Allt að ársbið eftir sálfræðingi Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2021 22:00 Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðissviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Arnar Dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í allt að ár eftir sálfræðiaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skortur er á sálfræðingum að sögn framkvæmdastjóra geðheilbrigðismála. Biðtími eftir geðheilbrigðisaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins getur verið frá nokkrum vikum og upp í ár. Ef beðið er eftir þjónustu geðheilbrigðisteymis, sem er fyrir þá sem þurfa á þverfaglegri aðstoð að halda og þéttri eftirfylgni, getur biðtíminn verið nokkrar vikur og upp í fimm til sex mánuði. Biðtími til sálfræðinga á heilsugæslustöðvum, sem fólk með vægari vanda sækir í, getur verið misjafn. Stöðvarnar eru 15 talsins og getur biðtíminn verið frá nokkrum vikum og sum staðar upp í ár. „Það vantar fólk á sumar stöðvarnar. Eftirspurnin er gríðarlega mikil eftir þessari þjónustu,“ segir Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil eftirspurn er eftir sálfræðingum í samfélaginu og erfitt að keppast um þá. Fimmtíu sálfræðingar starfa hjá heilsugæslunni í dag. „Þeir vinna úti í bæ. Þeir vinna í endurhæfingu, þeir eru í rannsóknum, kennslu, vísindum og vinnustöðvum. Það er orðinn svo breiður starfsvettvangur fyrir þá að sækja um að það er sannarlega samkeppni um þessa stétt.“ Að hluta til megi rekja biðtímann til þess að þjónustan er að mestu niðurgreidd af ríkinu. Þeir sem fá þessa aðstoða greiða fimm hundruð krónur. „Á meðan ef það er farið út í bæ til sálfræðings þá þarf að borga 18 til 20 þúsund fyrir viðtalið,“ segir Guðlaug. Ásóknin sé því gríðarleg sem stendur en aukið fjármagn var sett í þessa þjónustu í fyrra og í ár. Hvert framhaldið verður á því er óvitað. Þeir sem helst leita eftir þessari þjónustu hjá heilsugæslunni þjást af þunglyndi og kvíða. „Síðan eru það allskyns lífskrísur sem fólk lendir í að sjálfsögðu. Fólk á að koma til okkar fyrst, sérstaklega ef vandinn er ekki orðinn alvarlegur. Þar eigum við að hjálpa fólki að þurfa ekki að fara eitthvað lengra í kerfinu.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Biðtími eftir geðheilbrigðisaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins getur verið frá nokkrum vikum og upp í ár. Ef beðið er eftir þjónustu geðheilbrigðisteymis, sem er fyrir þá sem þurfa á þverfaglegri aðstoð að halda og þéttri eftirfylgni, getur biðtíminn verið nokkrar vikur og upp í fimm til sex mánuði. Biðtími til sálfræðinga á heilsugæslustöðvum, sem fólk með vægari vanda sækir í, getur verið misjafn. Stöðvarnar eru 15 talsins og getur biðtíminn verið frá nokkrum vikum og sum staðar upp í ár. „Það vantar fólk á sumar stöðvarnar. Eftirspurnin er gríðarlega mikil eftir þessari þjónustu,“ segir Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil eftirspurn er eftir sálfræðingum í samfélaginu og erfitt að keppast um þá. Fimmtíu sálfræðingar starfa hjá heilsugæslunni í dag. „Þeir vinna úti í bæ. Þeir vinna í endurhæfingu, þeir eru í rannsóknum, kennslu, vísindum og vinnustöðvum. Það er orðinn svo breiður starfsvettvangur fyrir þá að sækja um að það er sannarlega samkeppni um þessa stétt.“ Að hluta til megi rekja biðtímann til þess að þjónustan er að mestu niðurgreidd af ríkinu. Þeir sem fá þessa aðstoða greiða fimm hundruð krónur. „Á meðan ef það er farið út í bæ til sálfræðings þá þarf að borga 18 til 20 þúsund fyrir viðtalið,“ segir Guðlaug. Ásóknin sé því gríðarleg sem stendur en aukið fjármagn var sett í þessa þjónustu í fyrra og í ár. Hvert framhaldið verður á því er óvitað. Þeir sem helst leita eftir þessari þjónustu hjá heilsugæslunni þjást af þunglyndi og kvíða. „Síðan eru það allskyns lífskrísur sem fólk lendir í að sjálfsögðu. Fólk á að koma til okkar fyrst, sérstaklega ef vandinn er ekki orðinn alvarlegur. Þar eigum við að hjálpa fólki að þurfa ekki að fara eitthvað lengra í kerfinu.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira