Lífið

Eydís Evensen og Einar Egils nýtt par

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eydís Evensen og Einar Egils hafa unnið mikið af flottum verkefnum saman síðustu mánuði.
Eydís Evensen og Einar Egils hafa unnið mikið af flottum verkefnum saman síðustu mánuði. Samsett/Facebook

Leikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn Einar Egils og tónskáldið Eydís Helena Evensen eru komin í samband. Hamingjuóskum hefur rignt yfir þau síðan þau opinberuðu sambandið. 

Parið er á ferðalagi saman í augnablikinu og sýndu frá því á samfélagsmiðlum þegar Eydís spilaði á flygil, umkringd kertaljósum. Það fylgdi ekki sögunni hvort þetta hafi verið tekið á tónleikum eða hvort þau voru að taka upp nýtt tónlistarmyndband. 

Eydís spilaði bæði í Madríd og París í síðustu viku. Hún spilar svo á öðrum tónleikum í París þann 5. nóvember næstkomandi.

Einar hefur leikstýrt nokkrum tónlistarmyndböndum fyrir tónskáldið síðustu mánuði, meðal annars við lagið Bylur og einnig Midnight Moon sem Eydís gaf út með GDRN og Kex tónleikana sem sýndir voru hér á Vísi. 

Einar starfaði áður með hljómsveitinni Steed Lord. Hann hefur meðal annars gert myndbönd fyrir John Ledgend, Eivør og Ásgeir Trausta síðustu misseri. Hann er er fyrrum eiginmaður söngkonunnar Svölu Björgvins. 

Eydís hefur spilað á píanó frá því hún var barn eins og kom fram í helgarviðtali við hana hér á Vísi fyrr á árinu. Hún starfaði sem fyrirsæta erlendis síðustu ár en skrifaði undir hjá Sony eftir að heilla þau upp úr skónum á Airwaves árið 2018. Hún er nú búin að hella sér alveg út í tónlistina.

Smáskífa hennar Brotin var fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. Plata hennar Bylur hefur vakið mikla athygli og spilaði Eydís á dögunum á tónleikum í Royal Albert Hall í London. 


Tengdar fréttir

Fallegur flutningur Eydísar og GDRN

Eydís Helena Evensen píanóleikari og tónskáld kemur fram í nýjasta myndbandi KEX Live at Home. Eydís flutti þar lögin af plötu sinni Bylur.

„Tilfinningin er hreint út sagt alveg mögnuð“

Eldgosið við Fagradalsfjall spilar stórt hlutverk í nýju myndbandi píanóleikarana og tónskáldsins Eydísar Evensen. Lagið Bylur er af samnefndri plötu Eydísar, sem kom út í dag. Platan er gefin út af Sony útgáfufyrirtækinu XXIM Records.

„Ég er svolítið að henda mér í djúpu laugina“

Í gær kynnti tónlistarrisinn Sony um nýtt útgáfumerki á sínum vegum, XXIM Records. Fyrsti listamaðurinn sem útgáfufyrirtækið kynnir er hin íslenska Eydís Helena Evensen, píanóleikari og tónskáld frá Blönduósi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×