Tvöfalt líklegri til að vera tekin kyrkingartaki af maka en í slag niðri í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2021 22:21 Drífa Jónasdóttir vann rannsóknina sem hluta af doktorsnámi sínu við læknadeild Háskóla Íslands. Vísir/Egill Konum sem leitað hafa á spítala vegna ofbeldis hefur fækkað mikið á síðustu fimmtán árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsakandi segir niðurstöðurnar óvæntar, sérstaklega í ljósi þeirrar vitundarvakningar sem hefur orðið í samfélaginu síðustu ár. Í rannsókninni voru bornir saman hópar kvenna sem leitað hafa á bráðamóttöku frá 2005 til 2019 vegna heimilisofbeldis annars vegar og annars konar ofbeldis hins vegar, til dæmis slagsmála niðri í bæ eða ofbeldis á vinnustað. Rannsóknin náði til fjögur þúsund kvenna. Fjórar af hverjum tíu konum sem leituðu á bráðamóttöku voru með áverka eftir heimilisofbeldi. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og einn rannsakenda, segir þetta mjög hátt hlutfall. „Þær voru að koma alveg ítrekað, voru að koma aftur og aftur út af líkamlegum áverkum á slysó,“ segir Drífa. Áhyggjuefni og algjörlega galið Áverkar á hópunum tveimur voru sambærilegir en í einu tilliti var afgerandi munur. Konur sem leituðu á spítala vegna heimilisofbeldis voru tvöfalt líklegri til að vera með áverka eftir hálstak en konur í hinum hópnum. „Sem er auðvitað áhyggjuefni og algjörlega galið að makar séu að taka konurnar sínar kyrkingartaki. Og athyglisvert að fá það staðfest að það er mikið algengara að ég myndi lenda í því sem þolandi heimilisofbeldis heldur en ef ég myndi lenda í slag einhvers staðar niðri í bæ,“ segir Drífa. Á umræddu fimmtán ára tímabili hefur jafnframt orðið 45 prósent fækkun í komum kvenna sem leita á bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis. Fækkunin í almenna hópnum er meiri, eða 61 prósent. Drífa segir þetta hafa komið sér á óvart. „Á ekki lengra tímabili en þetta og á þessum tímum þar sem er verið að tala um þessa vitundarvakningu og fólk skammast sín kannski ekki eins mikið kannski og fyrir fimmtán árum fyrir að vera í ofbeldissambandi og vill koma fram. Og líka þessi mikla fækkun í almenna ofbeldinu. Það er sextíu og eitt prósent. Það er mjög mikið á þessum tíma,“ segir Drífa. „Þannig að af hverju virðast konur vera hættar að koma á bráðamóttökuna í Fossvogi? Ég veit það ekki, það er bara næsta doktorsverkefni.“ Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í rannsókninni voru bornir saman hópar kvenna sem leitað hafa á bráðamóttöku frá 2005 til 2019 vegna heimilisofbeldis annars vegar og annars konar ofbeldis hins vegar, til dæmis slagsmála niðri í bæ eða ofbeldis á vinnustað. Rannsóknin náði til fjögur þúsund kvenna. Fjórar af hverjum tíu konum sem leituðu á bráðamóttöku voru með áverka eftir heimilisofbeldi. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og einn rannsakenda, segir þetta mjög hátt hlutfall. „Þær voru að koma alveg ítrekað, voru að koma aftur og aftur út af líkamlegum áverkum á slysó,“ segir Drífa. Áhyggjuefni og algjörlega galið Áverkar á hópunum tveimur voru sambærilegir en í einu tilliti var afgerandi munur. Konur sem leituðu á spítala vegna heimilisofbeldis voru tvöfalt líklegri til að vera með áverka eftir hálstak en konur í hinum hópnum. „Sem er auðvitað áhyggjuefni og algjörlega galið að makar séu að taka konurnar sínar kyrkingartaki. Og athyglisvert að fá það staðfest að það er mikið algengara að ég myndi lenda í því sem þolandi heimilisofbeldis heldur en ef ég myndi lenda í slag einhvers staðar niðri í bæ,“ segir Drífa. Á umræddu fimmtán ára tímabili hefur jafnframt orðið 45 prósent fækkun í komum kvenna sem leita á bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis. Fækkunin í almenna hópnum er meiri, eða 61 prósent. Drífa segir þetta hafa komið sér á óvart. „Á ekki lengra tímabili en þetta og á þessum tímum þar sem er verið að tala um þessa vitundarvakningu og fólk skammast sín kannski ekki eins mikið kannski og fyrir fimmtán árum fyrir að vera í ofbeldissambandi og vill koma fram. Og líka þessi mikla fækkun í almenna ofbeldinu. Það er sextíu og eitt prósent. Það er mjög mikið á þessum tíma,“ segir Drífa. „Þannig að af hverju virðast konur vera hættar að koma á bráðamóttökuna í Fossvogi? Ég veit það ekki, það er bara næsta doktorsverkefni.“
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira