Mæla með bólusetningu barna niður í fimm ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2021 22:45 Ungur bandarískur drengur sést hér bólusettur fyrir kórónuveirunni. Búist er við því að bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára geti hafist snemma í næsta mánuði í Bandaríkjunum. Paul Hennessy/SOPA Images/LightRocket via Getty Sérfræðingar bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar (FDA) mæla með því að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett við kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að sérfræðingateymi á vegum stofnunarinnar hafi greitt atkvæði með því að mæla með bólusetningu barna í aldurshópnum. Bóluefni Pfizer hafði áður verið samþykkt fyrir fullorðna, og börn niður í allt að tólf ára aldur. Um 28 milljónir barna í Bandaríkjunum eru á aldrinum fimm til ellefu. Endanleg ákvörðun um bólusetningu hópsins liggur þó ekki fyrir, en hún er háð frekara samþykki innan FDA, auk samþykkis sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Búist er við því að slíkt samþykki ætti að liggja fyrir 2. nóvember næstkomandi og að bólusetningar barna í aldurshópnum geti hafist daginn eftir. Börnin fá þriðjungsskammt af bóluefni Sérfræðingateymi FDA byggði ákvörðun sína meðal annars á því að kostir bólusetningar barna niður í fimm ára kæmu til með að vega þyngra en mögulegar aukaverkanir. Börnum í aldurshópnum verður gefið efnið í skammtastærð sem samsvarar þriðjungi af þeim skammti sem fullorðnir fá af bóluefninu. Samkvæmt tölum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa hátt í 740 þúsund manns dáið úr Covid-19 þar í landi. Þar af eru 160 börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að sérfræðingateymi á vegum stofnunarinnar hafi greitt atkvæði með því að mæla með bólusetningu barna í aldurshópnum. Bóluefni Pfizer hafði áður verið samþykkt fyrir fullorðna, og börn niður í allt að tólf ára aldur. Um 28 milljónir barna í Bandaríkjunum eru á aldrinum fimm til ellefu. Endanleg ákvörðun um bólusetningu hópsins liggur þó ekki fyrir, en hún er háð frekara samþykki innan FDA, auk samþykkis sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Búist er við því að slíkt samþykki ætti að liggja fyrir 2. nóvember næstkomandi og að bólusetningar barna í aldurshópnum geti hafist daginn eftir. Börnin fá þriðjungsskammt af bóluefni Sérfræðingateymi FDA byggði ákvörðun sína meðal annars á því að kostir bólusetningar barna niður í fimm ára kæmu til með að vega þyngra en mögulegar aukaverkanir. Börnum í aldurshópnum verður gefið efnið í skammtastærð sem samsvarar þriðjungi af þeim skammti sem fullorðnir fá af bóluefninu. Samkvæmt tölum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa hátt í 740 þúsund manns dáið úr Covid-19 þar í landi. Þar af eru 160 börn á aldrinum fimm til ellefu ára.
Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17