Innlent

Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Á myndinni má sjá Neskaupstað.
Á myndinni má sjá Neskaupstað. Vísir/Vilhelm

Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist.

Ekki er vitað hvert rekja má upptök eldsins en skipverjum tókst ekki að slökkva eldinn af sjálfsdáðum. Í kjölfarið var drepið á vélum togarans og rýmum lokað. Skipið óskaði eftir aðstoð og svaraði systurskipið Bergey kallinu.

Bergey dregur Vestmannaey til hafnar í Neskaupstað en gert er ráð fyrir því að komið verði að landi upp úr klukkan tvö í nótt. Slökkvilið á svæðinu er í viðbragðsstöðu. Austurfrétt greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×