Lífið

Dópsali í sautján ára fangelsi vegna dauða Mac Miller

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mac Miller skaust upp á stjörnuhimininn þegar plata hans Best Day Ever kom út árið 2011.
Mac Miller skaust upp á stjörnuhimininn þegar plata hans Best Day Ever kom út árið 2011. Getty/Berman

Þrír menn voru ákærðir í tengslum við dauða rapparans Mac Miller. Einn hefur nú játað sekt sína að hluta og fallist á sautján ára fangelsisvist með dómsátt. Mac Miller lést árið 2018 eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum.

Dópsalinn, hinn 48 ára gamli Stephen Walter, játaði að hafa viljandi dreift töflum sem enduðu að lokum í höndum rapparans. Töflurnar hafði hann dulbúið sem verkjalyfið oxycodone en það er töluvert vægara heldur en fentanýl. Efnið síðarnefnda er sagt vera allt að 50 sinnum sterkara en heróín, að sögn BBC.

Rapparinn hafði reglulega tjáð sig opinberlega um eiturlyfjafíkn en krufningarskýrsla leiddi í ljós að ofneysla áfengis, kókaíns og ópíóðalyfsins fentanýls hafi leitt hann til dauða. Miller var 26 ára gamall þegar hann lést.


Tengdar fréttir

Rapparinn Mac Miller látinn

Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.