Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2021 10:45 Smituðum hefur fjölgað undanfarið hér á landi og eru nú þrír á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarlega öndunarerfiðleika. Vísir/Vilhelm Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun. Að uppfylltum skilyrðum getur tími í einangrun orðið skemmstur sjö dagar, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Almenn krafa um dvöl í sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm, að því gefnu að henni ljúki með neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi. Ef einstaklingur undirgengst ekki PCR próf til að ljúka sóttkví þarf hann að sæta henni í fjórtán daga. Reglugerðin tekur gildi frá og með 29. október og taka breyttar reglur einnig til þeirra sem þegar eru í sóttkví eða einangrun. Vísar ráðuneytið til þess að sóttvarnalæknir hafi lokið endurskoðun á reglum um sóttkví og einangrun vegna Covid-19. Niðurstaðan sé að stytta megi einangrun smitaðra og sóttkví þeirra sem hafa verið útsettir fyrir Covid, án þess að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Með breytingunum má læknir nú aflétta einangrun vegna Covid-19 eftir sjö daga hjá einkennalausum, fullbólusettum einstaklingum og einkennalausum börnum sem eru fædd 2009 og síðar. Eftir tíu daga má læknir jafnframt aflétta einangrun fóllbólusettra einstaklinga eða barna sem eru fædd 2009 og síðar ef einkenni eru í rénun og viðkomandi hefur verið hitalaus í 48 klukkustundir fyrir afléttingu. Einnig má aflétta einangrun einkennalauss óbólusetts einstaklings. Allir þeir sem grunur leikur á um að hafi umgengist smitaðan einstakling þurfa að fara í sóttkví í fimm daga frá því að þeir umgengust hann síðast. Neikvætt PCR-próf þarf til að losna úr sóttkvínni. Fyrirkomulag sem hafi gefist vel til þessa Fram að þessu hafa smitaðir þurft að vera í einangrun í fjórtán daga frá greiningu og hafa verið einkennalausir í sjö daga áður en henni er aflétt. Þó hefur verið heimilt að stytta einangrun í tíu daga hjá almennt hraustu fólki sem er einkennalaust í 72 klukkustundir. Þá hefur fólk sem hefur verið útsett fyrir smiti þurft að dvelja fjórtán daga í sóttkví sem stytta hefur mátt í sjö daga með neikvæðu PCR-prófi. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra frá því á þriðjudag segir að þetta fyrirkomulag um einangrun og sóttkví hafi gefist vel til að hefta útbreiðslu Covid-19. Um 10% allra þeirra sem settir eru í sóttkví greinist með veiruna. Hlutfallið sé þó hærra hjá börnum yngri en tólf ára, á bilinu 15-20%. Sóttkví og einangrun séu þó verulega íþyngjandi bæði fyrir einstaklinga og atvinnulíf. Því hafi sóttvarnalæknir endurskoðað reglurnar í samráði við innlenda aðila. Breytingarnar eigi ekki að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Þær séu í samræmi við leiðbeiningar sem gilda í mörgum nágrannalöndum Íslands. Tengd skjöl Reglugerd_um_einangrun_og_sottkviPDF464KBSækja skjal Minnisblad_sottvarnalaeknisPDF576KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Að uppfylltum skilyrðum getur tími í einangrun orðið skemmstur sjö dagar, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Almenn krafa um dvöl í sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm, að því gefnu að henni ljúki með neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi. Ef einstaklingur undirgengst ekki PCR próf til að ljúka sóttkví þarf hann að sæta henni í fjórtán daga. Reglugerðin tekur gildi frá og með 29. október og taka breyttar reglur einnig til þeirra sem þegar eru í sóttkví eða einangrun. Vísar ráðuneytið til þess að sóttvarnalæknir hafi lokið endurskoðun á reglum um sóttkví og einangrun vegna Covid-19. Niðurstaðan sé að stytta megi einangrun smitaðra og sóttkví þeirra sem hafa verið útsettir fyrir Covid, án þess að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Með breytingunum má læknir nú aflétta einangrun vegna Covid-19 eftir sjö daga hjá einkennalausum, fullbólusettum einstaklingum og einkennalausum börnum sem eru fædd 2009 og síðar. Eftir tíu daga má læknir jafnframt aflétta einangrun fóllbólusettra einstaklinga eða barna sem eru fædd 2009 og síðar ef einkenni eru í rénun og viðkomandi hefur verið hitalaus í 48 klukkustundir fyrir afléttingu. Einnig má aflétta einangrun einkennalauss óbólusetts einstaklings. Allir þeir sem grunur leikur á um að hafi umgengist smitaðan einstakling þurfa að fara í sóttkví í fimm daga frá því að þeir umgengust hann síðast. Neikvætt PCR-próf þarf til að losna úr sóttkvínni. Fyrirkomulag sem hafi gefist vel til þessa Fram að þessu hafa smitaðir þurft að vera í einangrun í fjórtán daga frá greiningu og hafa verið einkennalausir í sjö daga áður en henni er aflétt. Þó hefur verið heimilt að stytta einangrun í tíu daga hjá almennt hraustu fólki sem er einkennalaust í 72 klukkustundir. Þá hefur fólk sem hefur verið útsett fyrir smiti þurft að dvelja fjórtán daga í sóttkví sem stytta hefur mátt í sjö daga með neikvæðu PCR-prófi. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra frá því á þriðjudag segir að þetta fyrirkomulag um einangrun og sóttkví hafi gefist vel til að hefta útbreiðslu Covid-19. Um 10% allra þeirra sem settir eru í sóttkví greinist með veiruna. Hlutfallið sé þó hærra hjá börnum yngri en tólf ára, á bilinu 15-20%. Sóttkví og einangrun séu þó verulega íþyngjandi bæði fyrir einstaklinga og atvinnulíf. Því hafi sóttvarnalæknir endurskoðað reglurnar í samráði við innlenda aðila. Breytingarnar eigi ekki að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Þær séu í samræmi við leiðbeiningar sem gilda í mörgum nágrannalöndum Íslands. Tengd skjöl Reglugerd_um_einangrun_og_sottkviPDF464KBSækja skjal Minnisblad_sottvarnalaeknisPDF576KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira