Metum störf kvenna til launa! Tatjana Latinovic og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifa 24. október 2021 11:31 Í haust birtust nýjar tölur frá Hagstofu Íslands þar sem fram kemur að launamunur kynjanna heldur áfram að minnka hér á Íslandi. Munurinn á heildarlaunum kvenna og karla er nú 22,8% og hefur minnkað töluvert frá árinu á undan þegar samsvarandi munur var 24,9%. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að við á Íslandi séum smám saman að uppræta kynbundið kjaramisrétti. En þetta er einnig skelfileg staðreynd, að við búum í samfélagi þar sem helmingur þjóðarinnar býr enn við landlægt og rótgróið misrétti. Kynbundin skipting vinnumarkaðar skýrir að miklu leyti launamun sem enn er til staðar og okkur mun ekki takast að uppræta hann fyrr en sátt næst um mikilvægi svokallaða „kvennastarfa“. Við búum enn í samfélagi þar sem störf kvenna eru minna metin en störf karla, þar sem framlag kvenna til samfélagsins er enn talið minna virði en framlag karla. Heimsfaraldur COVID-19 hefur dregið fram mikilvægi umönnunar, fræðslu og þjónustu, starfsgreina þar sem konur eru í miklum meirihluta. Þegar litið er á dreifingu launa eftir starfsgreinum kemur í ljós að þessi störf eru minna metin til launa en önnur, svo framleiðsla eða byggingarstarfsemi. Við sem samfélag þurfum að meta heildstætt virði ólíkra starfa og greiða sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf. Kvenréttindafélag Íslands styður heilshugar við áætlanir til að leiðrétta skakkt verðmætamat samfélagsins sem lagðar voru fram í haust í skýrslu forsætisráðherra. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þurfum við ekki aðeins verkfæri og verkferla, heldur samstilltan vilja og kraft. Konur hafa gengið úr vinnu sex sinnum síðustu hálfa öldina til að mótmæla landlægu kjaramisrétti kynjanna hér á landi, á kvennafrídegi 1975, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Kvenréttindafélag Íslands minnir á kröfur kvenna sem lesnar voru upp á baráttufundi á Arnarhóli þann 24. október 2018: Jafnréttismál eru hagsmunir okkar allra, ekki bara kvenna. Breytum menningunni og hugarfarinu, saman! Stöndum saman og höfum hátt! Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Kjarajafnrétti STRAX! Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í haust birtust nýjar tölur frá Hagstofu Íslands þar sem fram kemur að launamunur kynjanna heldur áfram að minnka hér á Íslandi. Munurinn á heildarlaunum kvenna og karla er nú 22,8% og hefur minnkað töluvert frá árinu á undan þegar samsvarandi munur var 24,9%. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að við á Íslandi séum smám saman að uppræta kynbundið kjaramisrétti. En þetta er einnig skelfileg staðreynd, að við búum í samfélagi þar sem helmingur þjóðarinnar býr enn við landlægt og rótgróið misrétti. Kynbundin skipting vinnumarkaðar skýrir að miklu leyti launamun sem enn er til staðar og okkur mun ekki takast að uppræta hann fyrr en sátt næst um mikilvægi svokallaða „kvennastarfa“. Við búum enn í samfélagi þar sem störf kvenna eru minna metin en störf karla, þar sem framlag kvenna til samfélagsins er enn talið minna virði en framlag karla. Heimsfaraldur COVID-19 hefur dregið fram mikilvægi umönnunar, fræðslu og þjónustu, starfsgreina þar sem konur eru í miklum meirihluta. Þegar litið er á dreifingu launa eftir starfsgreinum kemur í ljós að þessi störf eru minna metin til launa en önnur, svo framleiðsla eða byggingarstarfsemi. Við sem samfélag þurfum að meta heildstætt virði ólíkra starfa og greiða sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf. Kvenréttindafélag Íslands styður heilshugar við áætlanir til að leiðrétta skakkt verðmætamat samfélagsins sem lagðar voru fram í haust í skýrslu forsætisráðherra. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þurfum við ekki aðeins verkfæri og verkferla, heldur samstilltan vilja og kraft. Konur hafa gengið úr vinnu sex sinnum síðustu hálfa öldina til að mótmæla landlægu kjaramisrétti kynjanna hér á landi, á kvennafrídegi 1975, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Kvenréttindafélag Íslands minnir á kröfur kvenna sem lesnar voru upp á baráttufundi á Arnarhóli þann 24. október 2018: Jafnréttismál eru hagsmunir okkar allra, ekki bara kvenna. Breytum menningunni og hugarfarinu, saman! Stöndum saman og höfum hátt! Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Kjarajafnrétti STRAX! Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar