Eurovision-myndin um Hatara aftur í bíósal Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2021 09:32 Hatarar á sviði. vísir/getty A Song Called Hate eða Lagið um hatrið, heimildarmyndin sem fylgir meðlimum Hatara á Eurovision-ferð til Ísrael og Palestínu, verður sýnd á hátíðlegri styrktarsýningu í Bíó Paradís um helgina. Sýningin fer fram sunnudaginn 7. nóvember klukkan 20. Allur ágóði af sýningu Lagsins um hatrið rennur óskiptur til Sabreen, menningar samtaka sem reka hljóðver í Sheikh Jarrah-hverfinu í Austur-Jerúsalem. „Markmið Sabreen er að stuðla að óheftri tónlistarsköpun og tónlistaruppeldi Palestínumanna. Fjárhagsstaða þeirra hefur verið tvísýn í veirufaraldri svo ekki séu nefndar takmarkanir sem hamla samstarf milli Palestínumanna í Jerúsalem, Vesturbakkanum og Gaza. Í fjörutíu ára sögu samtakanna hefur þörfin sjaldan verið eins brýn,“ segir í tilkynningu um sýninguna. „Við kynntumst mikið af listafólki í gegnum Sabreen-stúdíóið sem við heimsóttum við gerð myndarinnar. Þarna er unnið magnað starf sem veitir ungum listamönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref. Það er pabbi Bashar, Said Murad, sem leiðir þetta starf. Stuðningur hans við frumlegar og róttækar hugmyndir er ómetanlegur,” segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir leikstjóri myndarinnar. Anna Hildur Hildibrandsdóttir á frumsýningu myndarinnar á Íslandi.HAFSTEINN SNÆR ÞORSTEINSSON Þarna skildu þeir tilganginn Lagið um hatrið hefur farið sigurför síðan hún var frumsýnd árið 2020. Myndin hefur verið sýnd á yfir tuttugu alþjóðlegum hátíðum og var nú síðast nefnd heimildarmynd ársins á Eddunni. Við sjáum margt sem gerðist á bak við tjöldin og ekki síst listrænt samstarf Hatara við Bashar Murad og forsvarsmenn Trashy Clothing í Palestínu sem unnu með þeim. Í myndinni kemur fram hversu flókið slíkt samstarf getur verið í þeim aðstæðum sem Palestínumenn búa við. „Fréttir frá Sheikh Jarrah hafa verið átakanlegar og Bashar hefur verið í miðri hringiðunni allan tímann. Við fögnum því að heimildarmyndin leggi Sabreen-samtökunum lið með svona bíósýningu“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari Hatara. „Sabreen kemur óbeint við sögu í myndinni. Þótt það sé ekki aðalatriðið eiga þessi samtök stóran hluta í okkar huga og þarna skildum við betur tilganginn með vegferð okkar,“ segir Klemens Hannigan Nikulásson. Styrktarsýningin er skipulögð af framleiðslufyrirtæki myndarinnar Tattarrattat í samstarfi við Hatara, Sabreen-samtökin og Bíó Paradís. Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Edduverðlaunin 2021 afhent: Gullregn sigurvegari kvöldsins Edduverðlaunin 2021, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir voru veitt í kvöld. Annað árið í röð var ákveðið að fresta hátíðarhöldum og voru verðlaunin veitt í sérstökum þætti á RÚV. 3. október 2021 21:57 Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. 10. júní 2021 10:23 „Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. 6. júní 2021 09:01 Sagði Hataramyndina A Song Called Hate þá bestu á hátíðinni „Þessi íslenska mynd sem fjallar um ákvörðun íslensku hljómsveitarinnar í Eurovision 2019 að veifa palestínska fánanum talaði sterkast til mín,“ sagði Lisa Enroth aðspurð um bestu myndir kvikmyndahátíðarinnar Í Gautaborg. 10. mars 2021 20:06 Stjörnurnar mættu á Hatrið Heimildamyndin A Song Called Hate, Hatrið á íslensku, var forsýnd með pompi og prakt í Háskólabíói í gærkvöld og mættu þónokkuð margir á sýninguna. Myndin segir frá Eurovisiongjörningi Hatara árið 2019 og því sem gerðist á bak við tjöldin í Ísrael og Palestínu. 26. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Sýningin fer fram sunnudaginn 7. nóvember klukkan 20. Allur ágóði af sýningu Lagsins um hatrið rennur óskiptur til Sabreen, menningar samtaka sem reka hljóðver í Sheikh Jarrah-hverfinu í Austur-Jerúsalem. „Markmið Sabreen er að stuðla að óheftri tónlistarsköpun og tónlistaruppeldi Palestínumanna. Fjárhagsstaða þeirra hefur verið tvísýn í veirufaraldri svo ekki séu nefndar takmarkanir sem hamla samstarf milli Palestínumanna í Jerúsalem, Vesturbakkanum og Gaza. Í fjörutíu ára sögu samtakanna hefur þörfin sjaldan verið eins brýn,“ segir í tilkynningu um sýninguna. „Við kynntumst mikið af listafólki í gegnum Sabreen-stúdíóið sem við heimsóttum við gerð myndarinnar. Þarna er unnið magnað starf sem veitir ungum listamönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref. Það er pabbi Bashar, Said Murad, sem leiðir þetta starf. Stuðningur hans við frumlegar og róttækar hugmyndir er ómetanlegur,” segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir leikstjóri myndarinnar. Anna Hildur Hildibrandsdóttir á frumsýningu myndarinnar á Íslandi.HAFSTEINN SNÆR ÞORSTEINSSON Þarna skildu þeir tilganginn Lagið um hatrið hefur farið sigurför síðan hún var frumsýnd árið 2020. Myndin hefur verið sýnd á yfir tuttugu alþjóðlegum hátíðum og var nú síðast nefnd heimildarmynd ársins á Eddunni. Við sjáum margt sem gerðist á bak við tjöldin og ekki síst listrænt samstarf Hatara við Bashar Murad og forsvarsmenn Trashy Clothing í Palestínu sem unnu með þeim. Í myndinni kemur fram hversu flókið slíkt samstarf getur verið í þeim aðstæðum sem Palestínumenn búa við. „Fréttir frá Sheikh Jarrah hafa verið átakanlegar og Bashar hefur verið í miðri hringiðunni allan tímann. Við fögnum því að heimildarmyndin leggi Sabreen-samtökunum lið með svona bíósýningu“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari Hatara. „Sabreen kemur óbeint við sögu í myndinni. Þótt það sé ekki aðalatriðið eiga þessi samtök stóran hluta í okkar huga og þarna skildum við betur tilganginn með vegferð okkar,“ segir Klemens Hannigan Nikulásson. Styrktarsýningin er skipulögð af framleiðslufyrirtæki myndarinnar Tattarrattat í samstarfi við Hatara, Sabreen-samtökin og Bíó Paradís.
Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Edduverðlaunin 2021 afhent: Gullregn sigurvegari kvöldsins Edduverðlaunin 2021, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir voru veitt í kvöld. Annað árið í röð var ákveðið að fresta hátíðarhöldum og voru verðlaunin veitt í sérstökum þætti á RÚV. 3. október 2021 21:57 Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. 10. júní 2021 10:23 „Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. 6. júní 2021 09:01 Sagði Hataramyndina A Song Called Hate þá bestu á hátíðinni „Þessi íslenska mynd sem fjallar um ákvörðun íslensku hljómsveitarinnar í Eurovision 2019 að veifa palestínska fánanum talaði sterkast til mín,“ sagði Lisa Enroth aðspurð um bestu myndir kvikmyndahátíðarinnar Í Gautaborg. 10. mars 2021 20:06 Stjörnurnar mættu á Hatrið Heimildamyndin A Song Called Hate, Hatrið á íslensku, var forsýnd með pompi og prakt í Háskólabíói í gærkvöld og mættu þónokkuð margir á sýninguna. Myndin segir frá Eurovisiongjörningi Hatara árið 2019 og því sem gerðist á bak við tjöldin í Ísrael og Palestínu. 26. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Edduverðlaunin 2021 afhent: Gullregn sigurvegari kvöldsins Edduverðlaunin 2021, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir voru veitt í kvöld. Annað árið í röð var ákveðið að fresta hátíðarhöldum og voru verðlaunin veitt í sérstökum þætti á RÚV. 3. október 2021 21:57
Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. 10. júní 2021 10:23
„Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. 6. júní 2021 09:01
Sagði Hataramyndina A Song Called Hate þá bestu á hátíðinni „Þessi íslenska mynd sem fjallar um ákvörðun íslensku hljómsveitarinnar í Eurovision 2019 að veifa palestínska fánanum talaði sterkast til mín,“ sagði Lisa Enroth aðspurð um bestu myndir kvikmyndahátíðarinnar Í Gautaborg. 10. mars 2021 20:06
Stjörnurnar mættu á Hatrið Heimildamyndin A Song Called Hate, Hatrið á íslensku, var forsýnd með pompi og prakt í Háskólabíói í gærkvöld og mættu þónokkuð margir á sýninguna. Myndin segir frá Eurovisiongjörningi Hatara árið 2019 og því sem gerðist á bak við tjöldin í Ísrael og Palestínu. 26. febrúar 2021 12:31