Þarf ekki að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 08:55 Frá Hörgársveit. Vísir/Arnar Landeigandi í Hörgársveit þarf ekki að greiða kostnað sem féll á Hörgársveit þegar sveitarfélagið lét handsama tvo graðhesta sem sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sneri þar með við dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra frá síðasta ári þar sem landeigandinn var dæmdur til að greiða sveitarfélaginu rúma eina milljón króna vegna málsins. Málið má rekja til þess að í ágúst 2017 varð bóndi í Hörgársveit var við tvo graðhesta og fleiri hross á landi sínu. Hafði hann samband við sveitarstjórann sem kom því í verk að graðhestarnir voru handsamaðir og fjarlægðir. Haft var samband við þann sem talinn var eigandi hestanna, umræddur landeigandi, og honum gefinn kostur á því að ná í þá og greiða þann kostnað sem féll til þegar þeir voru handsamaðir. Varð hann ekki við því og svo fór að hestarnir tveir voru boðin upp á nauðungaruppboði. Sveitarfélagið keypti hestana og lét lóga þeim. Sveitarfélagið krafði svo landeigandann um greiðslu kostnaðar vegna graðhestanna, sem landeigandinn neitaði að borga, þannig að úr varð umrætt dómsmál. Eftir að héraðsdómur dæmdi sveitarfélaginu í vil áfrýjaði landeigandinn til Landsréttar, sem kvað upp dóm sinn á föstudaginn í síðustu viku. Tókst ekki að sanna eignarhaldið Í dómi Landsréttar kemur fram að engin sönnunargögn liggi fyrir í málinum um að landeigandinn hafi verið eigandi eða umráðamaður umræddra graðhesta. Þótt að lagt hafi verið til grundvallar að hestarnir hafi komið frá landi í eigu landeigands, hafi ekkert verið gert til þess að kanna afstöðu annarra hestaeiganda sem fyrir liggur að voru með hesta í vörslu á landinu á umræddum tíma. Taldi Landsréttur því rétt að láta sveitarfélagið bera hallann af sönnunarskorti um að landeigandinn hafi verið umráðamaður eða eigandi hestana. Þarf hann því ekki að greiða þann kostnað sem féll á Hörgársveit vegna málsins. Dómsmál Hörgársveit Hestar Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sneri þar með við dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra frá síðasta ári þar sem landeigandinn var dæmdur til að greiða sveitarfélaginu rúma eina milljón króna vegna málsins. Málið má rekja til þess að í ágúst 2017 varð bóndi í Hörgársveit var við tvo graðhesta og fleiri hross á landi sínu. Hafði hann samband við sveitarstjórann sem kom því í verk að graðhestarnir voru handsamaðir og fjarlægðir. Haft var samband við þann sem talinn var eigandi hestanna, umræddur landeigandi, og honum gefinn kostur á því að ná í þá og greiða þann kostnað sem féll til þegar þeir voru handsamaðir. Varð hann ekki við því og svo fór að hestarnir tveir voru boðin upp á nauðungaruppboði. Sveitarfélagið keypti hestana og lét lóga þeim. Sveitarfélagið krafði svo landeigandann um greiðslu kostnaðar vegna graðhestanna, sem landeigandinn neitaði að borga, þannig að úr varð umrætt dómsmál. Eftir að héraðsdómur dæmdi sveitarfélaginu í vil áfrýjaði landeigandinn til Landsréttar, sem kvað upp dóm sinn á föstudaginn í síðustu viku. Tókst ekki að sanna eignarhaldið Í dómi Landsréttar kemur fram að engin sönnunargögn liggi fyrir í málinum um að landeigandinn hafi verið eigandi eða umráðamaður umræddra graðhesta. Þótt að lagt hafi verið til grundvallar að hestarnir hafi komið frá landi í eigu landeigands, hafi ekkert verið gert til þess að kanna afstöðu annarra hestaeiganda sem fyrir liggur að voru með hesta í vörslu á landinu á umræddum tíma. Taldi Landsréttur því rétt að láta sveitarfélagið bera hallann af sönnunarskorti um að landeigandinn hafi verið umráðamaður eða eigandi hestana. Þarf hann því ekki að greiða þann kostnað sem féll á Hörgársveit vegna málsins.
Dómsmál Hörgársveit Hestar Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54