Ríkissaksóknari skoðar hvort áfrýja eigi Rauðagerðisdóminum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2021 09:52 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari fer nú yfir dóminn í Rauðagerðismálinu og önnur gögn, áður en tekin verður ákvörðun um hvort áfrýja eigi dóminum. Angjelin Sterkaj var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir morðið á Armando Beqiri og fékk 16 ára fangelsisdóm. Þrjú voru ákærð fyrir hlutdeild að morðinu en voru sýknuð. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sem hefur ákvörðunarvald um áfrýjun í málinu af hálfu ákæruvaldsins, segir í samtali við fréttastofu að nú þurfi hún að fara yfir dóminn og gögn málsins, áður en tekin er ákvörðun um framhaldið. Friðrik Smári Björgvinsson saksóknari sagði við fréttastofu að lokinni dómsuppkvaðningu að niðurstaðan í máli Angjelin hafi verið í takti við kröfur ákæruvaldsins, en að skoða verði sýknur þeirra Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, Murats Selivrada og Shpetims Qerimi. Öll þrjú voru ákærð fyrir hlutdeild í morðinu á Armando. Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins, sagði dóminn yfir umbjóðanda sínum vera í takt við væntingar, enda hafi hann játað á sig morðið. Eftir uppkvaðningu dómsins sagðist hann þurfa að lesa dóminn og ræða við Angjelin. Hann gat á þeim tímapunkti ekki sagt til um það hvort þess yrði freistað að fá refsinguna mildaða. Ríkissaksóknari getur farið þá leið að áfrýja dómi í máli einstakra sakborninga eða allra. Sömuleiðis er ekki loku fyrir það skotið að Angjelin áfrýii dóminum yfir sér, óháð því hvað ákæruvaldið kýs að gera. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Ósammála gagnrýni dómarans um skort á hlutlægni Lögregla er ósammála því sem héraðsdómari hélt fram í gær um að hún hefði ekki gætt hlutlægni í rannsókn sinni í Rauðagerðismálinu. Þeir þrír sem voru grunaðir um samverknað við morðið voru allir sýknaðir. 22. október 2021 18:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Angjelin Sterkaj var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir morðið á Armando Beqiri og fékk 16 ára fangelsisdóm. Þrjú voru ákærð fyrir hlutdeild að morðinu en voru sýknuð. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sem hefur ákvörðunarvald um áfrýjun í málinu af hálfu ákæruvaldsins, segir í samtali við fréttastofu að nú þurfi hún að fara yfir dóminn og gögn málsins, áður en tekin er ákvörðun um framhaldið. Friðrik Smári Björgvinsson saksóknari sagði við fréttastofu að lokinni dómsuppkvaðningu að niðurstaðan í máli Angjelin hafi verið í takti við kröfur ákæruvaldsins, en að skoða verði sýknur þeirra Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, Murats Selivrada og Shpetims Qerimi. Öll þrjú voru ákærð fyrir hlutdeild í morðinu á Armando. Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins, sagði dóminn yfir umbjóðanda sínum vera í takt við væntingar, enda hafi hann játað á sig morðið. Eftir uppkvaðningu dómsins sagðist hann þurfa að lesa dóminn og ræða við Angjelin. Hann gat á þeim tímapunkti ekki sagt til um það hvort þess yrði freistað að fá refsinguna mildaða. Ríkissaksóknari getur farið þá leið að áfrýja dómi í máli einstakra sakborninga eða allra. Sömuleiðis er ekki loku fyrir það skotið að Angjelin áfrýii dóminum yfir sér, óháð því hvað ákæruvaldið kýs að gera.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Ósammála gagnrýni dómarans um skort á hlutlægni Lögregla er ósammála því sem héraðsdómari hélt fram í gær um að hún hefði ekki gætt hlutlægni í rannsókn sinni í Rauðagerðismálinu. Þeir þrír sem voru grunaðir um samverknað við morðið voru allir sýknaðir. 22. október 2021 18:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ósammála gagnrýni dómarans um skort á hlutlægni Lögregla er ósammála því sem héraðsdómari hélt fram í gær um að hún hefði ekki gætt hlutlægni í rannsókn sinni í Rauðagerðismálinu. Þeir þrír sem voru grunaðir um samverknað við morðið voru allir sýknaðir. 22. október 2021 18:31