„Af hverju erum við hér?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. október 2021 08:00 Fjölskyldan í KOKKU þar sem allir hjálpast að (fv.): Ingi Steinar Ingason, Þorsteinn Torfason, Ástríður Jónsdóttir, Saga Ingadóttir, Jóhanna Helga Ingadóttir, Una Þorsteinsdóttir, Auður Jóhannesdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Magný Jóhannesdóttir og Jóhanna Árnadóttir. Jóhanna er móðir Guðrúnar, Auðar og Magnýjar. Ástríður er dóttir Guðrúnar og Una er dóttir Guðrúnar og Þorsteins. Saga og Jóhanna Helga eru dætur Auðar og Inga. Á myndina vantar börn Magnýjar sem öll hafa líka unnið í fyrirtækinu; Sigrún Hrönn, Jóhannes Árni og Magnús Geir. Þá vantar einnig eiginmann Magnýjar, Hauk Hilmarsson. Vísir/Vilhelm „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. Hún og eiginmaður hennar, Þorsteinn Torfason höfðu þá verið búsett rétt fyrir utan Stuttgart í Þýskalandi í um áratug. Með hundinn á göngu og tónlist Emilíu Torrini í eyrunum, velti Guðrún fyrir sér hvað hana langaði að verða þegar hún yrði stór. „Og í þessari göngu varð hugmyndin að KOKKU til.“ Í helgarvarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið KOKKU. Pabbi eldaði Sérverslunin KOKKA var stofnuð árið í janúar 2001. Stofnendur eru Guðrún, systur hennar Magný og Auður og móðir þeirra, Jóhanna Árnadóttir. Allar hafa þær komið að rekstrinum með einum eða öðrum hætti og í dag starfa þar bæði Guðrún og Auður. En hvers vegna sérverslun með vörur fyrir eldhús? Jú, að sögn Guðrúnar og Auðar systur hennar hefur eldhúsið alltaf verið uppáhald og í raun það rými á æskuheimilinu þeirra sem skipti miklu máli. Það var ekki síst föður þeirra að þakka, Jóhannesi Pálmasyni, spítalastjóra . „Pabbi sá að mestu um eldamennskuna sem var nokkuð óvenjulegt þá,“ segja Guðrún. „Ég upplifði eldhúsið alltaf sem þann stað sem pabba fannst gott að dunda sér í eftir langan vinnudag,“ segir Auður. Þá segist Guðrún alla tíð hafa haft „nördalegan“ áhuga á eldhúsdóti. „Ég eignaðist fyrstu bökunarformin mín átta ára.“ Mæðgur í rekstri, fv.: Guðrún, Jóhannna, Magný og Auður. Guðrún fékk móður sína og systur með í að stofna KOKKU árið 2001. Allar hafa þær síðan þá komið að rekstrinum með einum eða öðrum hætti. Í dag starfa þar Guðrún og Auður en í um tíu ár átti fjölskyldan verslunina DUKA í Kringlunni og Smáralind. Magný sá að mestu um þann rekstur. Vísir/Vilhelm Steini og heimilisfræðin Þegar hugmyndin fæðist að KOKKU starfaði Guðrún hjá Vinnumálastofnuninni í Stuttgart en Þorsteinn í prentgeiranum. Þorsteinn hafði strax tröllatrú á hugmyndina um KOKKU. En hefur Þorsteinn þá svona mikinn áhuga á eldhúsum og eldamennsku sjálfur? Ég get alla vega sagt að þótt árangurinn í skóla hafi verið mismunandi eftir fögum, toppaði ég alltaf í heimilisfræði; þar voru tíurnar,“ segir Þorsteinn og skellihlær. Hjónin segja reyndar að sameiginlegur eldhúsáhugi þeirra hafi fljótt komið í ljós, þegar þau tóku fyrst saman. „Það var helst eldhúsdótið sem við endurnýjuðum og keyptum saman, annað skipti minna máli,“ segja hjónin og brosa í kambinn. Loks tóku hjónin ákvörðun um að flytja til Íslands og láta slag standa. Áður en kom að heimför nýtti Guðrún tímann til undirbúnings. „Þetta var fyrir tíma internetsins þannig að ég þurfti að fara á staði. Bjó til heimaprentuð nafnspjöld, fór á stóra vörusýningu, kynnti hugmyndina mína og sagðist hafa áhuga á vörukaupum,“ segir Guðrún og bætir við að á vörusýningunni hafi hún reyndar fengið alveg „fáránlega“ góðar undirtektir frá birgjum. Sameiginlegur áhugi Þorsteins og Guðrúnar á eldhúsdóti kom fljótlega í ljós eftir að þau tóku saman. Þá bjuggu þau í Þýskalandi og við upphaf búskapar var það helst eldhúsdótið sem var endurnýjað og keypt. Þorsteinn starfaði lengi í prentgeiranum en hefur síðustu árin komið að fullu inn í fjölskyldureksturinn. Enda toppaði hann alltaf í heimilsifræði hér í den!Vísir/Vilhelm Konan í bankanum Guðrún og Þorsteinn fluttu heim um aldamótin og viðurkenna að þau voru langt frá því að vera með fjármagn til að hefja rekstur. Miklu frekar voru þau með tvær hendur tómar; börnin voru þrjú og fjölskyldan flutti í leiguíbúð í kjallara foreldra Guðrúnar. En Guðrún undirbjó stofnun KOKKU vel. Gerði fjárhagsáætlun með dyggri aðstoð systra sinna og setti allt upp í excel. Þá var að leita að fjármagni. „Ég byrjaði á því að leita til Auðar í krafti kvenna sem þá var, en þeim fannst svona verslunarrekstur ekki nógu spennandi nýsköpun,“ segir Guðrún. Næst var að athuga fjármagn frá bönkunum. Einn þeirra var SPRON, sem hreinlega sagðist ekki hafa áhuga á að lána í svona búðarrekstur. Annar var útibústjóri í Hafnarfirði með tengsl í stórfjölskylduna. Hann tók á móti Guðrúnu að hennar sögn mest vegna þessara tengsla. „Þegar hann hringdi síðan til að láta vita að ég gæti svo sem fengið lánið, hringdi hann ekki í mig heldur mág minn,“ segir Guðrún. Þriðji útibústjórinn var kona í Íslandsbanka. „Hún hlustaði af áhuga, skoðaði áætlanirnar og sagði JÁ,“ segir Guðrún, sem líka segist algjörlega sannfærð um að það sem gerði útslagið var að útibústjórinn var kona. Þá var að hefjast handa. Guðrún hafði þegar fundið húsnæði við Ingólfsstræti. Heila tuttugu fermetra. Guðrún leitaði líka fanga hjá eldri kaupmönnum í miðborginni. Ég fékk hraðnámskeið í verslunarrekstri. Til dæmis sagði Víðir í Tösku og hanskabúðinni mér allt um flutningsleiðirnar fyrir vörur og hvaða álagningarhlutfall væri æskilegt og Eyjólfur í Eirvík sagði mér að miða húsnæðið alltaf við það að ef það væri farið að þrengja að inni í búð, þá væri ég í réttri stærð,“ segir Guðrún og upp spinnast umræður í hópnum um að því ráði hafi reyndar alltaf verið fylgt eftir. Flest íslensk fyrirtæki eru lítil og meðalstór fyrirtæki og hjá þeim fyrirtækjum þekkist það vel að eigendur þurfa að ganga í alls kyns störf og verkefni. Hér er Guðrún að mála yfir veggjarkrot á Laugarvegi og þegar rýnt er í gömul albúm má einnig sjá myndir af henni moka snjó og fleira fyrir búðina. Fjölskyldan leggur áherslu á að reyna að gera sem mest í framkvæmdum sjálf og er nú á fullu í framkvæmdum vegna stækkunar á Laugavegi 47. Angist og uppgangur Guðrún viðurkennir að oft hafi reksturinn reynt verulega á taugarnar fyrstu mánuðina. Sex daga vikunnar vann hún í KOKKU og var alltaf ein. Þorsteinn starfaði enn í prentiðnaðinum en nýtti hádegi og aðrar lausar stundir til að hjálpa til með vörur. Reksturinn olli mér oft miklum hugarangri. KOKKA var mín hugmynd og ég búin að fá alla fjölskylduna með í þetta. Ég fékk kvíðaköst. Stundum var það hreinlega angist sem helltist yfir mann,“ segir Guðrún um fyrstu mánuðina; með nýja verslun og veð fyrir bankaláni frá fjölskyldunni. Rólegasti dagur ársins var þó í upphafi hausts. „Ég man að það kom enginn í búðina. Ekki einn einasti maður. Síðan hringir Steini í mig og spurði mig hvort ég vissi ekki hvað hafði skeð,“ segir Guðrún og þau hjónin rifja upp 11.september árið 2001 þegar árásirnar voru á Tvíburaturnana í New York. „Ég var ekki með neitt net og bara ein, þannig að ég vissi ekki neitt!“ segir Guðrún. En síðan komu jólin. „Búðin bara fylltist og eins gott að það var ekkert Covid þá, því fólk var bara upp við hvort annað kinn við kinn,“ segir Guðrún þegar hún lýsir þessum fyrsta desembermánuði KOKKU. Allir í fjölskyldunni voru kallaðir á dekk að afgreiða og hjálpast að. Uppgangurinn var hafinn! Guðrún viðurkennir að fyrstu mánuðina í rekstri með KOKKUfékk hún oft kvíðaköst og hreinlega fylltist angist. Búin að fá alla fjölskylduna með sér í reksturinn, með veð að láni frá fjölskyldunni fyrir sex milljóna króna bankaláni: Myndi dæmið ganga upp? Á þessu ári fagnar KOKKA tuttugu ára starfsafmæli sínu og má segja að frá fyrstu jólum KOKKU hafi boltinn svo sannarlega farið að rúlla.Vísir/Vilhelm DUKA Auður og Magný, systur Guðrúnar, komu báðar inn í reksturinn að meiri krafti síðar. Það sama á við um Þorstein, sem í dag hefur fyrir löngu sagt skilið við prentiðnaðinn og starfar í fullu starfi hjá KOKKU. Auður kemur úr tölvugeiranum og tók oft þátt í rekstrinum samhliða barneignum. Til dæmis að búa til vefsíðu KOKKU árið 2004, sem þótti nokkuð nýstárlegt þá. Magný er viðskiptafræðimenntuð og kom að fullu inn í reksturinn þegar DUKA var opnuð í Kringlunni og Smáralind, en Magný sá að mestu um þessar verslanir. „Við sáum í hillingum að vera með DUKA því við héldum að þetta yrði svo einfalt að vera með sérleyfisverslun (e.franchise) og fá bara vörur í heila búð frá einum aðila!“ segir Guðrún og Auður tekur undir. Allt til ársins 2017 rak fjölskyldan DUKA verslanirnar og KOKKU. Samhliða hófst rekstur heildsöluverslunar í Sundahöfn sem Auður sá að mestu um. Þetta þýðir að lungað af rekstrartíma DUKA voru árin eftir hrun, þegar flest íslensk fyrirtæki fóru í gegnum ólgusjó og mörg þeirra lifðu ekki af. Var ekkert erfitt að standa að verslunarrekstri í kjölfar hruns? „Jú,“ viðurkenna systurnar. KOKKA hélt sínu striki en lengi upplifðu systurnar að rekstur DUKA væri fyrir bankana frekar en þær sjálfar. Það var samt ekki í boði að hætta. Heimilin okkar voru undir og öll fjölskyldan hefði hreinlega farið á hausinn,“ segja Guðrún og Auður. Ólíkt stöðunni í kjölfar Covid, var fátt um úrræði fyrir atvinnurekendur í boði stjórnvalda eða banka í kjölfar bankahruns. Innheimtur þóttu oft grimmar. Það sem hjálpaði þó var að reksturinn var fjölskyldufyrirtæki, boðleiðir stuttar og auðvelt að bregðast hratt við aðstæðum. „Við fórum til dæmis strax að leita uppi ódýrar vörur sem síðan seldust eins og heitar lummur fyrir jólin 2008,“ segir Auður. Árið 2017 kom upp óvænt tækifæri að selja DUKA. Við ætluðum ekkert að selja DUKA, en síðan ákváðum við að kannski væri best að hverfa aftur í kjarnann og einbeita okkur að því sem við fórum af stað með í upphafi: KOKKU,“ segir Guðrún. Frá því að Guðrún fékk hugmyndina að KOKKU í göngutúr í Þýskalandi laust fyrir aldamótin, hefur það alltaf verið kýrskýrt í hennar huga að KOKKA yrði á Laugaveginum. Sú skoðun hennar hefur aldrei breyst enda oft ótrúlega sjarmerandi stemning við Laugaveginn. Hér eru Ingi Steinar, Auður og Jóhanna Helga að gefa gestum miðborgarinnar fiskisúpu á sjómannadaginn. Covid og stóra stökkið: 3.hæðir! Frá því í göngutúrnum góða þegar hugmyndin að KOKKU fæddist, hefur Guðrún aldrei séð fyrir sér neitt annað en að KOKKA væri staðsett í miðborginni. Frá 20 fermetrunum við Ingólfsstræti flutti verslunin fljótt í 80 fermetra að Laugavegi 47. Og er nú að koma sér fyrir á 3.hæðum! Þannig var að árið 2019 flutti Herrahúsið, sem lengi var starfrækt á 2.hæð hússins. Þegar Guðrún heyrði af fyrirhuguðum flutningum komu fljótt fiðrildi í magann: Ætti KOKKA að stækka? Fjölskyldan ákvað að láta slag standa. Húsnæðið í Sundahöfn var selt og nú er öllu fyrir komið á sama stað á Laugavegi. Hæðirnar þrjár eru þó langt frá því að vera tilbúnar en augljóst er að margt spennandi er framundan. Til dæmis kaffihús með sælkerakaffi úr bollum KOKKU. Fjölskyldan vinnur sem mest í framkvæmdum sjálf en Covid hefur þó eitthvað hægt á líka. Ekki aðeins þurfti að huga að sóttkvíarreglum, heldur tók netverslunin slíkan kipp að salan þar jókst um 600%! Önnur áskorun er vöruskortur í heiminum en nýlega kom Guðrún fram í fréttum Stöðvar 2 og sagði frá því að til að forðast vöruskort fyrir jólavertíðina hefði KOKKA hreinlega hamstrað vörur mánuðum saman! Rauði dregillinn Fjölskyldustemning ríkir í KOKKU og segja Guðrún, Auður og Þorsteinn frá því hvernig systur og makar hafa sameinast á álagstoppum frá upphafi. „Allir hoppandi inn í afgreiðslu um helgar og eiginmennirnir til margs brúklegir,“ segja systurnar. Fyrstu árin voru það líka fjölskyldubílarnir sem voru notaðir undir vörusendingar. Eftir því sem börn systranna hafa elst, hafa þau líka lært að taka þátt og hjálpa til. Sem dæmi má nefna hefur Ástríður dóttir Guðrúnar unnið í KOKKU með hléum frá því að hún var 16 ára. Nú síðast sem markaðs- og vefstjóri. Saga Ingadóttir, dóttir Auðar sá um útkeyrslu vefpantana í Covid og systir hennar, Jóhanna Helga, var í pökkun og útkeyrslu í Covid. Dóttir Þorsteins og Guðrúnar, Una, hefur unnið í KOKKU um helgar með skóla og í sumarfríum undanfarin ár. Sigrún Hrönn dóttir Magnýjar vann lengi í DUKA og synir hennar, Jóhannes Árni og Magnús Geir Ólafssynir hafa báðir verið í íhlaupavinnu á álagstímum við lagerstörf og útkeyrslu. Systur í skýjunum! Árið 2017 barst KOKKU sú tilkynning að breskur blaðamaður fagtímarits hefði tilnefnt verslunina til verðlauna hjá Retailer Excellence Awards, en sú hátíð er eins og Óskarsverðlaunahátíðin hjá smávöruverslunum um allan heim. KOKKA hlaut 3.verðlaun og segja systurnar ferðina til Chicago hafa verið ógleymanlega. En nú þegar KOKKA fagnar 20 árum í rekstri, hvaða minning kemur upp sem systurnar eru sérstaklega stoltar af? „Verðlaunin í Chicago!“ svara systurnar í kór. Þannig var að árið 2017 barst KOKKU tilkynning um að breskur blaðamaður í fagtímariti hafði tilnefnt verslunina til verðlauna í Retailer Excellence Awards. Að sögn systra er sú hátíð nokkurs konar Óskarsverðlaunahátíð sérverslana. Fjölskyldan hoppaði hæð sína yfir þessum óvæntu tíðindum og fór svo að systurnar þrjár fóru saman til Chicago. Þar hlaut KOKKA 3.verðlaun og segja Guðrún og Auður ferðina hafa verið afar minnistæða. Fín kokkteilboð, verðlaun, fyrirlestrar og fræðsla. „Við fengum danskan gúrú sem mentor. Hann þekkir allt í þessum bransa, var búinn að kynna sér KOKKU og við fengum því sérsniðinn ráðgjafatíma sem nýttist okkur vel,“ segir Guðrún. Framundan eru bjartir tímar. Samheldni hefur aukist í kjölfar Covid, netverslunin blómstrar sem aldrei fyrr og fjölskyldan er spennt fyrir því að klára framkvæmdir og opna á 2.hæð. KOKKA er vel undirbúin undir jólavertíðina og fjölskyldan gerir ráð fyrir áframhaldandi góðri sölu á netinu, en meiri sölu í búðinni nú í samanburði við í fyrra. Að vera í atvinnurekstri skapar atvinnu og verðmæti í margvíslegum skilningi. En fjölskyldan segir gleði og ástríðu líka skipta miklu máli. „Við erum ekki í þessu til að verða rík,“ segir Guðrún. Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. 17. október 2021 08:00 Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00 „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hún og eiginmaður hennar, Þorsteinn Torfason höfðu þá verið búsett rétt fyrir utan Stuttgart í Þýskalandi í um áratug. Með hundinn á göngu og tónlist Emilíu Torrini í eyrunum, velti Guðrún fyrir sér hvað hana langaði að verða þegar hún yrði stór. „Og í þessari göngu varð hugmyndin að KOKKU til.“ Í helgarvarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið KOKKU. Pabbi eldaði Sérverslunin KOKKA var stofnuð árið í janúar 2001. Stofnendur eru Guðrún, systur hennar Magný og Auður og móðir þeirra, Jóhanna Árnadóttir. Allar hafa þær komið að rekstrinum með einum eða öðrum hætti og í dag starfa þar bæði Guðrún og Auður. En hvers vegna sérverslun með vörur fyrir eldhús? Jú, að sögn Guðrúnar og Auðar systur hennar hefur eldhúsið alltaf verið uppáhald og í raun það rými á æskuheimilinu þeirra sem skipti miklu máli. Það var ekki síst föður þeirra að þakka, Jóhannesi Pálmasyni, spítalastjóra . „Pabbi sá að mestu um eldamennskuna sem var nokkuð óvenjulegt þá,“ segja Guðrún. „Ég upplifði eldhúsið alltaf sem þann stað sem pabba fannst gott að dunda sér í eftir langan vinnudag,“ segir Auður. Þá segist Guðrún alla tíð hafa haft „nördalegan“ áhuga á eldhúsdóti. „Ég eignaðist fyrstu bökunarformin mín átta ára.“ Mæðgur í rekstri, fv.: Guðrún, Jóhannna, Magný og Auður. Guðrún fékk móður sína og systur með í að stofna KOKKU árið 2001. Allar hafa þær síðan þá komið að rekstrinum með einum eða öðrum hætti. Í dag starfa þar Guðrún og Auður en í um tíu ár átti fjölskyldan verslunina DUKA í Kringlunni og Smáralind. Magný sá að mestu um þann rekstur. Vísir/Vilhelm Steini og heimilisfræðin Þegar hugmyndin fæðist að KOKKU starfaði Guðrún hjá Vinnumálastofnuninni í Stuttgart en Þorsteinn í prentgeiranum. Þorsteinn hafði strax tröllatrú á hugmyndina um KOKKU. En hefur Þorsteinn þá svona mikinn áhuga á eldhúsum og eldamennsku sjálfur? Ég get alla vega sagt að þótt árangurinn í skóla hafi verið mismunandi eftir fögum, toppaði ég alltaf í heimilisfræði; þar voru tíurnar,“ segir Þorsteinn og skellihlær. Hjónin segja reyndar að sameiginlegur eldhúsáhugi þeirra hafi fljótt komið í ljós, þegar þau tóku fyrst saman. „Það var helst eldhúsdótið sem við endurnýjuðum og keyptum saman, annað skipti minna máli,“ segja hjónin og brosa í kambinn. Loks tóku hjónin ákvörðun um að flytja til Íslands og láta slag standa. Áður en kom að heimför nýtti Guðrún tímann til undirbúnings. „Þetta var fyrir tíma internetsins þannig að ég þurfti að fara á staði. Bjó til heimaprentuð nafnspjöld, fór á stóra vörusýningu, kynnti hugmyndina mína og sagðist hafa áhuga á vörukaupum,“ segir Guðrún og bætir við að á vörusýningunni hafi hún reyndar fengið alveg „fáránlega“ góðar undirtektir frá birgjum. Sameiginlegur áhugi Þorsteins og Guðrúnar á eldhúsdóti kom fljótlega í ljós eftir að þau tóku saman. Þá bjuggu þau í Þýskalandi og við upphaf búskapar var það helst eldhúsdótið sem var endurnýjað og keypt. Þorsteinn starfaði lengi í prentgeiranum en hefur síðustu árin komið að fullu inn í fjölskyldureksturinn. Enda toppaði hann alltaf í heimilsifræði hér í den!Vísir/Vilhelm Konan í bankanum Guðrún og Þorsteinn fluttu heim um aldamótin og viðurkenna að þau voru langt frá því að vera með fjármagn til að hefja rekstur. Miklu frekar voru þau með tvær hendur tómar; börnin voru þrjú og fjölskyldan flutti í leiguíbúð í kjallara foreldra Guðrúnar. En Guðrún undirbjó stofnun KOKKU vel. Gerði fjárhagsáætlun með dyggri aðstoð systra sinna og setti allt upp í excel. Þá var að leita að fjármagni. „Ég byrjaði á því að leita til Auðar í krafti kvenna sem þá var, en þeim fannst svona verslunarrekstur ekki nógu spennandi nýsköpun,“ segir Guðrún. Næst var að athuga fjármagn frá bönkunum. Einn þeirra var SPRON, sem hreinlega sagðist ekki hafa áhuga á að lána í svona búðarrekstur. Annar var útibústjóri í Hafnarfirði með tengsl í stórfjölskylduna. Hann tók á móti Guðrúnu að hennar sögn mest vegna þessara tengsla. „Þegar hann hringdi síðan til að láta vita að ég gæti svo sem fengið lánið, hringdi hann ekki í mig heldur mág minn,“ segir Guðrún. Þriðji útibústjórinn var kona í Íslandsbanka. „Hún hlustaði af áhuga, skoðaði áætlanirnar og sagði JÁ,“ segir Guðrún, sem líka segist algjörlega sannfærð um að það sem gerði útslagið var að útibústjórinn var kona. Þá var að hefjast handa. Guðrún hafði þegar fundið húsnæði við Ingólfsstræti. Heila tuttugu fermetra. Guðrún leitaði líka fanga hjá eldri kaupmönnum í miðborginni. Ég fékk hraðnámskeið í verslunarrekstri. Til dæmis sagði Víðir í Tösku og hanskabúðinni mér allt um flutningsleiðirnar fyrir vörur og hvaða álagningarhlutfall væri æskilegt og Eyjólfur í Eirvík sagði mér að miða húsnæðið alltaf við það að ef það væri farið að þrengja að inni í búð, þá væri ég í réttri stærð,“ segir Guðrún og upp spinnast umræður í hópnum um að því ráði hafi reyndar alltaf verið fylgt eftir. Flest íslensk fyrirtæki eru lítil og meðalstór fyrirtæki og hjá þeim fyrirtækjum þekkist það vel að eigendur þurfa að ganga í alls kyns störf og verkefni. Hér er Guðrún að mála yfir veggjarkrot á Laugarvegi og þegar rýnt er í gömul albúm má einnig sjá myndir af henni moka snjó og fleira fyrir búðina. Fjölskyldan leggur áherslu á að reyna að gera sem mest í framkvæmdum sjálf og er nú á fullu í framkvæmdum vegna stækkunar á Laugavegi 47. Angist og uppgangur Guðrún viðurkennir að oft hafi reksturinn reynt verulega á taugarnar fyrstu mánuðina. Sex daga vikunnar vann hún í KOKKU og var alltaf ein. Þorsteinn starfaði enn í prentiðnaðinum en nýtti hádegi og aðrar lausar stundir til að hjálpa til með vörur. Reksturinn olli mér oft miklum hugarangri. KOKKA var mín hugmynd og ég búin að fá alla fjölskylduna með í þetta. Ég fékk kvíðaköst. Stundum var það hreinlega angist sem helltist yfir mann,“ segir Guðrún um fyrstu mánuðina; með nýja verslun og veð fyrir bankaláni frá fjölskyldunni. Rólegasti dagur ársins var þó í upphafi hausts. „Ég man að það kom enginn í búðina. Ekki einn einasti maður. Síðan hringir Steini í mig og spurði mig hvort ég vissi ekki hvað hafði skeð,“ segir Guðrún og þau hjónin rifja upp 11.september árið 2001 þegar árásirnar voru á Tvíburaturnana í New York. „Ég var ekki með neitt net og bara ein, þannig að ég vissi ekki neitt!