96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 10:13 96 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítala. Vísir/Einar 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Fjörutíu og einn var í sóttkví við greiningu, eða tæp 43 prósent, en 55 utan sóttkvíar við greiningu, eða 57 prósent. Þetta kemur fram í frétt RÚV sem ræddi við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Að hans sögn er fjölgun smita nánast í veldisvexti. „Það er blindur maður sem sér það ekki að þetta er að vaxa. Þetta er nánast að komast í veldisvöxt,“ er haft eftir Má í frétt RÚV. Mikið af ungu fólki að leggjast inn Að hans sögn eru þeir sem leggjast nú inn á Landspítala vegna Covid yngri en áður. Tveir þeirra sem séu á gjörgæslu séu ekki orðnir fimmtugir, annar fæddur 1975 og hinn 1984. „Það er óvenjulega mikið af ungu fólki, fólk sem er fætt um 1970 eða um eða eftir 1980 sem eru inniliggjandi hjá okkur núna,“ segir Már. Fimm þeirra sem liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn smituðust á spítalanum. „Þeir eru minna veikir af völdum Covid enþeir eru að jafna sig eftir opna hjartaaðgerð,“ segir Már. Að hans sögn eru þá fimm talsvert veikir sem liggi inni á legudeild. 900 séu nú á göngudeild Covid í eftirliti og daglega hafi einhver lagst inn á spítalann vegna veikinnar. Einn hafi lagst inn í gær en enginn þeirra sem séu á gjörgæslu komi af hjartadeildinni. Meira en helmingur utan sóttkvíar við greiningu Fimm greindust smitaðir á landamærunum í gær, fjórir með virkt smit og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá einum. Förutíu og einn var í sóttkví við greiningu en fimmtíu og fimm utan sóttkvíar. Þá greindust 88 í einkennasýnatöku og átta í sóttkvíar- og handahófsskimun. 1750 eru nú í sóttkví og 840 í einangrun, samkvæmt covid.is. Hvorki er búið að uppfæra á vefnum hve margir eru á sjúkrahúsi né hve margir voru bólusettir við greiningu. Fréttin var uppfærð með uppfærðum tölum á covid.is klukkan 13:00 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt RÚV sem ræddi við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Að hans sögn er fjölgun smita nánast í veldisvexti. „Það er blindur maður sem sér það ekki að þetta er að vaxa. Þetta er nánast að komast í veldisvöxt,“ er haft eftir Má í frétt RÚV. Mikið af ungu fólki að leggjast inn Að hans sögn eru þeir sem leggjast nú inn á Landspítala vegna Covid yngri en áður. Tveir þeirra sem séu á gjörgæslu séu ekki orðnir fimmtugir, annar fæddur 1975 og hinn 1984. „Það er óvenjulega mikið af ungu fólki, fólk sem er fætt um 1970 eða um eða eftir 1980 sem eru inniliggjandi hjá okkur núna,“ segir Már. Fimm þeirra sem liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn smituðust á spítalanum. „Þeir eru minna veikir af völdum Covid enþeir eru að jafna sig eftir opna hjartaaðgerð,“ segir Már. Að hans sögn eru þá fimm talsvert veikir sem liggi inni á legudeild. 900 séu nú á göngudeild Covid í eftirliti og daglega hafi einhver lagst inn á spítalann vegna veikinnar. Einn hafi lagst inn í gær en enginn þeirra sem séu á gjörgæslu komi af hjartadeildinni. Meira en helmingur utan sóttkvíar við greiningu Fimm greindust smitaðir á landamærunum í gær, fjórir með virkt smit og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá einum. Förutíu og einn var í sóttkví við greiningu en fimmtíu og fimm utan sóttkvíar. Þá greindust 88 í einkennasýnatöku og átta í sóttkvíar- og handahófsskimun. 1750 eru nú í sóttkví og 840 í einangrun, samkvæmt covid.is. Hvorki er búið að uppfæra á vefnum hve margir eru á sjúkrahúsi né hve margir voru bólusettir við greiningu. Fréttin var uppfærð með uppfærðum tölum á covid.is klukkan 13:00
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira