Frakkar kyrrsetja breskt fiskveiðiskip vegna deilu um veiðiheimildir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 15:42 Skipið var kyrrsett í nótt eftir að það fannst í franskri lögsögu. EPA-EFE/YOAN VALAT Spennan milli Bretlands og Frakklands jókst í dag þegar Frakkar kyrrsettu breskan bát sem var við veiðar í franskri lögsögu. Bretland hefur nú varað Frakkland við frekari aðgerðum en deilur milli ríkjanna vegna veiðiheimilda fara síversnandi. Annick Girardin, sjávarútvegsráðherra Frakklands, tilkynnti í dag að breska skelfisksveiðiskipinu Cornelis Gert Jan hafi verið fylgt í höfn í Le Havre í nótt eftir að áhöfninni tókst ekki að sýna fram á að hún hefði heimild til að veiða í franskri lögsögu. Annað breskt skip hefur fengið viðvörun vegna svipaðra brota. Aðgerðirnar eru taldar merki um staðfestu Frakka í málinu. Síðast í gær kynntu Frakkar mögulegar refsiaðgerðir gegn Bretum gangi ekkert í samningaviðræðum um málið. Meðal refsiaðgerðanna er sérstakt tolleftirlit með breskum vörum frá og með 2. nóvember. Bretar hræðast að það gæti orðið til þess að Frakkar stöðvi rafmagnssölu til Bretlands takist ríkjunum ekki að komast að samkomulagi. Bresk fiskveiðisvæði eru talin þau aflamestu í Norðaustur-Atlantshafinu og það svæði sem meirihluti afla Evrópusambandsins kemur úr. Frakkar vilja meina að Bretland hafi neitað að veita sjómönnum þeirra heimildir til að veiða innan breskrar lögsögu. Bretar vilja þó meina að þeir veiti aðeins þeim skipum veiðiheimildir sem standist breskar kröfur. Bretland Frakkland Brexit Sjávarútvegur Evrópusambandið Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Sjá meira
Annick Girardin, sjávarútvegsráðherra Frakklands, tilkynnti í dag að breska skelfisksveiðiskipinu Cornelis Gert Jan hafi verið fylgt í höfn í Le Havre í nótt eftir að áhöfninni tókst ekki að sýna fram á að hún hefði heimild til að veiða í franskri lögsögu. Annað breskt skip hefur fengið viðvörun vegna svipaðra brota. Aðgerðirnar eru taldar merki um staðfestu Frakka í málinu. Síðast í gær kynntu Frakkar mögulegar refsiaðgerðir gegn Bretum gangi ekkert í samningaviðræðum um málið. Meðal refsiaðgerðanna er sérstakt tolleftirlit með breskum vörum frá og með 2. nóvember. Bretar hræðast að það gæti orðið til þess að Frakkar stöðvi rafmagnssölu til Bretlands takist ríkjunum ekki að komast að samkomulagi. Bresk fiskveiðisvæði eru talin þau aflamestu í Norðaustur-Atlantshafinu og það svæði sem meirihluti afla Evrópusambandsins kemur úr. Frakkar vilja meina að Bretland hafi neitað að veita sjómönnum þeirra heimildir til að veiða innan breskrar lögsögu. Bretar vilja þó meina að þeir veiti aðeins þeim skipum veiðiheimildir sem standist breskar kröfur.
Bretland Frakkland Brexit Sjávarútvegur Evrópusambandið Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Sjá meira