„Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2021 13:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er þrátt fyrir að vera aðeins tvítug þegar búin að spila 10 A-landsleiki og skora þrjú mörk, verða tvisvar Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Breiðabliki, og hefja atvinnumannsferil sinn með Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari í vor. vísir/Hulda Margrét Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. Glódís kom til Bayern frá Rosengård í júlí og þrátt fyrir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu fékk hún fljótt tækifæri í byrjunarliði og virðist hafa stimplað sig vel inn í liðið. Þær Karólína og Glódís verða líklega í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Kýpur á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Á blaðamannafundi fyrir landsleikinn var Karólína spurð hvernig væri að hafa fengið Glódísi til München: „Það er búið að vera stórkostlegt. Ég get ekki kvartað. Hún og Kristófer [Eggertsson, sambýlismaður Glódísar] eru búin að hugsa um mig eins og mamma og pabbi. Það er búið að vera yndislegt,“ sagði Karólína létt. Klippa: Karólína um Glódísi Karólína er aðeins tvítug en hefur þegar landað Þýskalandsmeistaratitli með Bayern. Þó að Glódís sé aðeins sex árum eldri dregur Karólína ekkert úr því að sér líði eins og hún sé komin með nýtt sett af foreldrum til Þýskalands: „Þau eru dugleg að bjóða manni í mat og maður er bara orðinn eitthvað litla barn þarna,“ sagði Karólína spaugsöm, en var svo fljót að bæta við hve góð áhrif Glódís hefði einnig haft innan vallar: „Svo hefur Glódís komið fáránlega vel inn í liðið. Maður sér núna hversu frábær íþróttakona hún er – smellpassaði bara inn í hópinn og ég held að hún sé strax orðin ein af lykilmönnunum.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00 Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Glódís kom til Bayern frá Rosengård í júlí og þrátt fyrir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu fékk hún fljótt tækifæri í byrjunarliði og virðist hafa stimplað sig vel inn í liðið. Þær Karólína og Glódís verða líklega í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Kýpur á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Á blaðamannafundi fyrir landsleikinn var Karólína spurð hvernig væri að hafa fengið Glódísi til München: „Það er búið að vera stórkostlegt. Ég get ekki kvartað. Hún og Kristófer [Eggertsson, sambýlismaður Glódísar] eru búin að hugsa um mig eins og mamma og pabbi. Það er búið að vera yndislegt,“ sagði Karólína létt. Klippa: Karólína um Glódísi Karólína er aðeins tvítug en hefur þegar landað Þýskalandsmeistaratitli með Bayern. Þó að Glódís sé aðeins sex árum eldri dregur Karólína ekkert úr því að sér líði eins og hún sé komin með nýtt sett af foreldrum til Þýskalands: „Þau eru dugleg að bjóða manni í mat og maður er bara orðinn eitthvað litla barn þarna,“ sagði Karólína spaugsöm, en var svo fljót að bæta við hve góð áhrif Glódís hefði einnig haft innan vallar: „Svo hefur Glódís komið fáránlega vel inn í liðið. Maður sér núna hversu frábær íþróttakona hún er – smellpassaði bara inn í hópinn og ég held að hún sé strax orðin ein af lykilmönnunum.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00 Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00
Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01
Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49
Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01