Mourinho eftir stórtapið í Noregi: Betra liðið með betri leikmenn vann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2021 13:31 José Mourinho horfir á leikmenn Bodø/Glimt fagna. getty/Fabio Rossi José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, sendi leikmönnum sínum tóninn eftir stórtapið fyrir Bodø/Glimt, 6-1, í Sambandsdeild Evrópu í gær. Hann sagði að lið Bodø/Glimt í leiknum í gær hefði einfaldlega verið betra en það sem hann tefldi fram. Mourinho stillti ekki upp sínu sterkasta liði í gær og kvartaði yfir því að varamennirnir í leikmannahópi Roma væru ekki nógu góðir. „Þetta voru mín mistök. Ég vildi hvíla leikmenn eftir leikinn gegn Juventus og fyrir leikinn gegn Napoli. Ég tók þessa ákvörðun og á endanum eru leikmennirnir þeirra betri en mínir leikmenn. Þeir eru með betra lið en við,“ sagði Mourinho. „Leikurinn þróaðist í þá átt að við misstum alla stjórn á tilfinningum og öllu. Sannleikurinn er sá að betra liðið með betri leikmenn vann. Þeir eru betri en við.“ Mourinho var ekki á því að hrósa liði Bodø/Glimt of mikið eftir leikinn. „Mér fannst ekki mikið til þeirra koma. Ég veit að þeir eru með gott lið. Við greindum þá með allri þeirri virðingu sem þeir áttu skilið. Ég vissi að þeir væru með gott lið,“ sagði Mourinho áður en hann skammaðist meira yfir varamönnunum í leikmannahópi Roma. „Að sjálfsögðu vildi ég sjá meira frá rulluspilurunum okkar. Það skiptir máli að tapa svona stórt. Ef ég hafði einhverjar efasemdir, og þær voru ekki miklar, þá erum við með gott lið en ekki góðan hóp. Í dag spiluðum við ekki með liðið heldur hópinn og okkur var refsað.“ Þetta er í fyrsta sinn sem lið undir stjórn Mourinhos fær á sig sex mörk í leik. Þetta er jafnframt í aðeins annað sinn sem lið Mourinhos tapar með fimm marka mun. Það gerðist einnig 2010 þegar Real Madrid tapaði 5-0 fyrir Barcelona. Tottenham er í 2. sæti C-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir Bodø/Glimt. Liðin mætast aftur í Róm 4. nóvember.Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt í gær og lagði upp þriðja mark liðsins. Hann er á sínu öðru tímabili hjá liðinu. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Mourinho stillti ekki upp sínu sterkasta liði í gær og kvartaði yfir því að varamennirnir í leikmannahópi Roma væru ekki nógu góðir. „Þetta voru mín mistök. Ég vildi hvíla leikmenn eftir leikinn gegn Juventus og fyrir leikinn gegn Napoli. Ég tók þessa ákvörðun og á endanum eru leikmennirnir þeirra betri en mínir leikmenn. Þeir eru með betra lið en við,“ sagði Mourinho. „Leikurinn þróaðist í þá átt að við misstum alla stjórn á tilfinningum og öllu. Sannleikurinn er sá að betra liðið með betri leikmenn vann. Þeir eru betri en við.“ Mourinho var ekki á því að hrósa liði Bodø/Glimt of mikið eftir leikinn. „Mér fannst ekki mikið til þeirra koma. Ég veit að þeir eru með gott lið. Við greindum þá með allri þeirri virðingu sem þeir áttu skilið. Ég vissi að þeir væru með gott lið,“ sagði Mourinho áður en hann skammaðist meira yfir varamönnunum í leikmannahópi Roma. „Að sjálfsögðu vildi ég sjá meira frá rulluspilurunum okkar. Það skiptir máli að tapa svona stórt. Ef ég hafði einhverjar efasemdir, og þær voru ekki miklar, þá erum við með gott lið en ekki góðan hóp. Í dag spiluðum við ekki með liðið heldur hópinn og okkur var refsað.“ Þetta er í fyrsta sinn sem lið undir stjórn Mourinhos fær á sig sex mörk í leik. Þetta er jafnframt í aðeins annað sinn sem lið Mourinhos tapar með fimm marka mun. Það gerðist einnig 2010 þegar Real Madrid tapaði 5-0 fyrir Barcelona. Tottenham er í 2. sæti C-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir Bodø/Glimt. Liðin mætast aftur í Róm 4. nóvember.Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt í gær og lagði upp þriðja mark liðsins. Hann er á sínu öðru tímabili hjá liðinu.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira