aflögð um stundarsakir til að geta sinnt Covid-sjúklingum. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, játar í viðtali við fjölmiðla að ástandið sé afar dapurt og að bólusetningahlutfall í þessum erfiðustu héruðum sé afar lágt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Rúmar átta milljónir Rússa hafa smitast af Covid-19. Tatyana Golikova aðstoðarforsætisráðherra viðraði í dag þá hugmynd að bregðast við þessari skæðu bylgju með því að lýsa því yfir að fólk haldi sig heima í eina viku frá og með 30. október næstkomandi, en þegar eru fjórir opinberir frídagar í þeirri viku. Tillagan hefur þó ekki verið samþykkt af Vladimir Putin forseta. Samkvæmt frétt AP hefur smitum fjölgað verulega síðustu vikur og er nú í áður óþekktum hæðum. Þar er talið ríkja almennt sinnuleysi gagnvart einstaklingsbundnum sóttvörnum og stjórnvöld hafa heykst á að herða sóttvarnarreglur. Þá vekur athygli hversu dræm þátttaka hefur verið í bólusetningum í Rússlandi. Þar er einungis tæpur þriðjungur landsmanna, um 45 milljónir af 146 milljónum, er fullbólusettur, þrátt fyrir að Rússland hafi verið fyrsta ríkið í heiminum til að samþykkja notkun bóluefnis, og enginn hörgull er á framboði á bóluefni. Bólusetningahik almennings er að hluta til rakið til óljósra skilaboða frá stjórnvöldum, sem hafa, á vettvangi ríkisfjölmiðla, lofsamað hið rússneska Sputnik V en grafið undan öðrum bóluefnum. Staðan í mörgum héruðum Rússlands er háalvarleg, og sumsstaðar hefur almenn heilbrigðisþjónusta jafnvel verið aflögð um stundarsakir til að geta sinnt Covid-sjúklingum. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, játar í viðtali við fjölmiðla að ástandið sé afar dapurt og að bólusetningahlutfall í þessum erfiðustu héruðum sé afar lágt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50