Einkunnir Íslands: Flott frammistaða hjá flestum sem höfðu eitthvað að gera Íþróttadeild Vísis skrifar 26. október 2021 20:55 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar öðru af tveimur mörkum sínum gegn Kýpur í kvöld. VÍSIR/VILHELM Fjórir leikmenn fengu 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 5-0 sigri Íslands gegn Kýpur í undankeppni HM kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið var með boltann nánast allan tímann og aðeins einu sinni fékk Kýpur tækifæri til að skora mark í leiknum. Það var því sáralítið að gera hjá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem fékk tækifæri í marki Íslands, og varnarmenn íslenska liðsins þurftu aldrei að hafa sérstaklega mikið fyrir hlutunum. Framar á vellinum náðu svo nokkrir leikmenn íslenska liðsins að heilla með frammistöðu sinni en einkunnagjöf íslenska liðsins má sjá hér að neðan. Byrjunarliðið: Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður 6 Lýtalaus frammistaða í hennar fyrsta mótsleik fyrir Ísland. Því ber þó að bæta við að hin 18 ára gamla Cecilía þurfti aldrei að verja skot eða grípa fyrirgjöf í leiknum. Hún rétt snerti boltann til að taka þátt í spili og tók hann einu sinni upp með höndum eftir sendingu Kýpverja fram. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 7 Átti þátt í þriðja marki Íslands með fyrirgjöf sinni. Studdi ágætlega við Sveindísi en fór ekki mikið fram. Virðist bara líða vel í bakvarðarstöðunni. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Nálægt því að skora eftir hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Hefur líklega sjaldan spilað auðveldari leik í vörn íslenska liðsins og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Gat lítið gert gegn þessum mótherja til að sanna að hún eigi að endurheimta sætið í byrjunarliðinu. Sif Atladóttir, miðvörður 6 Sneri aftur í liðið eftir tveggja ára fjarveru og hafði afskaplega náðugan dag eins og öll íslenska vörnin. Á hælunum þegar Kýpur fékk sitt eina færi í fyrri hálfleik. Spilaði boltanum misvel frá sér og stundum fullhægt. Elísa Viðarsdóttir, vinstri bakvörður 8 Var afar dugleg að koma fram og kom að þremur marka Íslands í kvöld, réttfætt í stöðu vinstri bakvarðar. Átti fyrirgjöfina í fyrsta marki Íslands, rassastoðsendingu í þriðja markinu og sendingu yfir á Sveindísi í fjórða markinu. Þurfti ekkert að hafa fyrir varnarhlutverkinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8 Varfærin í leik sínum og kannski fulláhættufælin miðað við tilefnið. Passaði upp á vörnina og sendi boltann einfalt frá sér en átti líka mikilvægar sendingar líkt og í marki Sveindísar í fyrri hálfleik. Skoraði gott skallamark eftir hornspyrnu. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7 Hélt áfram að bæta við mörkum í þessum landsleikjaglugga og nálgast óðum Hólmfríði Magnúsdóttur sveitunga sinn í 2. sæti yfir markahæstu leikmenn landsliðsins, með 32 mörk í 95 leikjum sem miðjumaður. Spilaði boltanum vel og örugglega frá sér og var ágætlega hreyfanleg. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður 8 Kann að gera hlutina nógu hratt og gat opnað vörn Kýpur með einni sendingu eða jafnvel einni hreyfingu. Fer afar vel með boltann og skoraði mark í fyrri hálfleik, og raunar annað sem var ranglega dæmt af. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður 8 Var búin að gefa bakverði Kýpur hausverk eftir örfáar mínútur enda svona þrefalt fljótari. Kom Íslandi í 2-0 með því að skjótast leikandi framhjá varnarmanni og þruma í markið, og bætti við öðru marki í seinni hálfleik sem átti líklega að vera stoðsending. Áræðin að vanda en reyndi líka að finna samherja á réttum tímapunkti. Amanda Andradóttir, vinstri kantmaður 7 Fyrsti landsleikur í byrjunarliði. Reyndi mikið sjálf og stundum komu góðir hlutir út úr því en í önnur skipti snerti hún boltann of mikið. Með ofboðslega góða boltameðferð og gat auðveldlega leikið á Kýpverjana en erfitt að fella stóran dóm í ljósi þess hve mótspyrnan var lítil. Átti hornspyrnuna í fimmta marki Íslands. Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji 6 Kom sér í 2-3 færi í fyrri hálfleik og var ranglega dæmd brotleg eftir að hafa lagt upp mark. Var áfram dugleg í seinni hálfleiknum en hefði mátt nýta tækifærið betur í fremstu víglínu. Varamenn: Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Dagný Brynjarsdóttur á 63. mínútu 6 Kom inn sem aftasti miðjumaður og sá til þess að kýpverska liðið komst ekkert frekar fram á við en fyrr í leiknum. Karitas Tómasdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 63. mínútu 6 Skilaði sínu inni á miðjunni en var ekkert sérstaklega áberandi frekar en aðrir varamenn íslenska liðsins í leiknum. Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur á 68. mínútu 6 Tók þátt í að halda uppi pressu fyrir íslenska liðið en skapaði ekki nein dauðafæri að þessu sinni. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 68. mínútu 6 Fékk að spreyta sig í bakvarðarstöðunni, hægra megin en ekki vinstra megin eins og hún hefur gert undanfarið með Breiðabliki. Ekkert út á hennar leik að setja. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttur á 75. mínútu 6 Nálægt því að sleppa í gegnum vörnina einu sinni en hafði sig annars ekki mikið í frammi frekar en aðrir varamenn íslenska liðsins. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Kýpur | Útlit fyrir markaregn í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta átti ekki í vandræðum með að vinna Kýpur, 5-0, í undankeppni HM í kvöld í síðasta heimaleik sínum á þessu ári. 26. október 2021 21:15 Mest lesið „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Íslenska liðið var með boltann nánast allan tímann og aðeins einu sinni fékk Kýpur tækifæri til að skora mark í leiknum. Það var því sáralítið að gera hjá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem fékk tækifæri í marki Íslands, og varnarmenn íslenska liðsins þurftu aldrei að hafa sérstaklega mikið fyrir hlutunum. Framar á vellinum náðu svo nokkrir leikmenn íslenska liðsins að heilla með frammistöðu sinni en einkunnagjöf íslenska liðsins má sjá hér að neðan. Byrjunarliðið: Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður 6 Lýtalaus frammistaða í hennar fyrsta mótsleik fyrir Ísland. Því ber þó að bæta við að hin 18 ára gamla Cecilía þurfti aldrei að verja skot eða grípa fyrirgjöf í leiknum. Hún rétt snerti boltann til að taka þátt í spili og tók hann einu sinni upp með höndum eftir sendingu Kýpverja fram. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 7 Átti þátt í þriðja marki Íslands með fyrirgjöf sinni. Studdi ágætlega við Sveindísi en fór ekki mikið fram. Virðist bara líða vel í bakvarðarstöðunni. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Nálægt því að skora eftir hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Hefur líklega sjaldan spilað auðveldari leik í vörn íslenska liðsins og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Gat lítið gert gegn þessum mótherja til að sanna að hún eigi að endurheimta sætið í byrjunarliðinu. Sif Atladóttir, miðvörður 6 Sneri aftur í liðið eftir tveggja ára fjarveru og hafði afskaplega náðugan dag eins og öll íslenska vörnin. Á hælunum þegar Kýpur fékk sitt eina færi í fyrri hálfleik. Spilaði boltanum misvel frá sér og stundum fullhægt. Elísa Viðarsdóttir, vinstri bakvörður 8 Var afar dugleg að koma fram og kom að þremur marka Íslands í kvöld, réttfætt í stöðu vinstri bakvarðar. Átti fyrirgjöfina í fyrsta marki Íslands, rassastoðsendingu í þriðja markinu og sendingu yfir á Sveindísi í fjórða markinu. Þurfti ekkert að hafa fyrir varnarhlutverkinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8 Varfærin í leik sínum og kannski fulláhættufælin miðað við tilefnið. Passaði upp á vörnina og sendi boltann einfalt frá sér en átti líka mikilvægar sendingar líkt og í marki Sveindísar í fyrri hálfleik. Skoraði gott skallamark eftir hornspyrnu. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7 Hélt áfram að bæta við mörkum í þessum landsleikjaglugga og nálgast óðum Hólmfríði Magnúsdóttur sveitunga sinn í 2. sæti yfir markahæstu leikmenn landsliðsins, með 32 mörk í 95 leikjum sem miðjumaður. Spilaði boltanum vel og örugglega frá sér og var ágætlega hreyfanleg. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður 8 Kann að gera hlutina nógu hratt og gat opnað vörn Kýpur með einni sendingu eða jafnvel einni hreyfingu. Fer afar vel með boltann og skoraði mark í fyrri hálfleik, og raunar annað sem var ranglega dæmt af. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður 8 Var búin að gefa bakverði Kýpur hausverk eftir örfáar mínútur enda svona þrefalt fljótari. Kom Íslandi í 2-0 með því að skjótast leikandi framhjá varnarmanni og þruma í markið, og bætti við öðru marki í seinni hálfleik sem átti líklega að vera stoðsending. Áræðin að vanda en reyndi líka að finna samherja á réttum tímapunkti. Amanda Andradóttir, vinstri kantmaður 7 Fyrsti landsleikur í byrjunarliði. Reyndi mikið sjálf og stundum komu góðir hlutir út úr því en í önnur skipti snerti hún boltann of mikið. Með ofboðslega góða boltameðferð og gat auðveldlega leikið á Kýpverjana en erfitt að fella stóran dóm í ljósi þess hve mótspyrnan var lítil. Átti hornspyrnuna í fimmta marki Íslands. Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji 6 Kom sér í 2-3 færi í fyrri hálfleik og var ranglega dæmd brotleg eftir að hafa lagt upp mark. Var áfram dugleg í seinni hálfleiknum en hefði mátt nýta tækifærið betur í fremstu víglínu. Varamenn: Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Dagný Brynjarsdóttur á 63. mínútu 6 Kom inn sem aftasti miðjumaður og sá til þess að kýpverska liðið komst ekkert frekar fram á við en fyrr í leiknum. Karitas Tómasdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 63. mínútu 6 Skilaði sínu inni á miðjunni en var ekkert sérstaklega áberandi frekar en aðrir varamenn íslenska liðsins í leiknum. Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur á 68. mínútu 6 Tók þátt í að halda uppi pressu fyrir íslenska liðið en skapaði ekki nein dauðafæri að þessu sinni. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 68. mínútu 6 Fékk að spreyta sig í bakvarðarstöðunni, hægra megin en ekki vinstra megin eins og hún hefur gert undanfarið með Breiðabliki. Ekkert út á hennar leik að setja. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttur á 75. mínútu 6 Nálægt því að sleppa í gegnum vörnina einu sinni en hafði sig annars ekki mikið í frammi frekar en aðrir varamenn íslenska liðsins.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Kýpur | Útlit fyrir markaregn í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta átti ekki í vandræðum með að vinna Kýpur, 5-0, í undankeppni HM í kvöld í síðasta heimaleik sínum á þessu ári. 26. október 2021 21:15 Mest lesið „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Í beinni: Ísland - Kýpur | Útlit fyrir markaregn í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta átti ekki í vandræðum með að vinna Kýpur, 5-0, í undankeppni HM í kvöld í síðasta heimaleik sínum á þessu ári. 26. október 2021 21:15