“ segir Guðrún. En síðan komu jólin. „Búðin bara fylltist og eins gott að það var ekkert Covid þá, því fólk var bara upp við hvort annað kinn við kinn,“ segir Guðrún þegar hún lýsir þessum fyrsta desembermánuði KOKKU. Allir í fjölskyldunni voru kallaðir á dekk að afgreiða og hjálpast að. Uppgangurinn var hafinn! Guðrún viðurkennir að fyrstu mánuðina í rekstri með KOKKUfékk hún oft kvíðaköst og hreinlega fylltist angist. Búin að fá alla fjölskylduna með sér í reksturinn, með veð að láni frá fjölskyldunni fyrir sex milljóna króna bankaláni: Myndi dæmið ganga upp? Á þessu ári fagnar KOKKA tuttugu ára starfsafmæli sínu og má segja að frá fyrstu jólum KOKKU hafi boltinn svo sannarlega farið að rúlla.Vísir/Vilhelm DUKA Auður og Magný, systur Guðrúnar, komu báðar inn í reksturinn að meiri krafti síðar. Það sama á við um Þorstein, sem í dag hefur fyrir löngu sagt skilið við prentiðnaðinn og starfar í fullu starfi hjá KOKKU. Auður kemur úr tölvugeiranum og tók oft þátt í rekstrinum samhliða barneignum. Til dæmis að búa til vefsíðu KOKKU árið 2004, sem þótti nokkuð nýstárlegt þá. Magný er viðskiptafræðimenntuð og kom að fullu inn í reksturinn þegar DUKA var opnuð í Kringlunni og Smáralind, en Magný sá að mestu um þessar verslanir. „Við sáum í hillingum að vera með DUKA því við héldum að þetta yrði svo einfalt að vera með sérleyfisverslun (e.franchise) og fá bara vörur í heila búð frá einum aðila!“ segir Guðrún og Auður tekur undir. Allt til ársins 2017 rak fjölskyldan DUKA verslanirnar og KOKKU. Samhliða hófst rekstur heildsöluverslunar í Sundahöfn sem Auður sá að mestu um. Þetta þýðir að lungað af rekstrartíma DUKA voru árin eftir hrun, þegar flest íslensk fyrirtæki fóru í gegnum ólgusjó og mörg þeirra lifðu ekki af. Var ekkert erfitt að standa að verslunarrekstri í kjölfar hruns? „Jú,“ viðurkenna systurnar. KOKKA hélt sínu striki en lengi upplifðu systurnar að rekstur DUKA væri fyrir bankana frekar en þær sjálfar. Það var samt ekki í boði að hætta. Heimilin okkar voru undir og öll fjölskyldan hefði hreinlega farið á hausinn,“ segja Guðrún og Auður. Ólíkt stöðunni í kjölfar Covid, var fátt um úrræði fyrir atvinnurekendur í boði stjórnvalda eða banka í kjölfar bankahruns. Innheimtur þóttu oft grimmar. Það sem hjálpaði þó var að reksturinn var fjölskyldufyrirtæki, boðleiðir stuttar og auðvelt að bregðast hratt við aðstæðum. „Við fórum til dæmis strax að leita uppi ódýrar vörur sem síðan seldust eins og heitar lummur fyrir jólin 2008,“ segir Auður. Árið 2017 kom upp óvænt tækifæri að selja DUKA. Við ætluðum ekkert að selja DUKA, en síðan ákváðum við að kannski væri best að hverfa aftur í kjarnann og einbeita okkur að því sem við fórum af stað með í upphafi: KOKKU,“ segir Guðrún. Frá því að Guðrún fékk hugmyndina að KOKKU í göngutúr í Þýskalandi laust fyrir aldamótin, hefur það alltaf verið kýrskýrt í hennar huga að KOKKA yrði á Laugaveginum. Sú skoðun hennar hefur aldrei breyst enda oft ótrúlega sjarmerandi stemning við Laugaveginn. Hér eru Ingi Steinar, Auður og Jóhanna Helga að gefa gestum miðborgarinnar fiskisúpu á sjómannadaginn. Covid og stóra stökkið: 3.hæðir! Frá því í göngutúrnum góða þegar hugmyndin að KOKKU fæddist, hefur Guðrún aldrei séð fyrir sér neitt annað en að KOKKA væri staðsett í miðborginni. Frá 20 fermetrunum við Ingólfsstræti flutti verslunin fljótt í 80 fermetra að Laugavegi 47. Og er nú að koma sér fyrir á 3.hæðum! Þannig var að árið 2019 flutti Herrahúsið, sem lengi var starfrækt á 2.hæð hússins. Þegar Guðrún heyrði af fyrirhuguðum flutningum komu fljótt fiðrildi í magann: Ætti KOKKA að stækka? Fjölskyldan ákvað að láta slag standa. Húsnæðið í Sundahöfn var selt og nú er öllu fyrir komið á sama stað á Laugavegi. Hæðirnar þrjár eru þó langt frá því að vera tilbúnar en augljóst er að margt spennandi er framundan. Til dæmis kaffihús með