Nýtt lag og tónlistarmyndband frá Móu: „Það losnaði um einhverja flóðgátt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2021 11:30 Móa gefur í dag út lagið Pure og tónlistarmyndband við lagið. blóð stúdíó Móeiður Júníusdóttir snýr aftur í tónlistina í dag með glænýju lagi og tónlistarmyndbandi undir nafninu Móa. Tvö ár eru síðan hún byrjaði að semja tónlist aftur og segist nú einblína meira á kjarnann sinn. „Ég stefndi ekkert endileg á að gefa neitt út aftur. Þetta bara gerðist nokkuð skyndilega satt best að segja,“ segir Móa í samtali við Lífið. „Ég var byrjuð að semja svolítið aftur fyrir svona tveimur árum. Þá var eins og það losnaði um einhverja flóðgátt og ég bara varð að hleypa þessum tilfinningum út. Mín leið er að gera það í gegnum tónlistina. Í Covid ástandinu fékk ég síðan kærkomið tækifæri til þess að leita inn á við og vinna í tónlistinni. Þarna skapaðist líka tækifæri til þess að finna út hvað skiptir mann máli og ég komst að því að tónlistin er mín ástríða þótt ég hafi kannað ýmsar aðrar slóðir.“ Móa starfar sem kennari í dag en vinnur nú að nýrri plötu.blóð stúdíó Kyrrð í andartakinu Móa lærði guðfræði og uppeldis-og menntunarfræði og starfar við kennslu. Hún er gift þriggja barna móðir og segir að það séu mikil forréttindi að fá að starfa með unglingum. „Ég hef fengið mjög góðan stuðning frá fjölskyldunni. Þau styðja mig öll í þessu, vita að þetta skiptir mig máli og eru vön því að ég taki upp á ýmsu.“ Lagið Pure kemur út í dag og segir Móa að fleiri lög muni fylgja í kjölfarið. Vonar hún að þetta endi með stórri plötu. „Ég vann lagið með Arnari Guðjónssyni, tónlistarmanni og einum öflugasta upptökustjóra landsins um þessar mundir. Ég hef unnið með honum áður og það kom enginn annar til greina í þetta samstarf. Þetta er alltaf spurning um traust,“ útskýrir Móa. „Textinn fjallar um von, þessa tilfinningu sem streymir um mann á sama tíma og maður upplifir það hvernig tíminn þýtur fram hjá manni. Maður nær einstöku sinnum að upplifa einhvers konar kyrrð í andartakinu. Fyrir mér endurspeglar hann tónlistina sjálfa, það þegar hún streymir um mann.“ Lagið kallaði á einfaldleika Myndbandið er unnið í samstarfi við Blóð Stúdío sem er skapandi fyrirtæki þeirra Ása Má Friðrikssonar og Ernu Hreinsdóttur. „Þau eru að gera ótrúlega flotta hluti. Ási Már leikstýrir auk þess sem frábært teymi af listamönnum koma að því,“ segir Móa. Myndbandið var tekið upp í sköpunarmiðstöðinni Fúsk í Gufunesi. „Ég held að lagið sjálft hafi kallað á einfaldleika, þar sem fókusinn er á aðalatriðið sem er tónlistin, röddin og klassískur sviðsflutningingur. Lýsing og birta leikur stórt hlutverk.“ Myndbandið við lagið Pure má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Móa - Pure Móa er eins og áður segir með mörg lög í farteskinu og stefnir á að gefa út nýja plötu, enda með fullt af hugmyndum í kollinum. „Mig langar að vinna með góðum píanista og svo væri gaman að gera dúett, helst með karlmanni. Ég hef ekki gert það.“ Einblínir meira á kjarnan Móa segir að hún hafi fengið mjög góð viðbrögð við þessari endurkomu í tónlistarsenuna hér á landi. „Ég hef upplifað mikla hlýju og hvatningu að undanförnu. Er umvafin kærleik,“ segir Móa. „Tónlistin er fyrir mér svarið við lífinu. Við getum sem manneskjur svarað þeirri reynslu og þeim tilfinningum sem við upplifum á ólíkan hátt. Mín leið er tónlistin.“ Lagið Pure er komið út á Spotify.blóð stúdíó Á Spotify má finna mikið af tónlist frá tónlistarkonunni frá árunum 1993 til 1998. Í Pure má þó heyra nýjan tón. „Ég held að ég hafi breyst á þann hátt að ég einblíni meira á kjarnann en er kannski minna leitandi varðandi hljóðheiminn. Röddin leiðir mig áfram á réttan stað og ég veit hvað ég vil,“ segir Móa að lokum. Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég stefndi ekkert endileg á að gefa neitt út aftur. Þetta bara gerðist nokkuð skyndilega satt best að segja,“ segir Móa í samtali við Lífið. „Ég var byrjuð að semja svolítið aftur fyrir svona tveimur árum. Þá var eins og það losnaði um einhverja flóðgátt og ég bara varð að hleypa þessum tilfinningum út. Mín leið er að gera það í gegnum tónlistina. Í Covid ástandinu fékk ég síðan kærkomið tækifæri til þess að leita inn á við og vinna í tónlistinni. Þarna skapaðist líka tækifæri til þess að finna út hvað skiptir mann máli og ég komst að því að tónlistin er mín ástríða þótt ég hafi kannað ýmsar aðrar slóðir.“ Móa starfar sem kennari í dag en vinnur nú að nýrri plötu.blóð stúdíó Kyrrð í andartakinu Móa lærði guðfræði og uppeldis-og menntunarfræði og starfar við kennslu. Hún er gift þriggja barna móðir og segir að það séu mikil forréttindi að fá að starfa með unglingum. „Ég hef fengið mjög góðan stuðning frá fjölskyldunni. Þau styðja mig öll í þessu, vita að þetta skiptir mig máli og eru vön því að ég taki upp á ýmsu.“ Lagið Pure kemur út í dag og segir Móa að fleiri lög muni fylgja í kjölfarið. Vonar hún að þetta endi með stórri plötu. „Ég vann lagið með Arnari Guðjónssyni, tónlistarmanni og einum öflugasta upptökustjóra landsins um þessar mundir. Ég hef unnið með honum áður og það kom enginn annar til greina í þetta samstarf. Þetta er alltaf spurning um traust,“ útskýrir Móa. „Textinn fjallar um von, þessa tilfinningu sem streymir um mann á sama tíma og maður upplifir það hvernig tíminn þýtur fram hjá manni. Maður nær einstöku sinnum að upplifa einhvers konar kyrrð í andartakinu. Fyrir mér endurspeglar hann tónlistina sjálfa, það þegar hún streymir um mann.“ Lagið kallaði á einfaldleika Myndbandið er unnið í samstarfi við Blóð Stúdío sem er skapandi fyrirtæki þeirra Ása Má Friðrikssonar og Ernu Hreinsdóttur. „Þau eru að gera ótrúlega flotta hluti. Ási Már leikstýrir auk þess sem frábært teymi af listamönnum koma að því,“ segir Móa. Myndbandið var tekið upp í sköpunarmiðstöðinni Fúsk í Gufunesi. „Ég held að lagið sjálft hafi kallað á einfaldleika, þar sem fókusinn er á aðalatriðið sem er tónlistin, röddin og klassískur sviðsflutningingur. Lýsing og birta leikur stórt hlutverk.“ Myndbandið við lagið Pure má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Móa - Pure Móa er eins og áður segir með mörg lög í farteskinu og stefnir á að gefa út nýja plötu, enda með fullt af hugmyndum í kollinum. „Mig langar að vinna með góðum píanista og svo væri gaman að gera dúett, helst með karlmanni. Ég hef ekki gert það.“ Einblínir meira á kjarnan Móa segir að hún hafi fengið mjög góð viðbrögð við þessari endurkomu í tónlistarsenuna hér á landi. „Ég hef upplifað mikla hlýju og hvatningu að undanförnu. Er umvafin kærleik,“ segir Móa. „Tónlistin er fyrir mér svarið við lífinu. Við getum sem manneskjur svarað þeirri reynslu og þeim tilfinningum sem við upplifum á ólíkan hátt. Mín leið er tónlistin.“ Lagið Pure er komið út á Spotify.blóð stúdíó Á Spotify má finna mikið af tónlist frá tónlistarkonunni frá árunum 1993 til 1998. Í Pure má þó heyra nýjan tón. „Ég held að ég hafi breyst á þann hátt að ég einblíni meira á kjarnann en er kannski minna leitandi varðandi hljóðheiminn. Röddin leiðir mig áfram á réttan stað og ég veit hvað ég vil,“ segir Móa að lokum.
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira