Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2021 14:57 Um helgina verður leyfilegt að djamma í miðbænum til tvö sem er lenging um klukkutíma frá því sem áður var. Vísir/Vilhelm Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. Fjallað hefur verið um mál sem upp kom á Bankastræti Club á dögunum þar sem karlmaður reif upp hníf og ógnaði tveimur gestum. Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi staðarins, sagði í viðtali við Mbl.is í gær að viðkomandi aðila hafa verið vikið af staðnum. Í framhaldsviðtali í dag veltir hún því upp hvort næstu skref séu að leita á gestum skemmtistaða áður en þeir fá inngöngu. Birgitta Líf er markaðsstjóri World Class auk þess að reka Bankastræti Club hvar b5 var áður til húsa í Bankastræti.Vísir/Vilhelm Ekki síst vegna tíðinda erlendis frá þar sem grunur leikur á að fólki hafi verði byrlað með því að stinga fólk. „Maður veit náttúrulega ekki hvort að eitthvað slíkt sé komið til Íslands en það er spurning hvort að það sé næsta skref – að það sé bara leitað á öllum.“ Hún segir í sama viðtali að byrlunum hafi fjölgað verulega á skemmtistöðum í miðbænum undanfarnar helgar. Hún viti um nokkur tilvik á Bankastræti Club og fleiri stöðum. „Það er eins og það sé einhver faraldur í gangi.“ Rætt var við Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda Bankastrætis Club í Reykjavík síðdegis í dag. Kemur af fjöllum Arnar Þór Gíslason einn eiganda Dönsku krárinnar, Irishman, Enska barsins og Kalda hafði séð ummæli Birgittu Lífar í umræddri frétt. Hann kannaðist samt sjálfur ekki við neina fjölgun á slíkum málum. „Ég kem af fjöllum. Ef það væri í umræðunni þá væri ég ekkert að fela það.“ Arnar Þór Gíslason er umfangsmikill í rekstri kráa í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Egill Hann hafi aukinheldur rætt við félaga sína í bransanum sem kannist ekki við nein tilvik. Hann hvetur þó fólk til að fylgjast með glösum sínum, hvort sem er hér heima eða erlendis. „Þetta er allavega ekki á pöbbunum og kránum. Ég færi ekki í felur með eit né neitt ef það væri einhver faraldur.“ Hann veltir fyrir sér hvort þetta eigi sér stað í heimahúsum eða öðrum stöðum þar sem sé engin gæsla. Eitt mögulegt mál Steinþór Helgi Arnsteinsson, sem rekur Röntgen, segir eitt mál hafa komið upp síðan staðurinn hóf rekstur fyrir tveimur árum. Í því tilviki hafi mögulega byrlun átt sér stað en viðkomandi hafi farið heim og engin brot átt sér stað. „Í kjölfarið fórum við í gegnum ákveðna ferla með dyravörðum okkar og starfsfólki.“ Steinþór Helgi rekur skemmtistaðinn Röntgen.Vísir/Vilhelm Hann segist smá skelkaður að heyra orð eiganda Bankastræti Club um faraldur og brýnir fyrir fólki að vera með vakandi augu. „Þetta er rosalega vandasamt. Þessi efni í bland við alkóhól verða svo skæð,“ segir Steinþór. Hann hvetur alla sem telja sig mögulega hafa verið byrlað að fara strax á neyðarmóttöku. Mjög sýnileg gæsla á Kiki Árni Grétar Jóhannsson er eigandi Kiki á Klapparstíg. „Við erum með mjög sýnilega gæslu, alltaf dyravörður á dansgólfinu og á efri hæðinni. Ég veit ekki hvort það hafi fælingarmátt.“ Hann segist hafa tekið eftir svona málum fyrir um fjórum árum. Hann minnir á að þótt fólki sé sagt að passa sig þá eigi ábyrgðin auðvitað ekki að vera hjá fólkinu heldur fávitunum sem byrli. Töluvert líf hefur verið í miðbæ Reykjavíkur undanfarnar vikur.Vísir/Aníta Guðlaug Hann minnir á að oft sé erfitt að greina á milli fólks sem sé búið að drekka of mikið eða búið að byrla. Um síðustu helgi hafi auk þess gæsla verið aukin hvað varðar að fylgjast með því hvort skyndileg breyting verði á ástandi gesta. Þá staldrar starfsfólk við það og kannar málið. Svo hleypir starfsfólk ekki fólki út ef að önnur manneskja er mjög ölvuð en hin ekki nema staðfesting sé hjá vinum segir Árni Grétar. Hann vísar í mál sem kom upp um síðustu helgi. „Þá var stelpa mjög drukkinn og strákur á leiðinni út með henni, sem var það ekki. Starfsfólkið hafði tekið eftir að hún kom með vinkonum. Þau vildu ekki hleypa stúlkunni út fyrr en vinkonurnar staðfestu að það væri í lagi að hún færi með stráknum, sem var svo alls ekki,“ segir Árni Grétar. Hann ætli ekki að bera neinar sakir upp á strákinn en þetta sé ákveðin ný vinnuregla hjá Kiki. „Því það kemur eiginlega enginn einn á djammið,“ segir Árni. Yfirleitt geti einhver vinur staðfest að fólk sé búið að vera að deita eða sé í sambandi. Eitt tilvik einu tilviki of mikið Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki hafa orðið var við neina fjölgun. Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður kynferðisbrotaseildar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar „Það kemur alltaf upp af og til að brotaþola gruni að sér hafi jafnvel verið byrlað,“ segir Ævar Pálmi. Slík mál séu alltaf skoðun og rannsökuð, möguleiki á byrlun tekin með í myndina. „Það er kannski fullhart í árinni tekið að tala um faraldur. En eitt tilvik er einu tilviki of mikið.