Ný íslensk hryllingsmynd tilnefnd til verðlauna Eiður Þór Árnason skrifar 27. október 2021 21:57 Áætlun Péturs og Miru um opnun gistihúss raskast þegar örlögin grípa í taumanna. Aðsend Íslenska hryllingsmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar er tilnefnd til tveggja verðlauna á Austin kvikmyndahátíðinni sem nú fram fer í Texas en kvikmyndin var heimsfrumsýnd þar á dögunum. It Hatched fjallar um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. Myndin keppir til verðlauna í flokkunum Dark Matters og Narrative Feature á Austin kvikmyndahátíðinni sem var fyrst haldin árið 1994. Meðal annarra kvikmynda á hátíðinni í ár eru The French Dispatch í leikstjórn Wes Anderson, Spencer með Kristen Stewart í aðalhlutverki og C´mon C´mon með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki. Horfa má á sýnishorn úr myndinni í spilaranum hér fyrir neðan. It Hatched fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum á vefnum The Scariest Things, sem sérhæfir sig í umfjöllun um hryllingsefni. Þar segist gagnrýnandinn Joseph Perry hafa skemmt sér konunglega yfir hryllingsgamanmyndinni og lýsir henni sem furðulegustu kvikmynd sem áhorfendur muni sjá á þessu ári. Þá hrósar Perry aðalleikurunum Gunnari Kristinssyni og Vivian Ólafsdóttur, sem fara með hlutverk Péturs og Miru, í hástert og segja leik þeirra í myndinni vera framúrskarandi. Sagan gerist að mestu á afskekktum stað á Vestfjörðum.Aðsend It Hatched er fyrsta kvikmynd leikstjórans Elvars Gunnarssonar í fullri lengd og skrifar hann handrit hennar ásamt Magnúsi Ómarssyni. Auk Gunnars og Vivian eru önnur burðarhlutverk í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar „Móra“ Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar. Kvikmyndin er framleidd af Bent Kingo Andersen, Vilius Petrikas, Guðfinni Ými Harðarsyni, Birki Sigurjónssyni, Heimi Bjarnasyni og Búa Baldvinssyni í samstarfi við Hero Productions. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fleiri fréttir Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Sjá meira
It Hatched fjallar um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. Myndin keppir til verðlauna í flokkunum Dark Matters og Narrative Feature á Austin kvikmyndahátíðinni sem var fyrst haldin árið 1994. Meðal annarra kvikmynda á hátíðinni í ár eru The French Dispatch í leikstjórn Wes Anderson, Spencer með Kristen Stewart í aðalhlutverki og C´mon C´mon með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki. Horfa má á sýnishorn úr myndinni í spilaranum hér fyrir neðan. It Hatched fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum á vefnum The Scariest Things, sem sérhæfir sig í umfjöllun um hryllingsefni. Þar segist gagnrýnandinn Joseph Perry hafa skemmt sér konunglega yfir hryllingsgamanmyndinni og lýsir henni sem furðulegustu kvikmynd sem áhorfendur muni sjá á þessu ári. Þá hrósar Perry aðalleikurunum Gunnari Kristinssyni og Vivian Ólafsdóttur, sem fara með hlutverk Péturs og Miru, í hástert og segja leik þeirra í myndinni vera framúrskarandi. Sagan gerist að mestu á afskekktum stað á Vestfjörðum.Aðsend It Hatched er fyrsta kvikmynd leikstjórans Elvars Gunnarssonar í fullri lengd og skrifar hann handrit hennar ásamt Magnúsi Ómarssyni. Auk Gunnars og Vivian eru önnur burðarhlutverk í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar „Móra“ Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar. Kvikmyndin er framleidd af Bent Kingo Andersen, Vilius Petrikas, Guðfinni Ými Harðarsyni, Birki Sigurjónssyni, Heimi Bjarnasyni og Búa Baldvinssyni í samstarfi við Hero Productions.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fleiri fréttir Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Sjá meira