sælkerakaffi úr bollum KOKKU. Fjölskyldan vinnur sem mest í framkvæmdum sjálf en Covid hefur þó eitthvað hægt á líka. Ekki aðeins þurfti að huga að sóttkvíarreglum, heldur tók netverslunin slíkan kipp að salan þar jókst um 600%! Önnur áskorun er vöruskortur í heiminum en nýlega kom Guðrún fram í fréttum Stöðvar 2 og sagði frá því að til að forðast vöruskort fyrir jólavertíðina hefði KOKKA hreinlega hamstrað vörur mánuðum saman! Rauði dregillinn Fjölskyldustemning ríkir í KOKKU og segja Guðrún, Auður og Þorsteinn frá því hvernig systur og makar hafa sameinast á álagstoppum frá upphafi. „Allir hoppandi inn í afgreiðslu um helgar og eiginmennirnir til margs brúklegir,“ segja systurnar. Fyrstu árin voru það líka fjölskyldubílarnir sem voru notaðir undir vörusendingar. Eftir því sem börn systranna hafa elst, hafa þau líka lært að taka þátt og hjálpa til. Sem dæmi má nefna hefur Ástríður dóttir Guðrúnar unnið í KOKKU með hléum frá því að hún var 16 ára. Nú síðast sem markaðs- og vefstjóri. Saga Ingadóttir, dóttir Auðar sá um útkeyrslu vefpantana í Covid og systir hennar, Jóhanna Helga, var í pökkun og útkeyrslu í Covid. Dóttir Þorsteins og Guðrúnar, Una, hefur unnið í KOKKU um helgar með skóla og í sumarfríum undanfarin ár. Sigrún Hrönn dóttir Magnýjar vann lengi í DUKA og synir hennar, Jóhannes Árni og Magnús Geir Ólafssynir hafa báðir verið í íhlaupavinnu á álagstímum við lagerstörf og útkeyrslu. Systur í skýjunum! Árið 2017 barst KOKKU sú tilkynning að breskur blaðamaður fagtímarits hefði tilnefnt verslunina til verðlauna hjá Retailer Excellence Awards, en sú hátíð er eins og Óskarsverðlaunahátíðin hjá smávöruverslunum um allan heim. KOKKA hlaut 3.verðlaun og segja systurnar ferðina til Chicago hafa verið ógleymanlega. En nú þegar KOKKA fagnar 20 árum í rekstri, hvaða minning kemur upp sem systurnar eru sérstaklega stoltar af? „Verðlaunin í Chicago!“ svara systurnar í kór. Þannig var að árið 2017 barst KOKKU tilkynning um að breskur blaðamaður í fagtímariti hafði tilnefnt verslunina til verðlauna í Retailer Excellence Awards. Að sögn systra er sú hátíð nokkurs konar Óskarsverðlaunahátíð sérverslana. Fjölskyldan hoppaði hæð sína yfir þessum óvæntu tíðindum og fór svo að systurnar þrjár fóru saman til Chicago. Þar hlaut KOKKA 3.verðlaun og segja Guðrún og Auður ferðina hafa verið afar minnistæða. Fín kokkteilboð, verðlaun, fyrirlestrar og fræðsla. „Við fengum danskan gúrú sem mentor. Hann þekkir allt í þessum bransa, var búinn að kynna sér KOKKU og við fengum því sérsniðinn ráðgjafatíma sem nýttist okkur vel,“ segir Guðrún. Framundan eru bjartir tímar. Samheldni hefur aukist í kjölfar Covid, netverslunin blómstrar sem aldrei fyrr og fjölskyldan er spennt fyrir því að klára framkvæmdir og opna á 2.hæð. KOKKA er vel undirbúin undir jólavertíðina og fjölskyldan gerir ráð fyrir áframhaldandi góðri sölu á netinu, en meiri sölu í búðinni nú í samanburði við í fyrra. Að vera í atvinnurekstri skapar atvinnu og verðmæti í margvíslegum skilningi. En fjölskyldan segir gleði og ástríðu líka skipta miklu máli. „Við erum ekki í þessu til að verða rík,“ segir Guðrún.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. 17. október 2021 08:00 Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00 „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. 17. október 2021 08:00
Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. 16. maí 2021 09:00
„Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01