“ Kynferðisofbeldi Næturlíf Reykjavík Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Fjallað hefur verið um mál sem upp kom á Bankastræti Club á dögunum þar sem karlmaður reif upp hníf og ógnaði tveimur gestum. Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi staðarins, sagði í viðtali við Mbl.is í gær að viðkomandi aðila hafa verið vikið af staðnum. Í framhaldsviðtali í dag veltir hún því upp hvort næstu skref séu að leita á gestum skemmtistaða áður en þeir fá inngöngu. Birgitta Líf er markaðsstjóri World Class auk þess að reka Bankastræti Club hvar b5 var áður til húsa í Bankastræti.Vísir/Vilhelm Ekki síst vegna tíðinda erlendis frá þar sem grunur leikur á að fólki hafi verði byrlað með því að stinga fólk. „Maður veit náttúrulega ekki hvort að eitthvað slíkt sé komið til Íslands en það er spurning hvort að það sé næsta skref – að það sé bara leitað á öllum.“ Hún segir í sama viðtali að byrlunum hafi fjölgað verulega á skemmtistöðum í miðbænum undanfarnar helgar. Hún viti um nokkur tilvik á Bankastræti Club og fleiri stöðum. „Það er eins og það sé einhver faraldur í gangi.“ Rætt var við Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda Bankastrætis Club í Reykjavík síðdegis í dag. Kemur af fjöllum Arnar Þór Gíslason einn eiganda Dönsku krárinnar, Irishman, Enska barsins og Kalda hafði séð ummæli Birgittu Lífar í umræddri frétt. Hann kannaðist samt sjálfur ekki við neina fjölgun á slíkum málum. „Ég kem af fjöllum. Ef það væri í umræðunni þá væri ég ekkert að fela það.“ Arnar Þór Gíslason er umfangsmikill í rekstri kráa í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Egill Hann hafi aukinheldur rætt við félaga sína í bransanum sem kannist ekki við nein tilvik. Hann hvetur þó fólk til að fylgjast með glösum sínum, hvort sem er hér heima eða erlendis. „Þetta er allavega ekki á pöbbunum og kránum. Ég færi ekki í felur með eit né neitt ef það væri einhver faraldur.“ Hann veltir fyrir sér hvort þetta eigi sér stað í heimahúsum eða öðrum stöðum þar sem sé engin gæsla. Eitt mögulegt mál Steinþór Helgi Arnsteinsson, sem rekur Röntgen, segir eitt mál hafa komið upp síðan staðurinn hóf rekstur fyrir tveimur árum. Í því tilviki hafi mögulega byrlun átt sér stað en viðkomandi hafi farið heim og engin brot átt sér stað. „Í kjölfarið fórum við í gegnum ákveðna ferla með dyravörðum okkar og starfsfólki.“ Steinþór Helgi rekur skemmtistaðinn Röntgen.Vísir/Vilhelm Hann segist smá skelkaður að heyra orð eiganda Bankastræti Club um faraldur og brýnir fyrir fólki að vera með vakandi augu. „Þetta er rosalega vandasamt. Þessi efni í bland við alkóhól verða svo skæð,“ segir Steinþór. Hann hvetur alla sem telja sig mögulega hafa verið byrlað að fara strax á neyðarmóttöku. Mjög sýnileg gæsla á Kiki Árni Grétar Jóhannsson er eigandi Kiki á Klapparstíg. „Við erum með mjög sýnilega gæslu, alltaf dyravörður á dansgólfinu og á efri hæðinni. Ég veit ekki hvort það hafi fælingarmátt.“ Hann segist hafa tekið eftir svona málum fyrir um fjórum árum. Hann minnir á að þótt fólki sé sagt að passa sig þá eigi ábyrgðin auðvitað ekki að vera hjá fólkinu heldur fávitunum sem byrli. Töluvert líf hefur verið í miðbæ Reykjavíkur undanfarnar vikur.Vísir/Aníta Guðlaug Hann minnir á að oft sé erfitt að greina á milli fólks sem sé búið að drekka of mikið eða búið að byrla. Um síðustu helgi hafi auk þess gæsla verið aukin hvað varðar að fylgjast með því hvort skyndileg breyting verði á ástandi gesta. Þá staldrar starfsfólk við það og kannar málið. Svo hleypir starfsfólk ekki fólki út ef að önnur manneskja er mjög ölvuð en hin ekki nema staðfesting sé hjá vinum segir Árni Grétar. Hann vísar í mál sem kom upp um síðustu helgi. „Þá var stelpa mjög drukkinn og strákur á leiðinni út með henni, sem var það ekki. Starfsfólkið hafði tekið eftir að hún kom með vinkonum. Þau vildu ekki hleypa stúlkunni út fyrr en vinkonurnar staðfestu að það væri í lagi að hún færi með stráknum, sem var svo alls ekki,“ segir Árni Grétar. Hann ætli ekki að bera neinar sakir upp á strákinn en þetta sé ákveðin ný vinnuregla hjá Kiki. „Því það kemur eiginlega enginn einn á djammið,“ segir Árni. Yfirleitt geti einhver vinur staðfest að fólk sé búið að vera að deita eða sé í sambandi. Eitt tilvik einu tilviki of mikið Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki hafa orðið var við neina fjölgun. Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður kynferðisbrotaseildar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar „Það kemur alltaf upp af og til að brotaþola gruni að sér hafi jafnvel verið byrlað,“ segir Ævar Pálmi. Slík mál séu alltaf skoðun og rannsökuð, möguleiki á byrlun tekin með í myndina. „Það er kannski fullhart í árinni tekið að tala um faraldur. En eitt tilvik er einu tilviki of mikið.“
Kynferðisofbeldi Næturlíf Reykjavík Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira