Flestir létust úr æxli eða blóðrásarsjúkdómum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 10:34 Æxli og blóðrásarsjúkdómar drógu flesta til dauða á síðasta áratug. Blóðrásarsjúkdómar eða æxli voru algengustu dánarorsakir Íslendinga á síðasta áratug. Dánartíðni af þessum orsökum hefur þó dregist töluvert saman frá aldamótum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem hefur birt talnaefni um dánarmein þeirra sem áttu lögheimili á Íslandi við andlát á árunum 2011 til 2020. Yfir tíu ára tímabil frá 2011 til 2020 dóu flestir á Íslandi úr blóðrásarsjúkdómum eða 6.946 landsmenn sem svarar til tæplega þriðjungs allra látinna, 32 prósent. Þar á eftir létust 6.170 úr æxlum eða 28,4 prósent látinna. Alls létust 2.286 úr sjúkdómum í taugakerfi, 10,5 prósent, og 1.840 úr sjúkdómum í öndunarfærum, eða 8,5 prósent. Fæstir dóu vegna ytri orsaka eða 1.433 sem svarar til 6,6 prósent af heildarfjölda látinna yfir tímabilið 2011–2020. Ytri orsakir eru til dæmis slys eða sjálfsvíg. Algengustu dánarmein eftir kyni tímabilu 2011-2020.Hagstofan Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að þegar rýnt sé í dánarmein hjá yngri aldurshópum kemur í ljós að dánarmein skiptast þar með öðrum hætti en þegar horft er til dánarmeina allra. Fram að 34 ára deyja til að mynda flestir úr ytri orsökum eða 55,2 prósent. Töluverður munur er á kynjunum á þessum aldri en 61 prósent karla deyja af ytri orsökum á móti 42 prósent kvenna. Sjúkdómar í taugakerfi jukust mest en dánartíðni vegna æxla og blóðrásarsjúkdóma fer lækkandi Heildarfjöldi dauðsfalla og hlutfall einstakra dánarorsaka er breytilegt eftir aldurssamsetningu mannfjöldans. Hagstofa Íslands notast við aldursstaðlaða dánartíðni, aldursstaðlað á hverja 100.000 íbúa af staðalþýði, til þess að auðvelda samanburð á dánartíðni, bæði yfir tíma og á milli landa. Á vef Hagstofunnar má sjá hvernig aldursstöðluð dánartíðni algengustu orsaka hefur þróast yfir tíma. Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum jukust mest á tímabilinu, fóru úr 46 tilfellum af hverjum 100.000 íbúum árið 2001 í rúm 87 árið 2020 sem er aukning um 89 prósent. Dánartíðni vegna algengustu dánarorsaka 1996 til 2020.Hagstofan Aldursstöðluð dánartíðni vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi dróst hins vegar saman um 41 prósent, fór úr 422 í 248 af hverjum 100.000 íbúum, á tímabilinu 2001–2020. Sömu sögu er að segja af æxlum og öndunarfærasjúkdómum en þar var samdrátturinn 22 prósent og 21 prósent yfir sama tímabil. Covid-19 komið inn í tölurnar Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að teknir hafi verið í notkun tveir nýir dánarmeinakóðar á árinu 2020 en þeir tengjast báðir Covid-19, en faraldurinn hófst sem kunnugt er á síðasta ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar dóu 29 einstaklingar úr Covid-19 og einn einstaklingur vegna eftirstöðva COVID-19 á síðasta ári. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem hefur birt talnaefni um dánarmein þeirra sem áttu lögheimili á Íslandi við andlát á árunum 2011 til 2020. Yfir tíu ára tímabil frá 2011 til 2020 dóu flestir á Íslandi úr blóðrásarsjúkdómum eða 6.946 landsmenn sem svarar til tæplega þriðjungs allra látinna, 32 prósent. Þar á eftir létust 6.170 úr æxlum eða 28,4 prósent látinna. Alls létust 2.286 úr sjúkdómum í taugakerfi, 10,5 prósent, og 1.840 úr sjúkdómum í öndunarfærum, eða 8,5 prósent. Fæstir dóu vegna ytri orsaka eða 1.433 sem svarar til 6,6 prósent af heildarfjölda látinna yfir tímabilið 2011–2020. Ytri orsakir eru til dæmis slys eða sjálfsvíg. Algengustu dánarmein eftir kyni tímabilu 2011-2020.Hagstofan Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að þegar rýnt sé í dánarmein hjá yngri aldurshópum kemur í ljós að dánarmein skiptast þar með öðrum hætti en þegar horft er til dánarmeina allra. Fram að 34 ára deyja til að mynda flestir úr ytri orsökum eða 55,2 prósent. Töluverður munur er á kynjunum á þessum aldri en 61 prósent karla deyja af ytri orsökum á móti 42 prósent kvenna. Sjúkdómar í taugakerfi jukust mest en dánartíðni vegna æxla og blóðrásarsjúkdóma fer lækkandi Heildarfjöldi dauðsfalla og hlutfall einstakra dánarorsaka er breytilegt eftir aldurssamsetningu mannfjöldans. Hagstofa Íslands notast við aldursstaðlaða dánartíðni, aldursstaðlað á hverja 100.000 íbúa af staðalþýði, til þess að auðvelda samanburð á dánartíðni, bæði yfir tíma og á milli landa. Á vef Hagstofunnar má sjá hvernig aldursstöðluð dánartíðni algengustu orsaka hefur þróast yfir tíma. Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum jukust mest á tímabilinu, fóru úr 46 tilfellum af hverjum 100.000 íbúum árið 2001 í rúm 87 árið 2020 sem er aukning um 89 prósent. Dánartíðni vegna algengustu dánarorsaka 1996 til 2020.Hagstofan Aldursstöðluð dánartíðni vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi dróst hins vegar saman um 41 prósent, fór úr 422 í 248 af hverjum 100.000 íbúum, á tímabilinu 2001–2020. Sömu sögu er að segja af æxlum og öndunarfærasjúkdómum en þar var samdrátturinn 22 prósent og 21 prósent yfir sama tímabil. Covid-19 komið inn í tölurnar Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að teknir hafi verið í notkun tveir nýir dánarmeinakóðar á árinu 2020 en þeir tengjast báðir Covid-19, en faraldurinn hófst sem kunnugt er á síðasta ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar dóu 29 einstaklingar úr Covid-19 og einn einstaklingur vegna eftirstöðva COVID-19 á síðasta ári.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira