Ný fjölmiðlasamsteypa Trump fjármögnuð af grandlausum fjárfestum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2021 09:47 Digital World er svokallað „special purpose acquisition company“, en slík fyrirtæki hafa verið kölluð „auður tékki“. AP/Seth Wenig Margir þeirra fjárfesta sem nú eiga hlut í nýrri fjölmiðlasamsteypu Donald Trump höfðu ekki hugmynd um að þeir væru að fjármagna nýjasta ævintýri forsetans fyrrverandi þegar þeir tóku ákvörðun um að ávaxta peninga sína. New York Times greinir frá því að Trump Media and Technology Group, sem var stofnað í febrúar á þessu ári, hafi runnið saman við fyrirtækið Digital World á miðvikudag. Digital World, sem var stofnað skömmu eftir að Trump beið ósigur í forsetakosningunum, á 300 milljónir dala í sjóðum sínum, sem Trump getur nú nýtt til að byggja upp fyrirhugað samfélagsmiðlaveldi. Digital World er meðal fyrirtækja sem hafa verið stofnuð á grunni nýs fyrirbæris á Wall Street sem hefur verið kallað „auður tékki“, eða „blank check company“ á ensku. Hugtakið er notað um fyrirtæki sem fara í hlutafjárútboð strax eftir stofnun, sem gerir það að verkum að fjárfestar hafa afar takmarkaðar upplýsingar um í hverju þeir eru að fjárfesta. Fyrirtækin renna í kjölfarið inn í önnur eldri fyrirtæki, venjulega á einu og hálfu ári, en í tilviki Digital World leið aðeins mánuður áður en samningur hafði verið undirritaður við Trump Media and Technology Group. Þeir sem fjárfestu í Digital World vissu aðeins að fjármunir þeirra yrðu notaðir til að fjárfesta í nýjum tæknifyrirtækjum og það kom flestum á óvart þegar tilkynnt var um samruna Digital World og TMTG. Einn af helstu fjárfestum Digital World var fyrirtækið Saba Capital, 3,5 milljarða dala sjóður rekinn af Boaz Weinstein. Weinstein sagði í gær að Saba Capital hefði selt stóran hluta í Digital World um leið og upp komst um samrunan við TMTG, þrátt fyrir að verð á hlutum í fyrirtækinu hefðu verið á uppleið. Sagði hann marga fjárfesta glíma við þá spurningu hvernig þeir gætu fjárfest í takt við eigin gildi og að það væri útilokað að Saba Capital tæki þátt í að fjármagna TMTG. Í kynningu á TMTG á vefsíðu fyrirtækisins segir að fyrirtækið hyggist fara í samkeppni við samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook, sem hafa lokað á forsetann fyrrverandi, en einnig við streymisveitur á borð við Netflix og Disney og fjölmiðla á borð við CNN. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
New York Times greinir frá því að Trump Media and Technology Group, sem var stofnað í febrúar á þessu ári, hafi runnið saman við fyrirtækið Digital World á miðvikudag. Digital World, sem var stofnað skömmu eftir að Trump beið ósigur í forsetakosningunum, á 300 milljónir dala í sjóðum sínum, sem Trump getur nú nýtt til að byggja upp fyrirhugað samfélagsmiðlaveldi. Digital World er meðal fyrirtækja sem hafa verið stofnuð á grunni nýs fyrirbæris á Wall Street sem hefur verið kallað „auður tékki“, eða „blank check company“ á ensku. Hugtakið er notað um fyrirtæki sem fara í hlutafjárútboð strax eftir stofnun, sem gerir það að verkum að fjárfestar hafa afar takmarkaðar upplýsingar um í hverju þeir eru að fjárfesta. Fyrirtækin renna í kjölfarið inn í önnur eldri fyrirtæki, venjulega á einu og hálfu ári, en í tilviki Digital World leið aðeins mánuður áður en samningur hafði verið undirritaður við Trump Media and Technology Group. Þeir sem fjárfestu í Digital World vissu aðeins að fjármunir þeirra yrðu notaðir til að fjárfesta í nýjum tæknifyrirtækjum og það kom flestum á óvart þegar tilkynnt var um samruna Digital World og TMTG. Einn af helstu fjárfestum Digital World var fyrirtækið Saba Capital, 3,5 milljarða dala sjóður rekinn af Boaz Weinstein. Weinstein sagði í gær að Saba Capital hefði selt stóran hluta í Digital World um leið og upp komst um samrunan við TMTG, þrátt fyrir að verð á hlutum í fyrirtækinu hefðu verið á uppleið. Sagði hann marga fjárfesta glíma við þá spurningu hvernig þeir gætu fjárfest í takt við eigin gildi og að það væri útilokað að Saba Capital tæki þátt í að fjármagna TMTG. Í kynningu á TMTG á vefsíðu fyrirtækisins segir að fyrirtækið hyggist fara í samkeppni við samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook, sem hafa lokað á forsetann fyrrverandi, en einnig við streymisveitur á borð við Netflix og Disney og fjölmiðla á borð við CNN. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira