Erlent

Auð­kennis­þjófnaður gæti af­hjúpað þá seku í Hagen-málinu

Þorgils Jónsson skrifar
Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Lögreglan hefur rannsakað hvarf Önnu-Elísabethar HAgen í þrjú ár og er eiginmaður hennar grunaður um að hafa ráðið henni bana. Nú er einblínt á auðkennisþjófnað sem tengist hvarfinu og öðrum afbrotum.
Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Lögreglan hefur rannsakað hvarf Önnu-Elísabethar HAgen í þrjú ár og er eiginmaður hennar grunaður um að hafa ráðið henni bana. Nú er einblínt á auðkennisþjófnað sem tengist hvarfinu og öðrum afbrotum. Vísir/AP

Norska lögreglan heldur ótrauð áfram rannsókninni á máli Önnu-Elísabetar Hagen, sem hvarf sporlaust fyrir réttum þremur árum. Eiginmaður Önnu-Elísabetar, auðkýfingurinn Tom Hagen, er grunaður um að hafa myrt hana, en neitar staðfastlega sök.

Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins (NRK) beina rannsakendur augum sínum að auðkennisþjófnaði þar sem líklegt þykir að þau sem stóðu að hvarfinu hafi nýtt sér persónuupplýsingar norsks karlmanns í misjöfnum tilgangi.

Lögreglan vonast til þess að ef auðkennisþjófnaðurinn skýrist muni það varpa ljósi á Hagen-málið, og leggur því höfuðáherslu á þann anga málsins.

Rétt eftir hvarfið sagðist Tom Hagen hafa fundið hótunarbréf í húsinu, þar sem beðið var um að lausnargjald yrði greitt með rafmyntum.

Lögreglan er á því að auðkenni mannsins hafi verið nýtt til að stofna aðganga fyrir Bitcoin og Monero, og í frétt TV2 er líkum leitt að því að auðkennið hafi verið notað í öðrum brotum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×