Sala Mílu og þjóðaröryggi Oddný Harðardóttir skrifar 23. október 2021 18:01 Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. Óásættanlegt er að salan á bæði virkum og óvirkum fjarskiptakerfum landsins fari fram án þess að Alþingi geti fjallað um hana. Fjarskipti verða æ mikilvægari eftir því sem tækninni fleygir fram og svo er komið að mikilvægustu innviðir samfélagsins treysta á að fjarskipti séu traust, gæti að þjóðaröryggi og falli undir lögsögu okkar. Mörg ríki og alþjóðastofnanir hafa tekið til skoðunar hvernig grunnþjónustu mikilvægra innviða verði útvistað og að hve miklu leyti slík þjónusta megi vera í höndum erlendra fyrirtækja. Enda nokkuð augljóst að öryggisógn getur verið fólgin í því að samfélag verði of háð tiltekinni tækni eða kerfi sem opinberir aðilar hafa misst alla stjórn á. Þessi mál eru einnig til skoðunar hér á landi en beðið er m.a. eftir heildarlöggjöf frá forsætisráðherra og nýjum lögum um fjarskipti sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ber ábyrgð á. Samband við umheiminn Nánast öll tal- og gagnafjarskipti við útlönd fara um ljósleiðaratengingar á landi og síðan um þrjá sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Alvarlegt sambandsrof sæstrengjanna eða ljósleiðaratengingar á landi, getur gert Ísland að mestu sambandslaust við umheiminn og haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni íslenska ríkisins, jafnt efnahags-, öryggis-, varnar- og almannahagsmuni líkt og bent er á í skýrslu þjóðaröryggisráðs frá því í febrúar á þessu ári um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Þar segir: „Innan Íslands tengjast sæstrengirnir við stofnljósleiðaranetið sem er hringtenging um landið. Þessi stofnljósleiðari er mikilvægur hlekkur í öllum fjarskiptum hér á landi. Flest fjarskiptakerfi, hvort sem um er að ræða minni ljósleiðaranet á landsbyggðinni eða farnet fjarskiptafyrirtækja, tengjast inn á þennan stofnljósleiðarastreng. Þessi stofnljósleiðarastrengur er að 5 /8 hlutum í eigu Mílu ehf. og að 3 /8 hlutum í eigu NATO. Míla ehf. sér um rekstur og viðhald allra þráðanna átta í strengnum.“ Ljósleiðarastrengirnir eru undirstaða flestra fjarskiptakerfa sem notuð eru á Íslandi, þar á meðal símkerfis, farsímakerfis, Tetraneyðarfjarskiptakerfis, mikilvægra gagnatenginga fyrir helstu stoðkerfi landsins og almennrar internettengingar landsmanna. Hvað er til ráða? Nú ætlar Síminn að selja Mílu. Lífeyrissjóðirnir eiga þar meirihluta en ætla nú að selja og hugsanlega kaupa aftur að hluta dýru verði. Stundum er því haldið fram að það sé alveg jafn gott að mikilvægir innviðir samfélagsins séu í eigu lífeyrissjóða og hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. En það er ekki rétt nákvæmlega eins og dæmið um fyrirhugaða sölu á Mílu sannar. Lífeyrissjóðir geta selt sína hluti þegar þeim sýnist. En sem betur fer eigum við löggjöf um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þau eru að vísu komin til ára sinna. Eru frá árinu 1991. Þar segir í 12. grein að ef erlend fjárfesting ógnar öryggi landsins geti ráðherra stöðvað slíka fjárfestingu enda kynni ráðherra ákvörðun sína innan átta vikna frá því að samningur er gerður. Þannig að stjórnvöld og ráðherra fjarskiptamála hafa átta vikur frá deginum í dag til að meta og eftir atvikum stöðva sölu Símans á Mílu. Almenningur ber kostnað Fákeppni og einokun á fjarskiptamarkaði getur valdið kostnaði fyrir almenning, fyrirtæki og opinbera aðila þar sem ákvarðanir um verðhækkanir eru teknar einhliða og neytendur verða að borga uppsett verð. Líkt og Miðstjórn ASÍ bendir á í nýlegri ályktun er það íslenskt samfélag sem situr uppi með kostnaðinn ef illa fer vegna sölu á Mílu. Áhættan liggur því hjá íslenska ríkinu og íslenskum almenningi, ekki hjá erlendum fjárfestum. Sala Símans á sínum tíma var óráð og ástæðan fyrir því að við stöndum í þessum sporum í dag. Hvað varð annars um peningana sem ríkið átti að fá fyrir söluna á Símanum á sínum tíma? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Salan á Mílu Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. Óásættanlegt er að salan á bæði virkum og óvirkum fjarskiptakerfum landsins fari fram án þess að Alþingi geti fjallað um hana. Fjarskipti verða æ mikilvægari eftir því sem tækninni fleygir fram og svo er komið að mikilvægustu innviðir samfélagsins treysta á að fjarskipti séu traust, gæti að þjóðaröryggi og falli undir lögsögu okkar. Mörg ríki og alþjóðastofnanir hafa tekið til skoðunar hvernig grunnþjónustu mikilvægra innviða verði útvistað og að hve miklu leyti slík þjónusta megi vera í höndum erlendra fyrirtækja. Enda nokkuð augljóst að öryggisógn getur verið fólgin í því að samfélag verði of háð tiltekinni tækni eða kerfi sem opinberir aðilar hafa misst alla stjórn á. Þessi mál eru einnig til skoðunar hér á landi en beðið er m.a. eftir heildarlöggjöf frá forsætisráðherra og nýjum lögum um fjarskipti sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ber ábyrgð á. Samband við umheiminn Nánast öll tal- og gagnafjarskipti við útlönd fara um ljósleiðaratengingar á landi og síðan um þrjá sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Alvarlegt sambandsrof sæstrengjanna eða ljósleiðaratengingar á landi, getur gert Ísland að mestu sambandslaust við umheiminn og haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni íslenska ríkisins, jafnt efnahags-, öryggis-, varnar- og almannahagsmuni líkt og bent er á í skýrslu þjóðaröryggisráðs frá því í febrúar á þessu ári um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Þar segir: „Innan Íslands tengjast sæstrengirnir við stofnljósleiðaranetið sem er hringtenging um landið. Þessi stofnljósleiðari er mikilvægur hlekkur í öllum fjarskiptum hér á landi. Flest fjarskiptakerfi, hvort sem um er að ræða minni ljósleiðaranet á landsbyggðinni eða farnet fjarskiptafyrirtækja, tengjast inn á þennan stofnljósleiðarastreng. Þessi stofnljósleiðarastrengur er að 5 /8 hlutum í eigu Mílu ehf. og að 3 /8 hlutum í eigu NATO. Míla ehf. sér um rekstur og viðhald allra þráðanna átta í strengnum.“ Ljósleiðarastrengirnir eru undirstaða flestra fjarskiptakerfa sem notuð eru á Íslandi, þar á meðal símkerfis, farsímakerfis, Tetraneyðarfjarskiptakerfis, mikilvægra gagnatenginga fyrir helstu stoðkerfi landsins og almennrar internettengingar landsmanna. Hvað er til ráða? Nú ætlar Síminn að selja Mílu. Lífeyrissjóðirnir eiga þar meirihluta en ætla nú að selja og hugsanlega kaupa aftur að hluta dýru verði. Stundum er því haldið fram að það sé alveg jafn gott að mikilvægir innviðir samfélagsins séu í eigu lífeyrissjóða og hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. En það er ekki rétt nákvæmlega eins og dæmið um fyrirhugaða sölu á Mílu sannar. Lífeyrissjóðir geta selt sína hluti þegar þeim sýnist. En sem betur fer eigum við löggjöf um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þau eru að vísu komin til ára sinna. Eru frá árinu 1991. Þar segir í 12. grein að ef erlend fjárfesting ógnar öryggi landsins geti ráðherra stöðvað slíka fjárfestingu enda kynni ráðherra ákvörðun sína innan átta vikna frá því að samningur er gerður. Þannig að stjórnvöld og ráðherra fjarskiptamála hafa átta vikur frá deginum í dag til að meta og eftir atvikum stöðva sölu Símans á Mílu. Almenningur ber kostnað Fákeppni og einokun á fjarskiptamarkaði getur valdið kostnaði fyrir almenning, fyrirtæki og opinbera aðila þar sem ákvarðanir um verðhækkanir eru teknar einhliða og neytendur verða að borga uppsett verð. Líkt og Miðstjórn ASÍ bendir á í nýlegri ályktun er það íslenskt samfélag sem situr uppi með kostnaðinn ef illa fer vegna sölu á Mílu. Áhættan liggur því hjá íslenska ríkinu og íslenskum almenningi, ekki hjá erlendum fjárfestum. Sala Símans á sínum tíma var óráð og ástæðan fyrir því að við stöndum í þessum sporum í dag. Hvað varð annars um peningana sem ríkið átti að fá fyrir söluna á Símanum á sínum tíma? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar