Kjarnorkusamningaviðræður hefjist aftur fyrir nóvemberlok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 10:29 Ebrahim Raisi, forseti Íran, er sagður setja hörð skilyrði fyrir nýjum kjarnorkusamningi. Getty/Majid Saeedi Samningaviðræður um endurlífgun kjarnorkusamnings frá árinu 2015 milli Íran og sex annarra stórvelda munu hefjast aftur fyrir nóvemberlok. Þetta sagði helsti samningarmaður Íran í gær. Íran hefur nær alveg hundsað skilyrði samningsins, sem gerður var árið 2015 milli Íran, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands. Bandaríkin sögðu sig einhliða úr samningnum árið 2018 þegar Donald Trum var Bandaríkjaforseti og leiddi það til mikilla deilna millli Bandaríkjanna og Íran. Bandaríkin settu þá harðar viðskiptaþvinganir á Íran sem hafa skekið efnahag landsins. had a very serious & constructive dialogue with @enriquemora_ on the essential elements for successful negotiations. We agree to start negotiations before the end of November. Exact date would be announced in the course of the next week. https://t.co/0A7BOPZh8f— (@Bagheri_Kani) October 27, 2021 Samningaviðræður milli yfirvalda í Tehran og ríkjanna sex hófust af alvöru í apríl en voru settar á bið eftir að Ebrahim Raisi var kjörinn forseti Íran í júní. Raisi er sagður mikill harðlínumaður og gert ráð fyrir að kröfur hans verði strangar fyrir endurlífgun samningsins. Markmið hans sé að með samningnum verði milliríkjasamband Írans og Bandaríkjanna fært aftur í fyrra horf. Frá því að Trump felldi samninginn úr gildi sín megin hafa Íranir hægt og bítandi aukið úranauðgun sína, tekið í notkun betri búnað til vinnslu efnisins og auðgað úran af þeirri gerð sem hægt er að nota í kjarnorkuvopn. Undanfarna mánuði hafa vestræn ríki beitt Íran miklum þrýstingi um að endurlífga viðræðurnar og varað við að setjist ríkið ekki að samningsborðinu gæti það orðið til þess að enginn samningur verði gerður. Samningsaðilara Tehran og Washington hafa deilt mikið um skilyrði sem setja eigi á ríkin. Aðaldeilumálin hafa verið hversu harðar takmarkanir eigi að gilda um úranauðgun Íran og hvaða viðskiptaþvinganir yfirvöld í Washington muni aflétta. Íran Bandaríkin Bretland Frakkland Rússland Þýskaland Kína Kjarnorka Tengdar fréttir Íranar leyfa aftur eftirlit með kjarnorkuframleiðslu Stjórnvöld í Íran samþykktu í dag að heimila eftirlitsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að hefja eftirlitsupptökur að nýju í kjarnorkurannsóknarstöðvum landsins. 12. september 2021 16:00 Íranir halda áfram að auðga úran Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári. 7. september 2021 20:24 Nýr forseti sór embættiseið í Íran Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. 5. ágúst 2021 17:46 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Sjá meira
Íran hefur nær alveg hundsað skilyrði samningsins, sem gerður var árið 2015 milli Íran, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands. Bandaríkin sögðu sig einhliða úr samningnum árið 2018 þegar Donald Trum var Bandaríkjaforseti og leiddi það til mikilla deilna millli Bandaríkjanna og Íran. Bandaríkin settu þá harðar viðskiptaþvinganir á Íran sem hafa skekið efnahag landsins. had a very serious & constructive dialogue with @enriquemora_ on the essential elements for successful negotiations. We agree to start negotiations before the end of November. Exact date would be announced in the course of the next week. https://t.co/0A7BOPZh8f— (@Bagheri_Kani) October 27, 2021 Samningaviðræður milli yfirvalda í Tehran og ríkjanna sex hófust af alvöru í apríl en voru settar á bið eftir að Ebrahim Raisi var kjörinn forseti Íran í júní. Raisi er sagður mikill harðlínumaður og gert ráð fyrir að kröfur hans verði strangar fyrir endurlífgun samningsins. Markmið hans sé að með samningnum verði milliríkjasamband Írans og Bandaríkjanna fært aftur í fyrra horf. Frá því að Trump felldi samninginn úr gildi sín megin hafa Íranir hægt og bítandi aukið úranauðgun sína, tekið í notkun betri búnað til vinnslu efnisins og auðgað úran af þeirri gerð sem hægt er að nota í kjarnorkuvopn. Undanfarna mánuði hafa vestræn ríki beitt Íran miklum þrýstingi um að endurlífga viðræðurnar og varað við að setjist ríkið ekki að samningsborðinu gæti það orðið til þess að enginn samningur verði gerður. Samningsaðilara Tehran og Washington hafa deilt mikið um skilyrði sem setja eigi á ríkin. Aðaldeilumálin hafa verið hversu harðar takmarkanir eigi að gilda um úranauðgun Íran og hvaða viðskiptaþvinganir yfirvöld í Washington muni aflétta.
Íran Bandaríkin Bretland Frakkland Rússland Þýskaland Kína Kjarnorka Tengdar fréttir Íranar leyfa aftur eftirlit með kjarnorkuframleiðslu Stjórnvöld í Íran samþykktu í dag að heimila eftirlitsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að hefja eftirlitsupptökur að nýju í kjarnorkurannsóknarstöðvum landsins. 12. september 2021 16:00 Íranir halda áfram að auðga úran Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári. 7. september 2021 20:24 Nýr forseti sór embættiseið í Íran Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. 5. ágúst 2021 17:46 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Sjá meira
Íranar leyfa aftur eftirlit með kjarnorkuframleiðslu Stjórnvöld í Íran samþykktu í dag að heimila eftirlitsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að hefja eftirlitsupptökur að nýju í kjarnorkurannsóknarstöðvum landsins. 12. september 2021 16:00
Íranir halda áfram að auðga úran Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári. 7. september 2021 20:24
Nýr forseti sór embættiseið í Íran Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. 5. ágúst 2021 17:46