Rokkhljómsveitin SOMA með langþráða endurkomu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. október 2021 14:32 Hljómsveitin SOMA hefur snúið aftur eftir að hafa legið í dvala í 23 ár. SOMA Hljómsveitin SOMA hefur snúið aftur eftir að hún hætti skyndilega árið 1998 og hefur legið í dvala síðan þá. Hljómsveitin fagnar endurkomunni með tónleikum á Ölver næstkomandi föstudag þar sem öll gamla platan verður spiluð ásamt nýju efni. Hljómsveitin er þekktust fyrir smellinn Grandi Vogar II (Má ég gista) sem var eitt vinsælasta lag ársins 1997 og hefur öðlast sess sem eitt minnisstæðasta lag áratugarins. Hljómsveitin hætti hins vegar skyndilega árið 1998 og hafa sexmenningarnir sem skipa SOMA ekki komið allir saman síðan þá. Það var svo á síðasta ári sem hugmyndin um endurkomu kviknaði og hófust þá stífar æfingar. „Við fórum af stað bara þegar Covid var að byrja, þá ætluðum við að henda í comeback sko. Ég held að Covid hafi bara gert okkur gott. Það er ekki búið að vera neitt comeback en við erum bara búnir að vera gera ný lög,“ segir Guðmundur Annas Árnason, söngvari sveitarinnar. Í febrúar á þessu ári gaf hljómsveitin út sitt fyrsta lag eftir endurkomuna, Fólk eins og fjöll, sem fékk góðar viðtökur. SOMA átti vinsælasta lag ársins 1997 - Grandi Vogar II og kunni hver unglingur textann: „Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Ég skal vera í öllum fötunum, ofan á sænginni.“SOMA Nú er hins vegar loksins komið að endurkomutónleikunum og fara þeir fram á Ölveri föstudaginn 29. október. „Þetta er sama bandið, bara örlítið betra. Við erum með meiri reynslu. Við erum búnir að vera spila í öll þessi ár í öðrum böndum og annað. En það kom okkur á óvart að soundið sem við vorum með í gamla daga, það er ennþá þarna og það er það sem við erum mest ánægðir með,“ segir Guðmundur. Hann segir aldurinn ekki skipta neinu máli þegar kemur að tónlistinni og þrátt fyrir að þeir séu komnir á annan stað í lífinu núna sé ástríðan enn til staðar. „Þetta snýst bara um áhuga. Auðvitað æfir maður ekki fimm sinnum í viku eins og maður gerði í gamla daga. Maður þarf bara að vera áhugasamur og drífa þetta áfram.“ Hljómsveitin gaf nýlega út sitt annað lag síðan þeir komu saman aftur og ber lagið skemmtilega heitið Bara eitthvað lag. Í laginu má greina örlítið mýkri stemningu en í öðrum lögum bandsins, þótt gleðin og indíkrafturinn séu vissulega til staðar. „Ég hef sjaldan verið í meira músíkstuði. Tíminn er búinn að leiða okkur hingað og mér sýnist þetta comeback eiga eftir að dragast á langinn. Við erum með fleiri lög sem við eigum eftir að klára og fleira í vinnslu, þannig ég held að við séum ekkert að fara hætta strax.“ Guðmundur Annas var gestur í Harmageddon í síðasta mánuði þar sem hann ræddi endurkomuna. Tónlist Tengdar fréttir Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Hringja þessar línur einhverjum bjöllum? Á tíunda áratugnum var varla til sá unglingur sem ekki kunni viðlagið í laginu Grandi Vogar II með rokkhljómsveitinni Soma. Lagið kom út árið 1997 og vakti strax mikla athygli. Texti lagsins þótti ögrandi en á sama tíma einhvern veginn krúttlega saklaus. 25. febrúar 2021 19:47 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Hljómsveitin er þekktust fyrir smellinn Grandi Vogar II (Má ég gista) sem var eitt vinsælasta lag ársins 1997 og hefur öðlast sess sem eitt minnisstæðasta lag áratugarins. Hljómsveitin hætti hins vegar skyndilega árið 1998 og hafa sexmenningarnir sem skipa SOMA ekki komið allir saman síðan þá. Það var svo á síðasta ári sem hugmyndin um endurkomu kviknaði og hófust þá stífar æfingar. „Við fórum af stað bara þegar Covid var að byrja, þá ætluðum við að henda í comeback sko. Ég held að Covid hafi bara gert okkur gott. Það er ekki búið að vera neitt comeback en við erum bara búnir að vera gera ný lög,“ segir Guðmundur Annas Árnason, söngvari sveitarinnar. Í febrúar á þessu ári gaf hljómsveitin út sitt fyrsta lag eftir endurkomuna, Fólk eins og fjöll, sem fékk góðar viðtökur. SOMA átti vinsælasta lag ársins 1997 - Grandi Vogar II og kunni hver unglingur textann: „Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Ég skal vera í öllum fötunum, ofan á sænginni.“SOMA Nú er hins vegar loksins komið að endurkomutónleikunum og fara þeir fram á Ölveri föstudaginn 29. október. „Þetta er sama bandið, bara örlítið betra. Við erum með meiri reynslu. Við erum búnir að vera spila í öll þessi ár í öðrum böndum og annað. En það kom okkur á óvart að soundið sem við vorum með í gamla daga, það er ennþá þarna og það er það sem við erum mest ánægðir með,“ segir Guðmundur. Hann segir aldurinn ekki skipta neinu máli þegar kemur að tónlistinni og þrátt fyrir að þeir séu komnir á annan stað í lífinu núna sé ástríðan enn til staðar. „Þetta snýst bara um áhuga. Auðvitað æfir maður ekki fimm sinnum í viku eins og maður gerði í gamla daga. Maður þarf bara að vera áhugasamur og drífa þetta áfram.“ Hljómsveitin gaf nýlega út sitt annað lag síðan þeir komu saman aftur og ber lagið skemmtilega heitið Bara eitthvað lag. Í laginu má greina örlítið mýkri stemningu en í öðrum lögum bandsins, þótt gleðin og indíkrafturinn séu vissulega til staðar. „Ég hef sjaldan verið í meira músíkstuði. Tíminn er búinn að leiða okkur hingað og mér sýnist þetta comeback eiga eftir að dragast á langinn. Við erum með fleiri lög sem við eigum eftir að klára og fleira í vinnslu, þannig ég held að við séum ekkert að fara hætta strax.“ Guðmundur Annas var gestur í Harmageddon í síðasta mánuði þar sem hann ræddi endurkomuna.
Tónlist Tengdar fréttir Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Hringja þessar línur einhverjum bjöllum? Á tíunda áratugnum var varla til sá unglingur sem ekki kunni viðlagið í laginu Grandi Vogar II með rokkhljómsveitinni Soma. Lagið kom út árið 1997 og vakti strax mikla athygli. Texti lagsins þótti ögrandi en á sama tíma einhvern veginn krúttlega saklaus. 25. febrúar 2021 19:47 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Hringja þessar línur einhverjum bjöllum? Á tíunda áratugnum var varla til sá unglingur sem ekki kunni viðlagið í laginu Grandi Vogar II með rokkhljómsveitinni Soma. Lagið kom út árið 1997 og vakti strax mikla athygli. Texti lagsins þótti ögrandi en á sama tíma einhvern veginn krúttlega saklaus. 25. febrúar 2021 19:47